Morgunblaðið - 20.09.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEFfEMBER 1986
35
—
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
Læknastofa til leigu
í gamla bænum er læknastofa til leigu ásamt
biðstofu. Húsnæðið er nýlagfært. Hentar vel
tveimur til þremur læknum. Tilboð merkt:
„Læknastofa D — 1628“ sendist afgreiðslu
blaðsins fyrir 25. þ.m.
Til leigu
Skrifstofu- eða iðnaðarhæð við Brautarholt.
150 fm. Nýstandsett. Sanngjörn leiga.
Upplýsingar í síma 72790.
fundir — mannfagnaöir
élffS á íslandi
Aðalfundur AFS
á íslandi fyrir árið 1986 verður haldinn laugar-
daginn 4. október í menningarmiðstöðinni
Gerðubergi, B-sal, og hefst kl. 13.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Lagabreytingar.
3. Önnur mál.
Við bjóðum alla félaga hjartanlega velkomna.
Stjórn AFS á íslandi.
Ættarmót
afkomenda hjónanna Sesselju Bjarnadóttur
f. 27. nóv. 1848 og Finns Gíslasonar f. 5.
ágúst 1833 verður haldið 27. sept. í Félags-
heimili Kópavogs Fannborg 2 frá kl. 14-18.
Nefndin.
húsnæöi óskast
Knattspyrnudeild KR
óskar að taka á leigu 3ja herb. íb. í Vestur-
bænum. Nánari upplýsingar um helgina í
síma 27181 milli kl. 9.00 og 17.00.
kennsla
Þýskunámskeið
Germaníu
Námskeiðin fyrir byrjendur og lengra komna
á öllum stigum eru að hefjast. Innritað verð-
ur á kynningarfundi í Árnagarði, Háskóla
íslands, stofu 201, mánudaginn 29. sept-
ember kl. 20.30.
Upplýsingar eru einnig veittar í síma 13875
um miðjan daginn og í síma 13827 kl. 18-22.
Stjórn Germaníu.
l Þýskukennsla fyrir börn
7-13 ára
verður haldin á laugardögum í vetur. Innritun
fer fram laugardaginn 27. september kl.
10.00-12.00 í Hlíðaskóla (inngangur frá
Hamrahlíð).
Germanía.
tilboö — útboö
Bílakaup
Áætlað er að kaupa 120 bíla fyrir ríkisstofn-
anir árið 1987. Lýsing á stærðum og
útbúnaði bílanna er að fá á skrifstofu vorri
og þurfa þeir bifreiðainnflytjendur, sem vilja
bjóða bíla sína, að senda verðtilboð og aðrar
upplýsingartil skrifstofunnar fyrir 24. okt. nk.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
Borgartúni 7, simi 26844.
Bílaleiga
Óskum eftir tilboðum í leigu á bílaleigubílum
fyrir ríkisstofnanir í næstu 12 mánuði.
Utboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri og
verða tilboð sem berast opnuð kl. 11.00 f.h.
8. október 1986.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
Borgartúni 7. sími 26844.
Vígsla Hallgrímskirkju:
Mótettukórinn rekur
brátt smiðshöggið á
tónlistarundirbúning
Æfingar eru nú í fulium gangi
hjá Mótettukór Hallgríinskirkju
og hófust reyndar óvenju
snemma á þessu hausti vegna
mikilla anna framundan. Stafa
þær af vígslu Hallgrímskirkju
sem ráðgerð er sunnudaginn 26.
október næstkomandi og tón-
leikahaldi í framhaldi af henni.
Morgunblaðið ræddi stuttlega
við Hörð Askelsson organista
kirkjunnar og stjórnanda Mót-
ettukórsins. Var hann í fyrstu
spurður hvaða hlutverki kórinn
ætti að gegna í vígslunni:
„Vígslan hefst klukkan 10.30 á
sunnudagsmorgni og gerum við ráð
fyrir að kirkjan verði þá fullskipuð.
