Morgunblaðið - 20.09.1986, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1986
Kaupmannahöf n:
Spennan aftur vax-
andi við Austurbrú
Hústökumenn fá stuðning
og hvatningu erlendis frá
Kaupmannahöfn, frá fréttaritara Morgunblaðsins, Ib Björnbak.
SPENNAN fór aftur vaxandi í
gær milli hústökumanna og lög-
reglu í Kaupmannahöfn. Lög-
reglumenn standa nú vörð allt í
kringum götuvígin við Austur-
brú og stöðva alla, sem fara um
þau. Einn maður var handtekinn
fyrir að bera á sér vopn ólöglega
og annar maður, sem er Þjóð-
verji, var einnig handtekinn. Til
eiginlegra átaka hafði þó ekki
komið síðdegis í gær.
Ljóst er, að hústökumenn fá
stuðning og hvatningu frá erlendum
aðstoðarmönnum. Þannig var ráðizt
á dönsku ræðismannsskrifstofuna í
Amsterdam í gær undir slagorðun-
um: „Hústökumenn láta til sína taka
á ný.“ Rúður voru brotnar í skrifstof-
unni og sýru hellt þar inn. Var því
borið við, að hollenzkum manni hafði
verið vísað burt frá Danmörku.
Hústökumenn á Ryes-götu við
Austurbrú hafa hafnað tilboði um
sjálfstæðan sjóð, sem ætti hús það,
þar sem þeir hafa-búið ókeypis und-
anfarin þrjú ár. Þeir krefjast þess
að borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn
taki við húsinu og fái þeim það svo
aftur til umráða. Þeir vilja ekki
greiða húsaleigu, aðeins fyrir ljós,
hita og vatn, sem þeir hafa þó ekki
viljað borga fyrir hingað til.
Nú óttast margir að til alvarlegra
átaka komi um helgina, sem sett
geti allt hverfið í bál og brand. Miklu
magni af bensíni hefur verið safnað
saman við götuvirkin. Áður hafa
hústökumenn sýnt, að þeir eru ekki
hræddir við að gripa til svæsinna
meðala gegn lögreglunni. Er átökin
hópfust sl. sunnudag, köstuðu þeir
t.d. bensínsprengjum (mólotov-
kokkteilum) og gijóti í lögregluna.
Deilan er því óleyst. Enn ríkir
mikil spenna og með öllu óvíst, hvort
komið verður í veg fyrir frekari átök
næstu daga.
Ráðstefnu Gatt-ríkja í Uruguay lokið:
Deilan við hústökumenn við Austurbrú i Kaupmannahöfn fór aftur
harðnandi í gær. Var talið, að allt gæti farið þar í bál og brand á ný
um helgina. Mynd þessi er af þremur hústökumönnum, en þeir hafa
gjarnan hettur yfir höfði sér, svo að ekki verði borin kennsl á þá.
Niðurgreiðslur í landbúnaði
verða á dagskránni í Genf
Punta del Este, AP.
SENDINEFNDIR þeirra 92 ríkja, sem aðild eiga að GATT-samkomu-
laginu um tolla og viðskipti hafa orðið sammála um ályktun varðandi
niðurgreiðslur í landbúnaði. Sú ályktun verður lögð til grundvallar
samningaviðiæðum um alþjóðaviðskipti í Genf. Þær viðræður munu
að öllum líkindum hefjast i október, að sögn Hannesar Hafstein,
sendiherra íslands í Genf, sem situr fundinn í Punta del Este í Uru-
guay. í gær var beiðni Sovétmanna um þátttöku í Genfar-ráðstefn-
unni hafnað.
Gengi
gjaldmiðla
London, AP.
BANDARÍKJADALUR féll í gær
gagnvart öllum helstu gjaldmiðl-
um heims. Verð á gullúnsu rauk
upp um rúma tíu dollara. Breska
sterlingspundið vann á gagnvart
dal og kostaði 1,4765 dali
(1,4715) við lokun markaða.
Gengi annarra helstu gjaldmiðla
var á þann veg að dalurinn kost-
aði: 1,9855 vestur-þýsk mörk
(1,9975), 1,6020 svissneska franka
(1,6155), 6,5025 franska franka
(6,7600), 2,2470 hollensk gyllini
(2,2555), 1.373,50 ítalskar lírur
(1.386,25) og 1,3880 kanadíska
dali (1,3870).
