Morgunblaðið - 20.09.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1986
15
sækja torsóttari staði hálendisins
hafa hingað ti getað það og ekki
talið eftir sér að vinna nokkuð til
þess.
Astæða er til að koma inn á enn
eitt atriði varðandi framtíð
íslenskra ferðmála og vara með því
við aukinni tilhneigingu íslendinga
til að búa ferðamönnum ofverndað
umhverfi hér á landi. Tilfelli sem
stundum hefur verið nefnt
„amerískur túrismi". Kaðlar hér og
grindverk þar, en vonandi verður
okkur ljóst, áður en mismunandi
frumstæð þjónustuskilti við þjóð-
vegi landsis verða orðin fleiri en
umferðarmerkin, að hér þarf einnig
að fara hægt.
Það er til mikils að vinna með
því að varðveita íslensk einkenni
og sérkenni, bæði hjá landi og þjóð.
Framtíð íslenskra ferðmála byggist
reyndar á því að hér sé staðið rétt
að málum. Þá aukningu sem orðið
hefur í komum erlendra ferða-
manna hingað til lands á síðustu
árum eigum við fyrst og fremst að
þakka þessum sérkennum landsins
og þjóðarinnar sem það byggir. Ef
við viljum ekki glata því sem áunn-
ist hefur, eða sitja uppi með
eingöngu ofverndunarþurfi ferða-
menn, þurfum við núna að hugsa
svolítið okkar gang. Við ættum að
fara okkur hægt í þeim efnum sem
snúa eingöngu að auknu ferða-
mannastreymi til landsins en leggja
í stað þess ríkari áherslu á nýjung-
ar í þjónustu við erlenda ferðamenn
og aukin gæði hennar.
Áskorun til
ferðamálaráðs
Af framansögðu má lesendum
vei’a ljóst að við (undirr.) höfum
vaxandi áhyggjur af mengun lands
og þjóðar með vaxandi ferðamanna-
iðnaði. Samkvæmt landslögum ber
ríkissjóði af afhenda ferðamálaráði
ákveðinn skerf af söluhagnaði
fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli
til íjármögnunar framkvæmda
hvers árs.
I þeirri von að nú í lok fengsæls
ferðamannaárs verði í fyrsta sinn
staðið við áðumefnd lagaákvæði
leyfum við okkur að skora á ferða-
málaráð að veija stórum hluta
fjármögnunartekna næsta árs til
þess að koma skipulagi á ferðamál
innanlands. Brýnustu verkefnin þar
em verndun lands og þjóðarein-
kenna, aukið samstarf íslenskra
ferðaskrifstofa og myndun heildar-
stefnu í ferðamálum innanlands.
Ennfremur þarf að hvetja ferða-
skrifstofur til þess að koma fram
með nýjar hugmyndir sem myndu
stuðla að dreifingu meginstraums
ferðamanna á lengra tímabil heldur
en þessa tvo „ferðamannamánuði"
sumars.
í von um jákvæðar viðtökur hjá
öllum þeim sem láta sig þessi mál
einhveiju varða.
Höfundar liafa undanfarin sumur
starfað við leiðsögn erlendra
ferðamanna um Island.
NÝ VIÐHORF
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Langur námsferill og miklir
heimspekilegir þankar eru ein-
kenni margra þeirra, er fást við
myndlist á vorum dögum. Þannig
var það að vísu einnig áður, að
því slepptu að heimspekilegu
þankarnir voru yfirleitt persónu-
bundnir og ekki hluti náms.
En á örfáum áratugum hefur
þetta breytzt í þeim mæli, að á
stundum má líkja því við kúvend-
ingu. Fólk hugsar og skilgreinir,
en minna fer fyrir verklegri at-
hafnasemi og því að skynja
viðfangsefnið í gegnum snerti-
skynið eitt og þrotlausa vinnu.
Þetta verður einna bezt skil-
greint með því, að það tekur á
annan áratug að verða góður
kalligraf, — þ.e. fullfær í hinu
forna japanska letri. Utanaðkom-
andi vangaveltur komust þar
hvergi að, og þó krefst listgreinin
mikillar andlegrar íhugunar og
einbeitni, — líkt og öll mikil og
þróuð list.
