Morgunblaðið - 21.08.1986, Page 31

Morgunblaðið - 21.08.1986, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1986 31 Mynd/Guðlaugur Sigurgeirsson íbúar við Túngötu snæða matinn sem þeir grilluðu nú á dögunum þegar þeir efndu til útihátiðar á götunni. íbúarTúngötu halda útihátíð Vestmaunaeyjum. IBUAR við Túngötuna tóku sig til laugardaginn 16. ágúst og efndu til mikillar útihátíðar í götunni á einu veðursælasta kvöldi sumars- ins. Fengu íbúarnir leyfi til að loka götunni þessa kvöldstund fyrir allri bílaumferð og undi fólkið sér í góðri stemmningu fram til miðnættis. Guðlaugur Sigurgeirsson, einn íbúanna við Túngötuna, tjáði fréttaritara Morgunblaðsins að hugmyndin að þessari útihátíð hefði kviknað í nágrannaspjalli á Þjóðhátíðinni. Hefði þar verið fast- mælum bundið að halda hátíðina aðra helgi þaðan í frá, því þá yrði veður örugglega gott til slíkra at- hafna. Og það stóðst, veðurblíðan á laugardaginn var einstaklega mikil, blankalogn og hiti. Guðlaug- ur sagði að þátttaka íbúanna hefði verið ótráleg góð, allir sem á ann- að borð voru í bænum þessa helgi hofðu mætt, alls 58 manns. 17 hús eru við götuna, íbúarnir mættu með grillin sín og tóku til við að grilla stórsteikur og pylsur fyrir Mrnin. Varðeldur var tendraður og upphafinn mikill söngur með góðu glensi. Sagði Guðlaugur að fólk hefði glaðst saman í góðum félagsskap fram að miðnætti að hver hélt glaður til síns heima. Hefði almenn ánægja verið með þessa u|>pákomu. -hkj Jacques Chapuis leik- ur „Myndir á sýningu“ SVISSNESKI píanóleikarinn Jaques Chapuis heldur í kvöld, fimmtudag, tónleika í sal Tónlist- arskólans í Reykjavík, Skipholti 33, kl. 20:30. Chapuis mun þar leika tónverkið „Myndir á sýn- ingu“ eftir Modest Moussorgsky og jafnframt talar hann um verk- ið. Jacues Chapuis heldur um þessar mundir námskeið í tónlistaiuppeldi fyrir íslenska tónlistarkennara í Félagsstofnun stúdenta. Chapuis hlaut menntun sína í Sviss en er nú búsettur í Frakk- landi. Hann kennir eftir aðferð Edgars Willem og veitir forstöðu tónlistarskóla í Lyon sem byggir á þeirri aðferð. Auk þess sem hann starfar sem píanóleikari kennir hann við Konservatoríið í París og heldur árlega fjiilmiirg námskeið víða um heim. Norrænir verkalýðs- foringjar í Reykjavík STJÓRN Norræna verkalýðs- sambandsins, Nordens Fackliga Samorganisation, heldur fund í Reykjavík í dag. Á fundinum eru formenn alþýðusambanda allra Norðurlandanna og nokkr- ir embættismenn, alls 28 útlend- ingar auk nokkurra Islendinga. Aðalefni fundarins í dag er stefna í launamálum á Norður- löndum og hefur Stig Malm, formaður sænska alþýðusam- bandsins (LO), framsögu um það mál. Einnig verður fjallað um ut- anríkismál, sérstaklega hugsan- legar sameiginlegar aðgerðir gegn stjórninni í Suður-Afríku. í stjórn NFS eiga sæti af ís- lands hálfu þeir Ásmundur Stef- ánsson, forseti ASI, og Kristján Thorlacius, formaður BSRB. Stjórnunarfélag íslands hefur ákveðið að efna til alhliða endurmenntunarnám- skeiðs. Námskeiðið er einkum hugsað fyrir þa sem hyggjast breyta um starf eða eru að hefja störf að nýju eftir lengra eða skemmra hlé. Fjölbreytt námsefni og mjög hæfir leiðbeinendur sem eru sérfræðingar hver á sínu sviði. Tilvalið tækifæri fyrir þá sem vilja afla sér hagnýtrar þekkingar á sviði verslunar og viðskipta. Æskilegt er að þátttakendur hafi góða grunnmenntun og/eða starfsreynslu. Kennsla skiptist í 4 svið: 1. Sölu- og markaðssvið 2. a. Sölutækni a. b. Markaðssókn b. c. Skjalagerð c. d. íslensk haglýsing d. e. 3. Tölvusvið f. a. Grunnnámskeið á tölvur b. Ritvinnsla 4. c. Gagnagrunnur a. d. Áætlanagerð b. Stjórnunarsvið Stjórnun og samskipti við starfsmenn Stjórnun fyrir nýja stjórnendur Viðtalstækni Verðútreikningar og tilboðsgerð Bókfærsla Skjalavistun Málasvið Ensk verslunarbréf Enska í viðskiptum og verslun MEGINÁHERSLA VERÐUR LÖGÐ Á TVÖ FYRSTU SVIÐIN Kennsla hefst 8. september nk. og stendur til 24. október, alls 7 vikur. Kennt verður alla virka daga frá kl. 8.00 til 15.00 í húsakynnum SFÍ að Ánanaustum 15. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITIR STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS ÍSÍMA 91-621066 Stjórriunðrfélag íslands Ánanaustum 15 • Simi: 6210 66

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.