Morgunblaðið - 20.09.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.09.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUÍÍBLAÐIÐ, LAUGÁRDAGUR 20. SEPTEMBER 1986 Valur Arnþórsson hafði eftir Geir Geirssyni: Alit yf irmanna SIS að Sambandinu bæru greiðslur vegna VALUR Arnþórsson, stjórnarformaður SÍS og Kaffibrennslu Akureyrar, sagði það hafa komið fram í samtali sínu við Geir Geirsson, endurskoðanda SÍS, að Erlendur Einarsson og Hjalti Pálsson teldu að SIS bæri tekjur af avisos-greiðslum þar sem þær væru tilkomnar vegna aðildar SIS að NAF. Kom þetta fram er Valur bar vitni i „kaffibaunamálinu" fyrir Sakadómi Reykjavíkur í gær. Morgunblaðið/Þorkell Valur Arnþórsson, stjórnarformaður SIS og Kaffibrennslu Akur- eyrar gengur úr dómsal eftir að hafa borið vitni í „Kaffibaunamál- inu“. Ekki kvaðst Valur hafa óskað eftir neinum gögnum sem styddu framangreint álit. Samræður hans og Geirs urðu eftir að Geir hafði lagt fram skýrslu sína á stjórnar- fundi SÍS daginn fyrir aðalfund fyrirtækisins árið 1981, að þvi er Val minnti. Hafí hann, þ.e. Valur, séð við lestur skýrlunnar að mikl- ar tekjur höfðu orðið af kaffiinn- flutningi árið 1980. Kvaðst Valur hafa lagt fram nokkrar spuming- ar á fundinum vegna þessa, jafnframt því sem hann ræddi nánar við endurskoðandann um málið. Það var þá sem Geir Geirs- son sagði það álit Erlendar og Hjalta að SIS bæm þessar tekjur. Sagði Valur að þetta hefði verið í fyrsta sinn sem hann heyrði avisos nefndan. Um viðbrögð sín að öðm leyti við þessum upplýsingum sagðist Valur hafa, sem stjómarformaður SIS, falið Geir Geirssyni að kanna málið fyrir sig og jafnframt hefði hann, sem stjómarformaður Kaffibrennslunnar, falið Guð- mundi Skaftasyni, sem þá var lögfræðilegur ráðunautur KEA, eignaraðila að kaffibrennslunni, að gera slíkt hið sama. Hefðu þessir menn ræðst við, en ekki kvaðst Valur vita nákvæmlega hvað fór fram á fundum þeirra og þeirra starfsmanna SIS sem tóku þátt í viðræðunum við þá. Hefði hann ekki talið sig geta fylgst með því vegna stöðu sinnar sem stjómarformaður í báðum fyrirtækjunum. Sagðist Valur ekki hafa fengið nein skrifleg gögn í hendur frá þessum mönnum um niðurstöður athugunarinnar, en að hans áliti hafí viðræðurnar með öðru leitt til þeirrar einhliða ákvörðunar SÍS að Kaffíbrennslan fékk greiðsl- urnar frá 1981 og síðar. Þá vom umboðslaunin einnig lækkuð, en SIS hélt bónusnum (avisos) fyrir árin 1979, 1980 og fyrri ár. Hafi afskiptum hans af þessu máli þar með lokið og hann talið að Kaffí- brennslan nyti með þessu hag- stæðra kjara þegar til lengri tíma væri litið. Er Valur Arnþórsson var inntur eftir því hvort hann vissi hvaða menn hjá SÍS hefðu tekið ákvörð- un um endurgreiðslur til Kaffí- brennslunnar árið 1981 sagði hann það skoðun sína, án þess að hann hefði fyrir því vissu, að „avisos“ það hefði verið Hjalti Pálsson, framkvæmdastjóri innflutnings- deildar SÍS, og Snorri Egilsson, aðstoðarmaður hans, sem hafí gert það. Ákvarðanir af þessu tagi heyri undir innflutningsdeild- ina, en það sé matsatriði viðkom- andi framkvæmdastjóra hvort það sé borið undir forstjóra. Ekki kvaðst Valur hafa heyrt um svokallaðar tvöfaldar faktúrur fyrr en rannsókn skattrannsókn- arstjóra var að mestu lokið í ársbyijun 1984. Hafi Geir Geirs- son, endurskoðandi, sagt sér frá þessu. Ekki taldi hann að Geir eða