Morgunblaðið - 20.09.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.09.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1986 Magnús Magnús son - Minning Fæddur 18. maí 1944 Dáinn 10. september 1986 Við lékum okkur saman og ól- umst upp saman. Við ýttum hvor öðrum á hjóli og tókumst á. Við vorum bestu vinirnir, enda nánast uppeldisbræður, mæður okkar voru systur. Ein fyrsta minning mín er bund- in ferð í Skerjafjörðinn að heim- sækja Didda, eins og hann var kallaður á yngri árum, þar sem foreldrar hans bjuggu. Sumarbú- staður fjölskyldna okkar var einnig undir sama þaki uppí Þrastarskógi. Þar vorum við baðaðir í sól, — og í bala, óðum í Álftavatni, lékum okkur í skóginum, fundum hreiður, — það var mikið ævintýri. Einu sinni tókum við okkur til og sögðum grein af fallegri hríslu, — fólkið sagði það minna ævintýri. Svo fæddist Ægir bróðir Didda og fjölskylda þeirra fluttist í Auðar- strætið þar sem við bjuggum. Ægir var svo fallegt barn, að við Diddi urðum hálf ómögulegir. Ljós heims- ins hafði þokast úr stað. Tímamir breyttust og Diddi hélt í höndina á litla bróður eitt sumar á Silungapolli. Síðan fluttust þeir með mömmu sinni austur á Selfoss til Gunnu og Ólafs í Ingólfí, en Gunna var móðursystir okkar. Bagga mamma þeirra vann úti, hún sá aldrei sólina fyrir litlu hnokkun- um sínum, þeir voru miðpunktur tilveru hennar. Sveitavera, ferming og samband okkar Didda var alltaf jafn gott. Hann eignaðist bíl og saman rifum við hann í sundur í bílskúrnum hjá Sveini föðurbróður hans og hans ágætu konu í Kópavoginum. Með góðra manna hjálp náði svo tækið aftur fyrra útliti og fagurrauður geystist hann með okkur um landið. Augljóst var hvert hugurinn stefndi hjá Didda og eftir nokkur ár, m.a. í heimssiglingum hóf hann nám í bifreiðavirkjun hjá Agli Vil- hjálmssyni. Hann settist að hjá móður sinni, sem nú var flutt á Sólvallagötuna í Reykjavík og leiðir okkar lágu aftur samán. Hann var yndislegur vinur, alltaf heill og hreinskiptinn, fastur fyrir og skapríkur. Reyndar ofurvið- kvæmur innra með sér og gat átt bágt með sig með víni. Við fyrstu kynni virtist hann sjálfsagt sumum fár og dulur, en þeir sem þekktu hann áttu ekki betri vin. Foreldrar hans voru Guðbjörg Guðlaugsdóttir frá Tryggvaskála á Selfossi, sem lengi starfaði við framreiðslustörf á Hressingarskál- anum og í Valhöll á Þingvöllum og Magnús H. Magnússon, stöðvar- stjóri Pósts og síma í Vestmanna- eyjum, fv. bæjarstjóri þar og ráðherra. Árið 1967 verða mikil þáttaskil í lífí Didda. Þá kvænist hann eftirlif- andi konu sinni Svandísi Jónsdóttur ljósmóður, dóttur hinna mætu hjóna Jóns Húnfjörð Jónassonar bifreiða- stjóra á Hvammstanga og konu hans Helgu Ágústsdóttur. Jón er bróðir Guðmundar heitins Jónas- sonar, bifreiðastjóra og fjallagarps, sem allir þekkja. Maggi og Dista, eins og Svandís er kölluð, byijuðu búskap í Reykjavík, þar sem þau voru bæði við nám, en fluttust fljótt austur á Selfoss, þar sem hann átti alltaf sterkastar rætur. Til Gunnu í Ing- ólfí, sem hafði misst mann sinn, Ólaf Kristmundsson sýsluskrifara nokkru áður. Tvö börn komu í heiminn. Har- aldur, sem fæddist árið sem þau giftu sig, og Helga Björg þremur árum seinna. Eina dóttur átti Maggi áður, Höllu Jóhönnu, móðir hennar er Sigríður Austmann Jóhannes- dóttir. Ægir lýkur flugvirkjanámi og þeir bræður hefja rekstur bifreiða- verkstæðisins M.M. á Selfossi. Árið 1973 ráðast þeir í að kaupa Plastiðj- una hf. á Eyrarbakka og Maggi og Dista flytjast á Bakkann. Ægir hélt áfram rekstrinum á Selfossi, sem breyttist smám saman í Versl- un M.M., Eyrarvegi 1, hjá Ingólfí. Árið 1980 fluttu Maggi og Dista aftur að Selfossi, keyptu húseignina Tryggvagötu 22 og nokkru seinna stofnuðu bræðurnir Plastiðjuna hf. á Selfossi sem hefur sérhæft sig í frauðplastumbúðum. Plastiðjuna á Eyrarbakka seldu þeir svo stuttu síðar. Dista vann einnig með heimil- inu, fyrst sem ljósmóðir á Heilsu- gæslustöð Selfoss og