Morgunblaðið - 21.08.1986, Side 41

Morgunblaðið - 21.08.1986, Side 41
þegar Einar missti heilsuna, en hann var þá innan við sjötugt, og þau höfðu þá búið í tæp 40 ár. Halla sýndi best hver maður bjó í henni með því hve frábærlega hún annaðist mann sinn í langvarandi og erfiðum veikindum hans, en hann andaðist í október 1984 tæpra 76 ára. Hans var sárt saknað af öllum aðstandendum og vinum, en mestur var þó missirinn hjá Höllu, en hún á þó áreiðanlega dýrmætar minningar, sem hlýja huganum og styrkja geðið á erfiðum stundum. Ég vil einnig þakka henni hve vel hún annaðist móður mína síðustu árin sem hún lifði og einnig vil ég þakka fyrir mig og okkur hjónin og bömin okkar, alla tíð til þessa dags. En eins og ég sagði hér áður, þá hefúr Höliu auðnast að njóta mikillar hamingju í lífinu á margan hátt. Hún giftist mikilhæfum manni sem dáði hana og elskaði og þeim tókst í sameiningu að byggja upp heimili sem var sannkallaður rausn- argarður og jafnframt gjöfult menningarheimili, sem bömum þeirra og heimilisvinum öllum þykir gott að hugsa til með gleði og þakk- læti. Kæra Halla, þakka þér þitt góða ævistarf og ég trúi því að hamingj- an fylgi þér áfram um mörg ókomin ár, því það átt þú svo sannarlega skilið. Hjalti Gestsson MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1986 41 Holland: Heróínsmygl í sovésku skipi Rotterdam, AP. SAMKVÆMT lögregluyfirvöld- um ^ var 220 kg af afgönsku heróíni smyglað inn til Hollands með sovésku skipi, en þau vildu ekki gefa upp heiti þess, þar sem það kynni að tefja rannsókn málsins. . Frá þessu var greint á mánudag, samdægurs skýrði dagblaðið De Telcgraaf frá því að skipið nefndist Tomson kapteinn og væri frá Riga. I skrám tryggingafélagsins Lloyd’s í London var það nafn þó ekki að fmna. Lögreglan sagði að enginn úr áhöfn sovéska skipsins hefði verið handtekinn eða yfirheyrður, enda skipið látið úr höfn þegar upp komst. Heróínið var falið í gámum, en það kom frá Afganistan. Vitað er að það var flutt um borð í bifreiðum og járnbrautarvögnum þaðan til Riga, en ekki er víst hvar eða hve- nær það var falið í gámunum. Hc-óínið er talið vera um 900 millj- óna ísl. króna virði. Sovéskar hersveitir gerðu árás á Afganistan árið 1979 og hefur það verið hemumið æ síðan. IKEA ÚTSALAN HEFST í DA6 Pakistan: ALLT AÐ HELMIN6S AFSWTTUR Fjallgöngu- menn frjósa í hel Islamabad, Pakistan, AP. SEX fjallgöngumenn, sem hugð- ust klífa næst hæsta fjallstind í heimi, frusu í hel eftir að hafa verið fastir í snjóstormi í viku. Tveir Austurríkismenn komust lifandi til byggða og skýrðu frá afdrifum félaga sinna. Tveir Austurríkismenn, tveir Pól- verjar og tveir Bretar týndu lífi á fjallstindinum K2 í Himalajafjöllum, sem er næst hæsti tindur jarðar á eftir Everest-fjalli. Leiðangursmennirnir átta lentu í snjóstormi þann sjöunda þessa mánaðar og neyddust þeir til að láta fyrir berast í búðum, sem þeir komu upp. Stormurinn stóð yfir í rúma viku. Matarbirgðir þeirra þraut en auk þess þjakaði frost og súrefnisskortur mennina. Fimm þeirra létust í búðunum. Austurríkismennimir tveir og pólskur félagi þeirra ákváðu að freista þess að komast til byggða. Pólveijinn lét lífið á leiðinni en fjall- göngumenn frá Suður-Kóreu fundu Austurríkismennina illa á sig komna. Þyrla frá flugher Pakistans flutti mennina til Skardu í norður- hluta landsins. Berlín: Tveir hermenn flýja í frelsið Berlín, AP. TVEIR austur-þýskir landamæra- verðir komust yfir Berlínarmúrinn alræmda á sunnudagskvöld. Þetta er fyrsta flóttatilraunin sem vitað er um frá því að afmælis múrsins var minnst síðastliðinn miðviku- dag. Verðirnir tveir stóðu vörð í varð- tumi í Austur-Berlín, en til hans sést ekki frá öðrum varðtumum. Fyrir þremur árum flúðu aðrir tveir verðir á sama stað við múrinn. I flóttanum á sunnudag biðu verð- imir færis og stóð annar á öxlum hins, en rétti síðan félaga sínum hjálparhönd þegar upp var komið. Þá hentu þeir vélbyssum sínum og skammbyssum yfir múrinn og stukku yfir í frelsið. Bandaríkin: Slanga á bata- vegi eftir aðgerð t Gainesville, Flórída, AP. RÚMLEGA metra löng slanga gekkst undir uppskurð á föstu- dag og voru fjarlægðar tvær 15 kerta ljósaperur, sem hún hafði gleypt. Sá sem framkvæmdi uppskurð- inn sagði hann hafa gengið að óskum. Aðspurður sagðist hann hafa nokkra reynslu af aðgerðum sem þessari því hann hefði fyrir fáeinum ámm skorið upp slöngu, sem gleypt hafði tvær golfkúlur. Hjón, sem stunda hænsnarækt, fundu slönguna og sáu þegar tvö stór kýli á kvikindinu. Þau þreifuðu á því og sáu fljótt hver meinsemd- in var. Hjónin nota 15 kerta pemr í hænsnakofanum og er þeim fleygt út í garð þegar þær em útbmnnar. Bóndinn telur líklegt að slangan hafi ruglast á ljósaper- unum og hænueggjum, sem munu vera mikil eftirlætisfæða skrið- kvikinda ýmiss konar. Fjölmargir nemendur í dýra- lækningum fylgdust með aðgerð- inni og gáfu þeir slöngunni nafnið „G.E." eftir hinu þekkta fyrirtæki „General Electric". Innan þriggja vikna mun slang- an aftur geta tekið til við fyrri iðju og skriðið um berangur jarðar. Leöursófar Furu hillusamstæóur Sumar húsgögn Hnotubrúnar hurðir á eldhúsinnréttingar Furuhurðir é eldhúsinnréttingar Grindur í grunna skápa Hnífapör Álpottar Út itsgölluð húsgögn 50 °/ afsláttur 30 /o afsláttur 30 í afsláttur 50 °/o afsláttur 50 /o afsláttur 30 / afsláttur 40 / afsláttur 40 / afsláttur 50 /afsláttur 0PIÐTIL KL.20 FÖSTUDA6 OSMIA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.