í athöfninni verða eingöngu sungn-
ir sálmar Hallgríms Péturssonar og
vinnur Þorkell Sigurbjörnsson nú
við að útsetja þá fyrir safnaðarsöng
með aðstoð orgels, blásara og
strengja. Tónlist vígslunnar verður
fyrst og fremst þessi og hlutverk
kórsins verður að leiða hinn al-
menna safnaðarsöng. Síðan verður
fluttur Introitus eftir Áskel Másson
við vers úr Davíðssálmum. Onnur
tónverk sem samin hafa verið í
tengslum við vígslu Hallgríms-
kirkju, eða er verið að semja, verða
flutt á sérstakri tónlistarhátíð síðar
á vígsluárinu, en við stefnum að
því að hafa tónlistarlífíð sérstaklega
fjölbreytt næstu misserin. Má nefna
til dæmis mótettur eftir Gunnar
Reyni Sveinsson og Jón Nordal.
Spenntur að heyra
hljómburðinn
Síðdegis verður síðan presta-
stefnan sett í Hallgrímskirkju og
flytjum við þá eina af kantötum
Bachs sem er fyrir kór, einsöngvara
og hljómsveit. Er það kantata nr.
69 „Lobet den Herren meine Seele"
og meðal einsöngvara verða Margr-
ét Bóasdóttir og Kristinn Sig-
mundsson. Þessi athöfn verður
öllum opin og má segja að þarna
gefist fyrsta tækifærið til að heyra
tónlistarflutning í Hallgrímskirkju.
Síðan má nefna að mánudagskvöld-
ið 27. október verður sungin hin
árlega Hallgrímsmessa, á dánar-
degi Hallgríms Péturssonar, messa
sem hér hefur verið sungin þennan
dag í 40 ár og við viljum halda
þeirri hefð áfram.“
Er liægt að segja eitthvað um
hljómburð kirkjunnar nú þegar
búið er að rífa svo mikið af
vinnupöllunum þótt hún sé ekki
fullbúin?
„Það er kannski ennþá of
snemmt en okkur líst þannig á að
hann verði góður. Ótal mörg atriði
hafa áhrif á hljómburðinn, efnið í
sætunum, hversu margt fólk er við-
statt og svo framvegis en við erum
orðin mjög spennt að heyra hvemig
hljómburðurinn verður."
Hvað tekur svo við hjá kórnum
eftir vígsluhátíðina?
„Við erum á fullu við æfingar á
Requiem eftir Mozart. Við ráðger-
um að flytja verkið um helgina 22.
Smám saman er hægt að þreifa sig áfram með hvernig hljómburður-
inn reynist í kirkjunni en það kemur ekki endanlega í Ijós fyrr en
á vígsludaginn.
til 23. nóvember að minnsta kosti
tvisvar sinnum. Requiem Mozarts
er ein þekktasta óratóría sem um
getur, vinsæl og oft flutt og hefur
nokkruin sinnum verið flutt hér-
lendis.
Verkið er samið fyrir kór, ein-
söngvara og hljómsveit um 30
hljóðfæraleikara. Einsöngvarar
verða Sigríður Gröndal, Sigríður
Ella Magnúsdóttii', Kristján Jó-
hannsson og Kristinn Sigmunds-
son.“
Magnþrungið verk
Hörður segir að þetta sé viða-
mesta verkefni sem hann hafi
ráðist í hérlendis og feikilega
spennandi að glíma við.
„Það má segja að eins konar
ævintýraljómi sé yfir þessu verki
en Mozart samdi það sem kunnugt
er að beiðni dulbúins útsendara
Walseggs greifa, sem ætlaði að
flytja það sem eigin tónsmíð eftir
látna eiginkonu sína. En Mozart
lést frá verkinu hálfkláruðu og í
því eru síðustu tónar sem þessi
snillingur festi á blað. Einn nem-
enda hans Franz Xaver Sussmayr
lauk því. Sú staðreynd að þarna var
Mozart í raun að semja sína eigin
sálumessu gerir verkið mjög magn-
þrungið og víst er að veikindi hans
og andlegt ástand hafa sett spor
sín á það. Þessi sálumessa og sagan
kringum hana er mikilvægur og
áhrifamikill þáttur í kvikmyndinni
Amadeus sem fór mikla sigurför
um allan heim í fyrra.“
Mótettukór Hallgrímskirkju er
nú fullskipaður og stærri en
nokki-u sinni fyrr, tehir alls um
60 manns. Auk þessara verkefna
sem nefnd hafa verið og eru liin
viðamestu tekur kórinn þátt i
sérstökum tónlistarflutningi i
hátíðarguðsþjónustum í
Hallgrímskirkju og öðrum við-
burðum sem skipulagðir eru í
samvinnu við Listvinafélag
Hallgr ímskir kj u.