Fólki af ungu kynslóðinni væri
oft hollt að hafa þetta í huga á
tímum hraðans og allra möguleik-
anna að láta tæknina vinna fyrir
sig.
Margir listaskólar nútímans
virðast og gleyma hinu skynræna
í viðleitni sinni til heimspekilegra
skilgreininga mannlegra fyrir-
bæra ásamt þjóðfélagslegri
umræðu.
Eg veit ekki, af hveiju þetta
kemur upp í huga minn, er ég tek
að skrifa um sýningu Astu Olafs-
dóttur í Nýlistasafninu, sem hér
skal fjallað um, því að þetta kem-
ur ekki myndheimi hennar við,
nema að vissu marki, en fram
vildi það.
Ásta Ólafsdóttir lauk námi við
MHÍ og nam síðan við Jan van
Eyek-listaháskólann í Hollandi,
þar sem hún lagði sérstaklega
stund á mynd- og hljóðbandalist
auk hefðbundnari myndmiðla.
Hún hefur verið búsett í Hollandi
sl. 5 ár. Var henni m.a. veittur
ársstyrkur til að vinna að mynd-
list einvörðungu 1985, og var hér
um að ræða viðurkenningu frá
hollenzka ríkinu.
Þá hefur Ásta gefið út tvær
bækur með frumsömdum texta
og hljóð- og myndbandaverk og
sýnt verk sín heima sem erlendis.
Áf þessari upptalningu má Ijós-
lega ráða, að Ásta er mjög vel
skóluð á nútímavísu og er að auki
enginn nýgræðingur á sýninga-
vettvangi.
Á þessari sýningu Ástu Ólafs-
dóttur eru allt í senn hefðbundin
myndverk, hljóð- og myndband
svo og hljóðinnsetning. Eg hef séð
sitthvað eftir Ástu og a.m.k. eitt
myndband og veit að hún leggur
sig alla fram í listsköpun sinni.
Áhugasvið hennar nær einkum til
mynd- og hljóðbanda svo og hljóð-
innsetninga og hér er ég ekki
sérstaklega vel með á nótunum.
Aðeins mjög fá myndbandaverk
hafa hrifið mig að marki í sjón-
rænu tilliti, en þeim mun fleiri
hafa einungis haft tiuflandi og
ertandi áhrif á sjóntaugar mínar.
Þó viðurkenni ég að listgreinin
býr yfir ótæmandi möguleikum,
en hér verða sérfróðir menn að
Ijalla um, svo að vel fari. Kallar
það að sjálfsögðu á sérstaka um-
íjöllun um mynd- og hljóðbanda-
list hér í blaðinu svo og annað er
þeirri tækni heyrir til.
Sýning Ástu tekur yfir öll húsa-
kynni Nýlistasafnsins, þótt verkin
séu ekki ýkjamörg í sjálfu sér.
Hefðbundnu verkin eru vel unn-
in og hér þykir mér Ásta öllu
meira sannfærandi í hinum mál-
uðu verkum sínum en skúlptúrum
og einfaldlega vegna þess, að í
þeim er meiri og dýpri lifun. Að
auki þykir mér þau formfastari
og meira lagt í þau, þrátt fyrir
að umfang þeirra sé í flestum til-
vikum mun minna.
Af framanskráðu má vera ljóst,
að það eru ekki hefðbundin við-
horf sem eru ríkjandi á sýningu
Ástu Ólafsdóttur, jafnvel þótt hún
vinni á stundum í hefðbundnum
efniviði.
Þannig ættu unnendur framúr-
stefnulistar og nýrri viðhorfa í
myndlist að fá sitthvað í sinn mal
til að hafa heim með sér eftir inn-
lit á sýningu þessarar framsæknu
listakonu.
nPRi
KADETT ó ASCONA ó
1987-ÁRGERÐIN ER RÉTT ÓKOMIN. TÖKUM VIÐ PÖNTUNUM
OPEL