Guðmundi Skaftasyni hafí verið kunnugt um tilvist þessara tvö- földu faktúra þegar þeir voru að ræða um skiptingu bónus- greiðslna og umboðslauna árið 1981. Mikill tími hefur farið í það fyrir Sakadómi að ræða um það hvort á viðskipti SÍS og Kaffi- brennslunnar skuli litið sem umboðsviðskipti, eða hvort um hafí verið að ræða bein kaup Kaffibrennslunnar af SÍS. Kvaðst Valur ekki í stakk búinn til að kveða upp úr með það hvers eðlis viðskiptin hafi verið, því umboðs- viðskipti geti verið með rnörgu móti. I þessu tilfelli hafí SÍS sem aðili að NAF keypt þann hluta kaffísins sem átti að fara til ís- lands, greitt seljendum fyrir og innheimt síðan greiðslu hjá Kaffi- brennslunni. Sagði hann að síðan hefði það gerst að viðskiptin voru ekki bókuð hjá SÍS sem kaup og sala, heldur sem „umboðslauna- skapandi sala". Sagði Valur að vafalaust mætti halda því fram að um bókhaldsleg mistök væri að ræða, sem eigi þátt í að skapa óvissu um eðli viðskiptanna. Ekki tókst að Ijúka við að spyija Val Amþórsson um allt það er veijendur og saksóknari óskuðu eftir að fram kæmi og kemur hann aftur fyrir sem vitni hinn 7. nóvember. Ekki er hægt að halda vitnaleiðslum áfram fyn- vegna anna veijenda og fjai'veru meðdómenda Sverris Einarssonar, sakadómara. Nýja sólbaðsstofan í SundhöIIinni. Sólbaðsstofa í Sundhöllinni Þýsk vísnasöngkona heldur tónleika ÞANN 20. september heldur þýska vísnasöngkonan Bettina Wegner tónleika hér á landi og er þetta lokaáfangi á tónleika- ferð hennar um Norðurlöndin. Bettina Wegner fæddist 1947 í Vestur-Berlín en bjó lengi í Austur- Berlín, eða fram til ársins 1978. Hún hóf nám í leiklistarskóla árið 1966 og sama ár stofnaði hún með öðrum vísnasönghóp. Seinna meir varð vísnasöngurinn aðalviðfangsefni hennar og nú er hún talin ein fremsta vísnasöng- kona á þýska tungu og nýtur mjög mikilla vinsælda, sem m.a. fjórar breiðskífur með lögum og ljóðum hennar vitna um. Frá og með árinu 1978 hefur Bettina Wegner búið í Vestur- Þýskalandi og komið aðallega þar fram. 1982 héldu hún og Joan Baez sameiginlega tónleika í Berlín þar sem 20.000 áhorfendur voru saman komnir. Hingað kemur Bettina Wegner á vegum Goethe-stofnunarinnar í samvinnu við Vísnavini. Tónleikam- ir verða laugardaginn 20.9. kl. 17.00 í Norræna húsinu og verða aðgöngumiðar seldir við inngang- inn. SÓLBAÐSSTOFA fyrir konur hefur verið opnuð í Sundhöll Reykjavikur við Barónsstig. í stofunni eru tveir lampar með 28 perum hvor, aðgangur kostar 140 krónur skiptið, seld eru kort með 10 miðum fyrir 1100 krónur. Sólbaðsstofan er opin á sama tíma og sundlaugin og fá allir sem stofuna nota aðgang að lauginni og heitum pottum án aukagjalds. Unnt er að panta sólbaðstíma með því að hafa samband við afgreiðslu Sundhallarinnar. (Fréttatilkynning) SundhöII Reykjavíkur við Barónsstig. Aðalfundur leiklistarhóps AÐALFUNDUR leikfélagsins Veit mamma hvað ég vil? verð- ur haldinn í húsnæði Félags- stofnunar stúdenta sunnudag- inn 21. sept. klukkan 15. Fundurinn er öllum opinn. Starfíð framundan verður rætt jafnframt sem litið er yfir farinn veg. Ennfremur verður kosin stjóm félagsins. Á fundinum verður rætt um leiklistarstarf ungs fólks almennt en undanfarið ár hefur þessi hóp- ur gert tilraun til að virkja ungt fólk í leiklist. (Fréttatilkynning) Metsölublad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.