nú síðustu árin sem hjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsi Suðurlands. Alltaf var jafn gaman að heim- sækja þau. Undanfarin ár lagði Maggi sérstaka rækt við garðinn á Tryggvagötunni, en hann naut þess líka að fara í golf og stangarveiði í frístundum. Bagga mamma hans gekk ekki heil til skógar síðustu árin og yndis- legt var að sjá á hve nærgætinn hátt Maggi og Dista önnuðust hana í veikindum hennar, en hún lést fyrir nokkrum árum. Maggi tók sér veikindi og lát mömmu sinnar mjög nærri. Gunna í Ingólfi lést fyrir nokkrum vikum. Hversu óendanlega þungbært getur lífíð ekki orðið á stundum. Sorgin hrannast að og kefur sálina sárum trega og söknuði. Sem leiftur eru ástvinir hrifnir á brautu og brostnu hjarta er lotið hinum heil- aga vilja. Við biðjum um náð og styrk handa eiginkonu og börnum, bróð- ur, föður og öllum ástvinum. Yndislegum frænda og vini felum við kærleiksarma móður jarðar á bökkunum við nið árinnar, sem átti hans líf. Biðjum honum líknar og eilífs friðar í Drottni Guði. Þegar ég sé fram á að þurfa að standa yfír moldum æskufélaga míns og vinar, Magnúsar Magnús- sonar, kemur svo margt upp í hugann, sem erfítt er að tjá, og svo hitt sem hvorugum okkar hefði þótt tímabært að tala um fyrr en við værum orðnir gamlir menn. Um þetta leyti eru 30 ár síðan við Magn- ús kynntumst vel. Um árabil vorum við mikið saman. Margt tókum við okkur fyrir hendur, fórum upp með ánni og niður með henni, klifum Ingólfsfjall á ýmsum stöðum og töldum okkur lenda í lífshættu. Við fórum í útilegur, stóðum saman í átökum skólalífsins og þóttumst lið- tækir í ýmsum uppátækjum bekkj- arféiaganna. Við vorum saman í svo mörgu, sem stálpaðir strákar taka sér fyrir hendur, bæði í leik og starfí. í gegnum þetta urðum við vinir og höfðum jafnvel orð á því hvor við annan að við værum góðir vinir. Vinátta er umdeilt gildi í mann- legum samskiptum. Æskuvinir þekkja þó ávallt hver annan úr öðru fólki, jafnvel þótt samfundir stijál- ist eftir því sem árin færast yfír. Þegar maður á viðkvæmu þroska- skeiði binst vináttuböndum við annan, verða þau mótandi. Þau verða hluti af uppeldisáhrifunum og skilja eftir sig óafmáanleg spor í fari manns. í fari æskuvinarins fínnum við sterkt band náins kunn- ugleika og trúnaðar, sem við síðar söknum í nýjum kynnum. Allt þetta ætlar maður við tækifæri að rifja upp og endurlifa að einhveiju leyti, því að ekki þurfa menn að verða mjög gamlir til að gleðjast af að rifja upp sameiginlegar minningar. Þá gerist hið óvænta. Slys, sem ekki er óvanalegt í augum heims- ins, ryðst inn í vináttu- og tilfínnin- gatengsl. Á því sviði virðist slysið í fyrstu breyta öllu, því að skyndi- lega blasir við, að ekkert verður endurlifað eða að fullu rifjað upp. Allt minnir þetta á hverfulleika mannlífsins, en þegar okkur sárnar sá hverfulleiki erum við líka að við- urkenna, að við þráum eitthvað sem varir. Þannig hefur Guð lagt okkur eilífðina í bijóst. Gagnvart missi æskuvinarins koma mér í hug orð, sem Pasternak leggur einni sögupersónu sinni í munn í bókinni um Zivagó lækni: „Ávallt hafa menn ályktað, að hið mikilvægasta í fagnaðarerindinu séu siðferðilegar viðmiðanir og boð- orð. í mínum augum skiptir það mestu máli, að Kristur talar í líking- um, sem teknar eru úr lífínu sjálfu, að hann útskýrir sannleikann í myndum hversdagslegs raunveru- leika. Hugmyndin að baki þessu er, að samfélag dauðlegra manna sé ódauðlegt, og að lífsheildin sé tákn- ræn vegna þess að hún hefur merkingu." Frá þessu sjónarhomi skulum við horfa á það sem orðið er og fínna þess vegna í því liðna uppbyggilega framtíðarmerkingu. Magnús Magnússon fæddist 18. maí 1944 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Guðbjörg Guðlaugsdóttir og Magnús Magnússon. Olst Magn- ús að mestu upp hér á Selfossi með móður sinni, en hún hélt heimili með sonum sínum í sambýli við Guðnínu systur sína og mann henn- ar Ólaf Kristmundsson í Ingólfí. Eftir að Magnús hafði lokið námi í Gagnfræðaskólanum á Selfossi starfaði hann um hríð hjá Kaup- félagi Ámesinga, en fór síðan í siglingar á skipum Hafskips. Bif- vélavirkjun nam hann í Reykjavík hjá Agli Vilhjálmssyni. 