Morgunblaðið - 20.09.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.09.1986, Blaðsíða 1
48 SIÐUR OG LESBOK STOFNAÐ 1913 211. tbl. 72. árg. LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Leiðtogar frönsku stj órnmálaflokkanna: Skora á þjóðina að standa saman Níu manna leitað vegna hryðjuverkanna París, AP. LEIÐTOGAR stjórnarandstöðunnar í Frakklandi ræddu í gær við Jacques Chirac, forsætisráðherra, um ódæðisverkin, sem unnin hafa verið í landinu að undanförnu. Að viðræðunum loknum skoruðu þeir á þjóðina að taka höndum saman i baráttunni við hryðjuverkamenn. „Við skiljum og samþykkjum þær aðgerðir, sem stjómin hefur gripið til í baráttunni við hryðjuverka- menn,“ sagði Georges Marchais, leiðtogi kommúnistaflokksins, á fréttamannafundi í gær, og Lionel Jospin, aðalritari Sósíalistaflokks- ins, kvaðst vera hlynntur hörðum aðgerðum að því tilskildu, að farið yrði að iögum. Le Pen, formaður Taka Svíar þátt í geim- varnaáætlun? SVÍAR virðast ætla að leggja fram sinn skerf til geimvarna- áætlunarinnar bandarísku. Hafa þeir keypt stóran hlut í fyrir- tæki, sem mun sjá bandaríska hernum fyrir háþróaðri tölvu- tækni. Búist er við, að þetta mál muni valda miklum deilum í Svíþjóð. Sænska blaðið Expressen skýrði frá því nú í vikunni, að á bak við þetta mál væri sænski Síminn, sem er ríkisfyrirtæki. Á vegum hans er fjárfestingafyrirtækið Teleinvest og það á sér aftur dótturfyrirtækið Telelogic, sem keypt hefur 25% hiutabréfa í bandaríska fyrirtækinu Telesoft og er þar með stærsti eig- andinn. Telesoft er í fararbroddi hvað varðar forritunarmálið ADA og hefur bandaríski herinn fest kaup á því. Verður það notað þar sem mestrar nákvæmni er þörf. Elsa- Karin Nilsson, yfirverkfræðingur í rannsóknastöð sænska hersins, seg- ir í viðtali við Expressen, að sjálf- gefið sé, að þetta forritunarmál verði notað í geimvamaáætluninni. Tilraunir til að fá talsmenn sænska utanríkisráðuneytisins til að tjá sig um þetta mál báru engan árangur. Þjóðfylkingarinnar, sem fékk 35 þingsæti í síðustu kosningum og hefur á sinni stefnuskrá að beijast gegn glæpum og innflytjendum, sagði, að atburðir síðustu daga sýndu, að stefnumál flokksins væm ekki út í bláinn. Höfðu Le Pen og flokkur boðað til mótmælagöngu vegna hryðjuverkanna en stjórnvöld hafa bannað slíkan mannsöfnuð. Frönsk blöð skýrðu frá því í gær, að lögreglan leitaði nú fimm karlmanna og Qögurra kvenna vegna hryðjuverkanna, þar af fjög- urra bræðra Georges I. Abdallah, líbanska hryðjuverkamannsins, sem situr í frönsku fangelsi. I skoðana- könnunum, sem birtar vom í gær, kemur fram, að mikill meirihluti frönsku þjóðarinnar vill, að stjómin sýni fulla hörku í baráttunni við hryðjuverkamenn. Washington; AP/Símamynd Mannauð torg og verslanir í þessari stórverslun við Champs Elysees í París er vanalega fullt út úr dyrum allan daginn og ekki síst í hádeginu. Þessi mynd var tekin um það leyti í gær en þá var heldur dauflegt um að litast þar. Svo er nú komið, að fólk, einkum Parísarbúar, þorir varla á mannamót eða í verslanir af ótta við hryðjuverk. Reagan og Shevardn- adze á óvæntum fundi Washington, AP. EDUARD A. Shevardnadze, ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna, og Ronald Reagan, Bandarikja- forseti, áttu í gær óvæntan fund í Hvita húsinu. Var til fundarins efnt í hléi, sem varð á viðræðum þeirra Shevardnadzes og Shultz, utanrikisráðherra Banda- ríkjanna. Larry Speakes, talsmaður Hvíta hússins, sagði, að fundur þeirra Shevardnadzes og Reagans hefði verið ákveðinn með litlum fyrirvara. Sagði hann, að Reagan hefði viljað koma sínum skoðunum á Daniioff- málinu milliliðalaust á framfæri við sovéska utanríkisráðherrann. Á fundinum afhenti Shevardnadze Reagan bréf frá Gorbachev, leið- toga Sovétríkjanna. Mikil öryggis- Svíþjóð; Stefnir í verkfall ríkisstarfsmanna? varsla var við Hvíta húsið meðan á fundinum stóð og engar myndatök- ur voru leyfðar. Shultz og Shevardnadze ætluðu að halda áfram fundi sínum í gær- kvöld og þeir munu einnig ræðast við í dag, laugardag. Til fundarins var upphaflega boðað til að ræða George Shultz fyrirhugaðan leiðtogafúnd en haft er eftir bandarískum embættis- mönnum, að Daniloff-málið muni verða í öndvegi af hálfu Shultz. Hins vegar var búist við, að Shev- ardnadze myndi mótmæla brott- rekstri 25 sovéskra sendimanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Eduard Shevardnadze Lokatilboði sáttasemjara hafnað Ósló, frá Erik Liden, fréttaritara Morgnnbladsins. ÚTLIT er fyrir að til stórátaka geti komið á sænska vinnumarkaðn- um. Að undanförnu hafa farið fram viðræður milli ríkisvaldsins og opinberra starfsmanna en i gær höfnuðu flestir fulltrúar hvorra tveggja lokatilboði sáttasemjara. Ef ekki verður breyting á um helgina má búast við að ríkisvaldið grípi til verkbannsboðana snemma í næstu viku og að atvinnulífið lam- ist í verkföllum og verkbönnum fljótlega eftir mánaðamótin. Loka- boð sáttasemjara var um 8% kauphækkun en í gærkvöld var þó búist við að Kjell-Olof Feldt, fjár- málaráðherra, reyndi að fá sátta- nefndina til að halda áfram störfum. Fulltrúar háskólamenntaðra manna í þjónustu ríkis og sveitarfé- laga, að undanskildum læknum, voru þeir einu, sem samþykktu til- boð sáttasemjara. Læknar voru í verkfalli í maí í vor og segjast nú tilbúnir i slaginn aftur þar sem verkfallssjóðir þeirra hafi fltnað vel í sumar. Samtök vinnuveitenda í Svíþjóð segja, að komi til kaup- hækkana hjá ríkisstarfsmönnum muni þær ganga yfir allt atvinnulíf- ið. Um það væru ákvæði frá því í samningunum í vor. 18. skákin í bið: Karpov með betra tafl Leningrad, AP. ÁTJÁNDA skákin í einvíginu milli þeirra Kasparovs og Karpovs fór í bið í gær og hef- ur Karpov, sem er með svart, vænlegra tafl. Skáksérfræðingum ber saman um, að Kasparov hafl verið komin með mjög góða stöðu snemma í skákinni en henni hafí hann síðan glutrað niður með ónákvæmum leikjum. Staðan í einvíginu er nú sú, að Kasparov hefur 9,5 vinn- inga en Karpov 7,5. Sex skákir eru eftir auk þessarar og nægir Kasparov að halda jöfnu samtals til að halda heimsmeistaratitlin- um. Sjá biðstöðuna á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.