Morgunblaðið - 20.09.1986, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1986
fclk í
fréttum
DÝR í
FRÉTTUM
*
Oðinn og Þór eru öðru-
vísi en önnur ljón
Sá
stóri
sem
náðist
Þetta er hann Helgi Páll 9
árameð 17 pundarann úr
Leifsstaðahylnum í Selá
sem hann veiddi í ágúst sl.
Enginn fullorðinn var
nærstaddur og var þetta
stærsti laxinn sem hollið
fékk.
Vinir Helga Páls, Jói og
Jarri, hjálpuðu við að
landa.
Pað vakti talsverða athygli þeg-
ar fjölgaði í ljónagryfjunni í
dýragarðinum í Jóhannesarborg á
dögunum.
Litlir Ijónsungar eru reyndar allt-
af athygli verðir, en þessir tveir
líktust ekki foreldrum sínum nema
að takmörkuðu leyti. Vaxtarlagið
og eyrun voru reyndar í réttum hlut-
föllum, en litlu hnoðramir voru
mjallahvítir og svoleiðis Ijón fæðast
ekki á hveiju degi, jafnvel ekki í
Suður-Afríku, þar sem hvíti liturinn
er í hávegum hafður á kostnað þess
svarta.
En albínóar hafa aldrei áður
fæðst ófrjálsri ljónynju, svo vitað
sé, og tóku dýrafræðingar því að
rannsaka fyrirbærin af miklum
móð. Þeir hafa nú kveðið upp úr
um það, að ungamir verði hvítir
það sem eftir er ævinnar og verður
eflaust tilkomumikið að sjá til þeirra
er þeim vex fiskur um hrygg.
Móðirin kunni því miður ekki að
meta þessa sérstæðu syni sína og
varð að fjarlægja þá úr hennar
umsjá svo hún færi þeim ekki að
voða. Tók Qölskylda dýragarðseig-
andans krílin að sér og nú em þeir
bestu vinir dótturinnar á heimilinu,
sem heitir Lynne og er ellefu ára.
Ljónshvolpamir hafa hins vegar
hlotið hin veglegu heiti VVotan og
Thor, eða réttara sagt Óðinn og
Þór samkvæmt goðafræði nor-
rænna manna. Una þeiri Óðinn og
Þór nú hag sínum hið besta þar
suðurfrá, alsælir í Ijónaleikjum og
öldungis ómeðvitaðir um að þeir em
einir sinnar tegundar í heiminum.
Litlu Ijónsungamir eru komnir
í örugga umsjá Lynne, dóttur
dýragarðseigandans, þar sem
móðir þeirra hafði ekki smekk
fyrir óljónslegu útliti sonanna.
Öðrum þykja þeir ekkert síður
sætir en annað ungviði og svo
eru þeir einstakir í sinni röð.
Herrey-fjölskyldan áður
en brestir komu í
samheldnina. Konan í
miðjunni heitir Linda og
er eiginkona elsta
bróðurins.
„Mótlætið hefur
styrkt okkur,“ segir
elsti .
Herrey-bróðirinn,
Per. Hér sést hann
með Gerði móður
sinni, sem nú hefur
horf ið að
ræstingastörfum í
Bandaríkjunum.
Svo bregðast
krosstré...
„Það er erfitt að trúa þessu upp
á hann pabba, sem alltaf var svo
góður,“ segja Herrey-bræður um
framkomu föður síns, Willies, sem
nú fer huldu höfði hjá vinafólki
í Sundsvall og reynir að finna
sjálfan sig í leiðinni.
við tvítuga mormóna-stúlku hinum
megin við sundið, í Svíþjóð, og
hefur ekki sést síðan, frekar en
sjóðirnir sem hann var settur yfir.
Sú sænska yfírgaf hann reyndar
fljótlega, en skaðinn var skeður.
Móðirin, Gerður, hefur nú tekið
til við barnfósturstörf hjá ríkri fjöl-
skyldu vestur í Ameríku til þess
að eiga fyrir salti í grautinn og
munu það vera nokkur viðbrigði
fyrir Gerði eftir Qörutíu ára far-
sælt hjónaband, að fara út á
vinnumarkaðinn með þessum
hætti.
Af bræðrunum er það að frétta
að þeir hafa nú ráðið sér nýjan
umboðsmann, tekið gildi föður-
legrar forsjár til gagngerrar
endurskoðunar og eru í þann mund
að leggja upp í nokkurra mánaða
hljómleikaferðalag um Suður-Pjón,
þar sem þeir eiga enn fjölda aðdá-
enda.
vera umboðsmaður þeirra. í blaða-
viðtölum var einmitt lögð mikil
áhersla á það hver styrkur þeim
bræðrum væri af foreldrum sínum,
svo og af mormónatrúnni, sem fjöl-
skyldan játar.
En Adam var ekki lengi í
Paradís. Fljótlega fór eftirspumin
eftir Herrey-drengjunum að
minnka og nú er svo komið að eina
landið, sem þeir eiga einhveijum
vinsældum að fagna í, er Danmörk.
Þar eru þeir líka með afbrigðum
vinsælir, svo að þeir mega vart
fara út fyrir hússins dyr án þess
að æpandi aðdáendur drífi að.
Þeir ættu því að geta lifað þokka-
lega á vinsældum sínum meðal
Dana og síðast en ekki síst öllum
milljónunum sem þeim söfnuðust
í skammvinnu en ábatasömu góð-
æri.
En Willy, föður drengjanna,
hafði einhvers staðar á leiðinni
láðst að hafa í heiðri þau gildi sem
hann henti hvað ákafast á lofti
meðan hann baðaði sig í sviðsljósi
sonanna.
Sjóðirnir voru því hér um bil
tómir þegar til átti að taka og til
að kóróna allt saman, greip grái
fiðringurinn þann gamla þvílíkum
heljartökum að hann tók saman
Eflaust muna fáir eftir hinum
sætu sænsku Herrey-bræðr-
um, sem unnu Evrópusöngva-
keppnina árið 1984 með hinu mjög
svo auðgleymanlega lagi „Diggi lo
Diggi lei“.
Bræður þessir voru afar snyrti-
legir ungir menn og ekkert við það
að athuga nema síður sé. Hins
vegar voru menn ekki á eitt sáttir
um tónlistarlegt gildi framlags
þeirra, en slíkar vangaveltur hafa
nú hingað til ekki vegið þungt
þegar þessi keppni er annars veg-
ar, eins og okkur Islendingum
ætti að vera fullkunnugt.
Eftir sigurinn í söngvakeppninni
tóku tilboðin og jafnframt pening-
arnir að streyma til bræðranna
þriggja. Þar sem fjölskyldan var
með eindæmum samhent tók faðir
piltanna snemmendis að sér að