Morgunblaðið - 20.09.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.09.1986, Blaðsíða 48
Vaknaði við umganginn ÞEGAR maður nokkur í Skipholti í Reykjavík lagðist til svefns í stof- unni heima hjá sér snemma í gærkvöld gleymdi hann potti á heitri eldavélarplötu. Á meðan hann svaf brann illilega við í pottinum og þegar reyk fór að leggja út um eldhúsgluggann hringdu nágrannamir á Slökkvilið Reykjavíkur. Reykkafarar úr liðinu fóru inn um svalahurð bakdyramegin og fundu manninn, sem vaknaði við umganginn. Var óttast að hann hefði fengið reykeitrun og var hann því fluttur í sjúkrabíl á slysadeild Borgarspítal- ans. Þar kom í ljós að maðurinn kenndi sér einskis meins. Skemmdir urðu ekki í íbúðinni nema af reyk. .Þrír sluppu ómeiddir BETUR fór en á horfðist þegar komið var á slysstað á mótum Vesturlandsvegar og Þverholts í Mosfellssveit um níuleytið í gær- kvöld. Þar lenti saman vélhjóji og fólksbfl af gerðinni Subaru. Öku- maður vélhjólsins og tveir karl- menn úr fólksbílnum voru fluttir á slysadeild en reyndust ekki meiddir. Farartækin eru hins veg- %ar talsvert skemmd. BILAKIRKJUGARÐURINN VIÐ SUND Morgunblaðið/Ami Sæberg Morgunbluðið/Jón Ásgcir Sverrisson Hrópuðu bravo, bravo „KRISTJÁN Jóhannsson er söngvari sem öll óperuhús væru stolt af og undir þá skoðun tóku hrifnir óperugestir á miðviku- dagskvöldið," segir gagnrýnandi dagblaðsins Daily News í New York um frumraun Kristján Jó- hannssonar hjá New York City- óperunni. Margir voru til að fagna söngv- aranum að lokinni sýningu. Hér má sjá hann skála við unnustu sína, Sigurjónu Sverrisdóttur og móður sína, Fanney Oddgeirs- dóttur. Sjá nánar viðtal við Kristján og umsögn gagnrýnanda á bls. 3. Stóraukin samkeppni á sviði útvarps- og sónvarpsreksturs: Sjónvarpið og rás 2 lengja dagskrána Bylgjan og Stöð 2 ætla að svara samkeppninni RÍKISÚTVARPIÐ kynnti í gær svör stofnunarinnar við sam- keppni einkastöðvanna tveggja, útvarpsstöðvarinnar Bylgjunnar og sjónvarpsstöðvarinnar Stöðv- ar 2. Forráðamenn einkastöðv- anna ætla að svara í sömu mynt og virðist vera framundan lífleg samkeppni á sviði útvarps- og sjónvarpsreksturs i landinu. Fyrirhugaðar eru ýmsar breyt- ingar á dagkrá Ríkisútvarps-sjón- varps í ljósi hinnar auknu samkeppni. Á fundi utvarpsráðs í ■Flugleiðir: Áætlunarflugi hætt milli Alsír og Frakklands FLUGLEIÐIR hætta á mánudag- inn áætlunarflugi milli Alsir og Frakklands, sem félagið hefur jstundað fyrir Air Algerie í sum- ar. Þetta er um viku fyrr en áætlað var samkvæmt samningi félaganna. Tvær flugvélar voru notaðar í þetta verkefni. Ástæðan er sú, að sögn Sæmund- ar Guðvinssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, að eftir að Frakkar gerðu það að skilyrði að borgarar ríkja utan Evrópubandalagsins væru með vegabréfsáritun til Frakklands, hef- ur farþegum á þessari leið fækkað svo mjög, að ekki er iengur grund- völlur fyrir reglulegum áætlunar- ferðum. Á miðvikudag barst skeyti til Flugleiða hér heima frá Air Al- gerie, þar sem óskað var eftir að fluginu yrði hætt frá og með næsta mánudegi. Sæmundur Guðvinsson sagði að í skeytinu hefði verið tekið fram að vonast væri til að fulltrúar félaganna gætu fljótlega hist í París eða Algeirsborg til að ræða sam- skipti Flugleiða og Air Algerie, sem hefðu verið mjög ánægjuleg. Áætlunarflugið var samkvæmt sérstökum „rammasamningi" Flug- leiða og Air Algerie frá í vor. Vonir stóðu til af hálfu Flugleiða, að því er fram kom á sínum tíma, að þetta verkefni gæti staðið í allan vetur. gær voru drög að nýjum ramma fyrir dagskrá sjónvarps samþykkt og eru helstu nýmæli í þeim breyt- ingum að aðalfréttatími Sjónvarps verður færður fram um hálftíma og eins mun dagskrá Sjónvarps heíjast laust fyrir kl. 18.00 í stað 20.00, eins og verið hefur til þessa. Þá var á fundi ráðsins samþykkt sú tillaga að fela útvarpsstjóra að kanna möguleika á útsendingu rás- ar 2 allan sólarhringinn. Jafnframt var samþykkt að rás 2 muni senda út efni milli 12.00 og 14.00 frá og með nk. mánudegi og verður því um samfellda dagskrá rásar 2 að ræða, en hingað til hefur rás 2 verið samtengd rás 1 á þessum tíma. Þó verður svo áfram á meðan á hádegisfréttatíma rásar 1 stend- ur. Páll Magnússon fréttastjóri Stöðvar 2 sagði að honum þætti í hæsta lagi neyðarlegt að sjónvarpið ætiaði að færa sinn aðalfréttatíma á þann tíma sem Stöð 2 hefði fyrir- hugað að vera með sínar fréttir á. Páll sagði að ekki væri hætta á öðru en Stöð 2 fyndi gott svar við þessu. „Maður leggst undir feld yfir helgina og finnur eitthvað krassandi," sagði Páll. Bylgjan hefur ákveðið að fram- vegis verði útvarpað allan sólar- hringinn um helgar, eða stanslaust frá klukkan 6 á föstudagsmorgnum til klukkan 24 á sunnudagskvöld- um. Áform eru um að útvarpa allan sólarhringinn alla vikuna frá og með áramótum. „Lenging dagskrár á rás 2 er ekki annað en viðbrögð við dagskrá Bylgjunnar, alveg eins og stofnun rásarinnar voru viðbrögð • við yfirvofandi útvarpsfrelsi," sagði Einar Sigurðsson stjórnandi Bylgj- unnar í gær. Sjá nánari fréttir á bls. 4 og 5. Baffinsland: Arnarflugs- vél missti hreyfil LÍTIL flugvél frá Arnarflugi, sem verið hefur í leiguflugi í Kanada undanfarna daga, varð fyrir því óhappi á miðvikudaginn að annar hreyfla hennar bilaði. Lenti vélin í Frobisher-flóa á Baffinslandi og hlutust engin óhöpp af biluninni, að sögn Agn- ars Friðrikssonar, framkvæmda- stjóra Arnarflugs. Það voru franskir náttúruvís- indamenn, sem tóku flugvélina - af gerðinni Cessna 402 - á leigu hér á landi eftir alþjóðlega ráð- stefnu um lífríki ianda á norður- hjara. Höfðu þeir ferðast allvíða um Grænland og norðurhéruð Kanada og voru að fljúga frá litlu byggðar- lagi við Frobisher-flóa þegar óhappið vildi til. Baffinsland er á svipaðri breiddargráðu og Ísland.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.