Morgunblaðið - 20.09.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.09.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1986 3 Frumraun í New York City óperunni: „Kristján Jóhannsson er söngvari sem öll óperuhús væru stolt af “ - sagði gagnrýnandi Frá Jóni Ásgeiri Sigurdssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Bandarikjunum. „Bravó, bravó,“ hrópuðu áheyrendur í New York City óperunni að lokinni fyrstu sýningu La Boheme með Krist- ján Jóhannsson í aðalkarlhlutverkinu. Það var okkar eigin Kristján sem rúmlega 3.000 manns fögnuðu svo innilega með lófataki og hrópum í glæsilegum salarkynnum óper- unnar í Lincoln Center í New York. Kristján Jóhannsson söng hlutverk Rodolfo með glæsi- brag og það fór ánægjuhrollur um mann þegar tær og þrótt- mikil tenórröddin fyllti þennan stóra sal. Þama var reyndar valinn maður í hveiju hlut- verki, svo að viðstaddir voru greinilega mjög ánægðir með sýninguna. Þessi uppfærsla á óperunni La Boheme eftir Puccini hefur verið sýnd í New York City ópemnni í tuttugu og fimm ár, en flestir söngvar- anna sem em allir innan við fertugt hafa sungið sín hlut- verk þar í nokkur ár. „Þetta er toppurinn á mínum ferli,“ sagði Kristján við frétta- ritara Morgunblaðsins í gær. „Það er mikið mál að komast héma inn og þetta er mikilvæg- ur áfangi á leiðinni inn í stærstu húsin eins og Metro- politan óperuna. Eftir allan þann skrekk sem fylgir debútti og aðeins þriggja vikna undir- búningstíma, var ég mjög, mjög ánægður með þessar frá- bæm viðtökur.“ Dagblaðið Daily News í New York, sem kemur út í milljóna- upplagi, ijallar um sýninguna í gær og kemst svo að orði: „Rödd Kristjáns Jóhannssonar er kröftug, aðlaðandi og hann hefur mjög gott vald á henni . . . Túlkun hans á hlut- verki Rodolfo var karlmannleg og þróttmikil og hann hefur sem næst fullkomið vald á ítalska stflnum. Augljóslega er Kristján Jóhannsson söngvari sem öll ópemhús væm stolt af og undir þá skoðun tóku hrifnir ópemgestir á miðviku- dagskvöldið." Ópemstjórinn, Beverly Sills, fyrrverandi stórstjama, réði Kristján til að syngja á öllum sýningum La Boheme í vetur og ennfremur öllum sýningum á Faust á næsta sýningatíma- bili, en þar er Kristján í aðalhlutverkinu. Þess má geta að í næsta húsi við New York City ópemna í Lincoln Center er Metropolitan óperan til húsa. í nóvember syngur Kristján í Milwaukee-ópemnni og í des- ember í Chicago-ópemnni. Að lokinni sýningunni á mið- vikudag, fylltust gangar að sviðsbaki af aðdáendum og var þröngt á þingi fýrir utan bún- ingsklefa Kristjáns. Kærastan, Siguijóna Sverrisdóttir, var að sjálfsögðu fýrst að samfagna honum. Móðir hans, Fanney Kærastan Siguijóna kyssir söngvarann í búningsherbergi að lokinni sýningu. Oddgeirsdóttir sem var í sjö- unda himni af ánægju með soninn. Síðan komu vinimir og það myndaðist hreinlega biðröð af aðdáendum á göngum New York City ópemnnar. „Mér fannst ofboðslega gaman að fá allar þessar kveðjur og heilla- óskir frá íslendingum - og á annað hundrað rósir,“ sagði Kristján Jóhannsson ópem- söngvari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.