í viðtali við Morgunblaðið sagði
Hannes Hafstein að ráðstefnan í
Uruguay væri fyrst og fremst hald-
in til að undirbúa viðræðumar í
Genf. Árangur þeirra viðræðna
myndi hins vegar ekki verða ljós
fyrr en eftir fjögur ár. Aðspurður
sagði hann deilur um jöfnuð í við-
skiptum og þjónustustarfsemi ekki
fyllilega leystar en taldi líklegt að
einhvers konar samkomuiag myndi
liggja fyrir í lok ráðstefnunnar.
Kvað hann sendinefndirnar í Uru-
guay sammála um nauðsyn þess
að tryggja viðskiptafrelsi og koma
í veg fyrir innflutningshöft. Hinn
hagstæði viðskiptajöfnuður Japana
við útlönd hefur vakið deilur í Punta
del Este en talið er að hagnaður
þeirra af viðskiptum við útlönd
muni nema 100 milljörðum Banda-
ríkjadala á þessu ári.
Sendinefnd Tékkóslóvakíu bar
fram beiðni Sovétmanna um þátt-
töku í Genfar-ráðstefnunni og var
henni snarlega hafnað. Fulltrúar
Bandaríkjanna og ríkja Vestur-
Evrópu töldu að hið miðstýrða
hagkerfí Sovétríkjanna myndi reyn-
ast ósættanlegt við það grundvall-
armarkmið GATT-samkomulagsins
að tryggja frelsi í viðskiptum.
I gær náðist samkomulag um
orðalag ályktunar um niðurgreiðsl-
ur í landbúnaði. Önnur ríki Evrópu-
bandalagsins þrýstu mjög á Frakka
að fallast á að sá málaflokkur yrði
tekinn til umræðu í Genf. EB-ríkin
hafa gagnrýnt Frakka vegna niður-
greiðslna þeirra á útfluttum land-
búnaðarafurðum. í ályktuninni
segir að beinar og óbeinar niður-
greiðslur í landbúnaði verði ræddar
en ekki er minnst sérstaklega á
útflutning.
Ennfremur hafa nefndir nokk-
urra ríkja samþykkt að taka
þjónustustarfsemi svo sem banka-
rekstur og fjarskipti til umræðu á
vettvangi GATT. Þegar síðast frétt-
ist var unnið að tillögum, sem gera
myndu þróunarríkjum kleift að
vemda eigin þjónustuiðnað gegn
samkeppni frá iðnríkjum. Brasilíu-
menn og Indveijar óttast að iðnríkin
muni sölsa undir sig þjónustumark-
aðinn í krafti auðs og þekkingar
ef viðskipti á því sviði verða gefin
algerlega fijáls. Hannes Hafstein,
sendiherra íslands í Genf, telur
líklegt að sérstakar umræður muni
fara fram um þjónustuiðnað. Hann-
es sagði ennfremur að núgildandi
reglur GATT-samkomulagsins um
tolla og viðskipti yrðu ekki látnar
taka til þjónustuiðnaðar heldur
myndu sérstakar reglur verða sett-
ar um þessa grein viðskipta.
GATT-ráðstefnunni í Uruguay
lauk formlega í nótt en þess er
vænst að fundir muni fara fram
fyrir luktum dyrum allt fram á
sunnudagskvöld.
Ekki ber á öðru en að Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, sé við
bestu heilsu. Mynd þessi var tekin af honum í gær er blómsveigur
var lagður að minnismerki um Lenín í borginni Krasnodar skammt
frá Svartahafi.
Var Gorbachev
sýnt banatilræði?
ÞRÁLÁTUR orðrómur er á kreiki í Moskvuborg um að reynt hafi
verið að ráða Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna, af dögum.
Þann 20. ágúst fór Gorbachev í frí til Svartahafsins og enn hefur
hann ekki snúið aftur til Moskvu.
Finnska dagblaðið Hufudstads-
bladet skýrði nýlega frá því að sögur
um tilræði við Gorbachev gengju
manna á milli í Moskvu. Blaðið hafði
þetta eftir ónafngreindum heimildar-
mönnum og vestrænum kaupsýslu-
mönnum, sem nýlega höfðu ferðast
til Sovétríkjanna.
Orðrómur sem þessi er ekki áður
óþekkt fyrirbrigði en Hufudstads-
bladet segir hann sérlega þrálátan
í þetta skipti.