1967 kvænt- ist Magnús eftirlifandi eiginkonu sinni, Svandísi Jónsdóttur, og eign- uðust þau tvö böm. Þau em Haraidur Ingi og Helga Björg. Fluttust þau flótlega að Selfossi þar sem Magnús stofnsetti bifreiða- verkstæði með Guðlaugi Ægi bróður sínum. 1973 tóku þeir bræð- ur við rekstri Plastiðjunnar á Eyrarbakka, en hin síðari ár rak Magnús plastiðju hér á Selfossi. Magnús var í gerð sinni framtaks- samur, vinnusamur og góður verkmaður. Snyrtimennska og ná- kvæmni einkenndu hann bæði í störfum og einkalífí. Var hann vandvirkur og um flest vandaður í samskiptum. Hann var góðum gáf- um gæddur og hafði til að bera trausta mannkosti. Jafnan var hann vinsæll og nokkuð eftirsóttur fé- lagi, enda gleðimaður á góðri stund. Annars var hann alvömmaður og raunsæismaður, sem lét sig ekki dreyma um óraunhæfar lausnir á aðsteðjandi vanda. Ljúft er mér og skylt að vitna um trygglyndi hans og persónulegt örlæti, sem er kyn- fylgja móðurfólks hans. Ekki ætla ég hér að telja upp áhugamál og persónueinkenni Magnúsar í smáatriðum, en ég veit að félagar okkar og vinir skilja hvað ég er að fara, er ég fuilyrði, að hann hafí búið yfír ýmsu því sem gerði hann að meiru en meðal- manni í augum okkar, ýmsu því, sem vakti aðdáun og var þess hátt- ar, að við emm ríkari af að eiga þær minningar. Að leiðarlokum er ég þakklátur fyrir þessi kynni öll og skil, að mikill er missir eigin- konu og barna og bróðurins, sem svo lengi var í starfi með honum. Þeim vil ég samhryggjast og eins ástvinum og vinum öðmm. Oll skul- um við íhuga þá skynjun skáldsins, að samfélag dauðlegra manna sé ódauðlegt og að minningarnar góðu og táknrænu færi okkur með öðm heim sanninn um að lífíð hafí raun- vemlega merkingu. Sú merking var lífínu gefín af skapara þess, gjafar- anum allra góðra hluta. Honum felum við nú Magnús Magnússon á vald og biðjum þess að Guðs eilífa ljós lýsi honum. Sigurður Sigurðarson Selfossi VERKSMIÐJU Fullt hús faf góðum og fallegum fatnaði á algjöru lágmarksverði. Dæmi: Góðar buxur á 350 kr. Skór frá 250 kr. Jj£ Jogging-gallar á 1.590 kr. Pólóbolir á 40 rá 1.290 Jtsalan verður í fullum gangi út september. Og ekki þarf að óttast vöru- þurrð þótt mikið seljist því alltaf bætast við nýjar vörur.„ OdvrEFNI I H-húsið, AU-ÐBREKKU -KOPAVOGI Opið: 10-19 virka daga/10-17á laugardögum Brids Arnór Ragnarsson Bridsfélag Haf narfjarðar Sl. mánudag hófst vetrarstarfíð og var spilaður eins kvölds tvímenn- ingur í tveimur riðlum. Urslit urðu sem hér segir: A-riðill 10 para: Ólafur Gíslason — Sigurður Aðalsteinsson Andrés Þórarinsson — Hjálmar Pálsson Erla Siguijónsdóttir — Dröfn Guðmundsdóttir Magnús Sverrisson — Guðlaugur Sveinsson B-riðilI 8 para: Þórarinn Sófusson — Friðþjófúr Einarsson Kristófer Magnússon — Albert Þorsteinsson Friðvin Guðmundsson — Magjiús og eru spilarar hvattir til að fjöl- menna. Sérstök ástæða er til að benda „heimaspilurum" á að nota þetta tækifæri til að reyna sig við reynda keppnisspilara. Spilað verður í íþróttahúsinu v/Strandgötu og byijar spila- mennskan að venju kl. 19.30. Bridsfélag Reykjavíkur Vetrarvertíð BR hófst með eins kvölds tvímenningi sl. miðvikudag. Þátttaka var dræm eða einungis 14 pör. Efstu pör urðu: Stig 1. Sigurður B. Þorsteinsson — Páll Valdimarsson 190 2. Hjalti Elíasson — Sigurður Hjaltason 180 3. Stefán Pálsson — Rúnar Magnússon 175 4. Matthías Þorvaldsson — Júlíus Kristinsson 174 Meðalskor: 156 Næsta miðvikudag hefst 2ja kvölda Hausttvímenningur. Allir em velkomnir og skráð verður á staðnum. Spilað er í Hreyfilshúsinu hefst spilamennska kl. 19.30. Nk. mánudag verður sami háttur hafður á spilamennskunni og síðast og Guðlaugur Tryggvi Karlsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.