Morgunblaðið - 20.09.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.09.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1986 17 Fáein orð nni blómlauka Túlípanabreiða Nú er rétti tíminn til að hugsa fyrir vorinu. Svo er sagt að Hollendingar, mesta blómlaukaþjóð í heimi, geri orð sem þessi að einkunnarorðum sínum þegar hausta tekur. Og vissulega eru þau í tíma töluð því ef við ætlum okkur að njóta ánægjunnar af fegurð og litskrúði blómlaukanna veitir ekki af að hafa tímann fyrir sér. Blómlaukar eru afar fjölbreyti- legir og tegundir óteljandi — og alltaf er eitthvað nýtt og spenn- andi að bætast við. Þeir sem þegar hafa náð einhveijum árangri á ræktunarbrautinni reyna vitan- lega að komast yfir eitthvað fágætt og nýstárlegt — en byij- endur halla sér venjulega að þrautreyndum tegundum svo sem páskaliljum, túlípönum, krókusum og ýmsum smálaukum sem harð- gerðastir eru og auðveldastir í rætkun. Besti gróðursetning- artíminn er talinn vera september- BLÓM VIKUNNAR 21 Umsjón: Ágústa Björnsdóttir mánuður og framanaf október því allflestum laukum þarf að ætla góðan tíma til þess að mynda rætur áður en veður harðna. Nær undantekningarlaust njóta blóm- laukar sín best í þyrpingum (ekki í einföldum röðum) og ætti ekki að láta færri en 3—5 í hveija holu og í mörgum tilfellum allt upp í 15—20 ef efni og ástæður leyfa. Smálaukar mynda mjög fallegar breiður með tímanum, en til þess að svo verði þarf að setja þá all þétt í byijun. Notið ekki plöntupinna við gróðursetningu lauka. Besta aðferðin við það er sú, að grafa hæfilega djúpa og víða holu með stunguskóflu, losa vel moldina í botni holunnar svo að moldin verði laus og létt og raða síðan laukunum í hana með hæfilegu millibili, án þess að þrýsta þeim ofan í moldina. Til þess að veija moldina sveppum, sem stundum vilja sækja á þá, er ráð að sáldra ofurlitlu af efninu BRASSICOL (eða Eu paren) í hvetja holu. Þegar moldin hefur verið sett yfir laukana má strá yfir hana ögn af garðáburði. Gróð- ursetningardýpt laukanna fer að mestu leyti eftir stærð þeirra. Aiþekkt og auðveld regla í því máli er sú, að ofan á lauknum eigi að vera moldarlag sem svarar þrefaldri hæð lauksins. Dæmi: Ofan á lauk sem er 4 sm á hæð á að leggjast 12 sm þykkt moldar- lag. Þess ber og að gæta að undir botni lauksins sé a.m.k. 10 sm djúp gróðurmold vel unnin og laus. Flestir blómlaukar eru fjölærir, þó skyldi fara varlega í að treysta túlípönum í því efni, þeir geta átt það til að blómstra aðeins einu sinni, einkum ef þeir eru mjög kynbættir. En svo geta þeir líka blómstrað ánim saman ef sá gáll- inn er á þeim. Páskaliljur og margar fleiri tegundir fjölga sér hins vegar svo mjög að nauðsyn- legt er að stinga hnausana upp og grisja þá á nokkurra ára fresti. Meira um lauka í næstu þátt- um. 11 1 — Erum að fá undratækið 3JA DYRA, 5 DYRA OG 4RA DYRA SEDAN. — Betri bfll j munvaria bjóðast Gerið ekki bílakaupin í ár fyrr en þið hafið séð undratækið INGVAR HELGASON sýningarsalurinn v/Rauöageröi sími 33560. HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.