Sagan segir að reynt hafí verið
að ráða Sovétleiðtogann af dögum
fyrir tæpum þremur vikum en menn
eru ekki samhljóða um hvort tilræð-
ismanninum tókst, qð framkvæma
ætlunarverk sitt. í einni útgáfu sög-
unnar er sagt að eiginkona Gorbach-
evs hafi særst í árásinni.
Blaðið segir bandarískan blaða-
mann hafa reynt að fá stjómvöld
eystra til að tjá sig um orðróminn
en fátt hafí orðið um svör.
Á miðvikudag skýrði breska út-
varpið BBC frá sögusögnunum í
Moskvuborg.
Parísarbúar reið-
ir og óttaslegnir
vegna hryðjuverka
París, eftir Thomas Campbell, fréttaritara AP.
HRYÐJUVERKAHERFERÐIN gegn Frökkum, sem nær frá vinstri
bökkum Signu til Beirút, hefur vakið bæði ótta og reiði í París.
Parísarbúar eiga það sammerkt með frönskum yfirvöldum að þeir
tala um lítið annað en hvaða aðgerða skuli gripið til gegn hryðju-
verkamönnum.
Frakkar eru nú helstu fóm-
arlömb hryðjuverkamanna frá
Miðausturlöndum. Sprengjur
springa í verslunum í París, í Beirút
eru framin morð, franskar friðar-
gæslusveitir í suðurhluta Líbanon
verða fyrir stöðugum árásum og
ekki virðist sjá fyrir endann á máli
franskra gísla þar í landi.
Mælirinn er fullur
„Ég hygg að flestir Frakkar
hugsi eins og ég. Mælirinn er full-
ur,“ segir Bruno Lehegarat vínsölu-
maður. „Fólk er hrætt, það óttast
innflytjendur og fyllist smátt og
smátt kynþáttafordómum. Að minni
hyggju ætti stjómin að loka landa-
mærunum og reka útlendingana úr
landi."
Morðárásir á franska hermenn
og frönsku gíslamir í Líbanon hafa
verið í forsíðufréttum dagblaðanna.
En miklar sprengingar í miðborg
Parísar - átta hafa látið lífíð og 150
særst síðan 8. september - færðu
átökin inn fyrir bæjardyrnar.
Á fimmtudag var franskur her-
málafulltrúi myrtur fyrir utan
franska sendiráðið í austurhluta
Beirút.
Lítt þekkt og skuggaleg samtök
hóta grimmilegri árásum ef Frakk-
ar sleppa ekki dæmdum hryðju-
verkamönnum úr haldi og breyta
stefnu sinni í málefnum Miðaustur-
landa.
Ekki eru nema tveir mánuðir
liðnir síðan fréttaskýrendur töldu
að Jacques Chirac forsætisráðherra
væri þeirrar hyggju að leysa ætti
hryðjuverkamanninn Georges Ibra-
him Abdallah úr haldi til að koma
í veg fyrir að stuðningsmenn hans
gerðu alvöru úr hótunum sínum um
að hrinda af stað öldu hryðjuverka
í september.
Eftir sprengingar undanfarinna
daga eru menn sammála um að
Chirac hefði ekki átt að láta Abd-
allah lausan og forsætisráðherrann
segir að Frakkar eigi ekki að láta
þvinga sig.
„Eg vill láta má þessi tvö lönd,
Líbýu og írak, af hnettinum," segir
Michele Voge, þar sem hann bíður
eftir viðskiptavinum í loðfeldaversl-
un skammt frá Champs Elysées.
„Hver er tilgangurinn með því að
búa yfír miklum herstyrk þegar
má ekki nota hann.“
í könnun, sem birtist í dagblaðinu
France-Soir í gær kveðast 83 af
hveijum hundrað Frökkum vera
hlynntir hertum aðgerðum gegn
hryðjuverkastarfsemi og 77 af
hundraði vilja að dauðarefsing verði
tekin upp að nýju. Hún var afnum-
in 1982.
Aftur á móti voru 32 af hundr-
aði þeirrar hyggju að grípa ætti til
hemaðarlegra aðgerða gegn
ríkjum, sem styðja hryðjuverkasam-
tök.
Lögregluþjónar standa nú á
hveiju götuhomi í París og verðir
leita í töskum og á fólki fyrir utan
leikhús, kvikmyndahús, veitinga-
staði og stórmarkaði. Og viðskipta-
vinum hefur fækkað mikið.