Morgunblaðið - 20.09.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.09.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1986 Meiri framleiðni í Wales en í Japan London, AP. VERKAMENN i Wales, sem starfa þar í japönskum verksmiðjum, framleiða nú vörur ódýrar en gerist í Japan og þeir hafa náð hærra framleiðnistigi, en þar tíðkast. Kom þetta fram i skýrslu, sem birt var á fimmtudag. Sex af 10 japönskum fyrirtækj- um, sem starfraekt eru í Wales, halda því fram, að framleiðni hafi verið jafn góð hjá þeim - ef ekki betri - en hún er í Japan og 9 þess- ara fyrirtækja segjast ekki hafa misst einn einasta dag úr í starf- semi sinni sökum verkfalla síðan 1980. I skýrslu frá fyrirtækinu Takin- on, sem var fyrsta japanska fyrir- tækið til þess að heíja rekstur í Wales, segir m.a.: „Framleiðni verkamanna okkar í Wales er nú slík, að við framleiðum nú ódýrar í Wales en í Japan." Japanir hafa fengið að setja á stofn fyrirtæki í Wales, sökum þess að þúsundir manna þar misstu at- vinnu sína, eftir að margs konar fyrirtækjum þar hafði verið lokað af rekstrarástæðum, svo sem málm- verksmiðjum, kolanámum o.fl. Bílslys í Bandaríkjunum: Vatnsrúm bjarg- aði sofandi konu Oxford, Ohio, Bandaríkjunum. AP. VATNSRÚM bjargaði konu nokkurri í Oxford í fylkinu Ohio í Bandaríkjunum þegar bifreið kom á fleygiferð inn í svefn- herbergi hennar og hafnaði ofan á rúminu. „Ég vaknaði við að bíll kom fljúgandi ofan á mig. Ég gat mig hvergi hrært og leið kvalir af þrýstingnum á höfði mér. Ég öskraði þarna niðri,“ sagði námsmaðurinn Camardo eftir að henni var bjargað. Camardo var föst undir bifreið- inni, sem ekið var inn um svefn- herbergisglugga á íbúð hennar á jarðhæð á þriðjudagskvöld, í eina og hálfa klukkustund. Sjúkraliðar komu fyrir belgjum, sem þeir blésu upp, undir bifreiðinni og með því að skorða hana með tijádrumbum tókst þeim að draga Camardo und- an henni. Vatnsrúmið tók af mesta höggið þegar slysið varð og bjargaði lífi Camardo að hún þrýstist niður í rúmið. Hún hlaut nokkrar skrámur og marbletti á andliti. Þrír menn voru í bílnum og sluppu tveir þeirra ómeiddir en einn hlaut smávægileg meiðsl. Ökumanninum tókst ekki að stöðva bifreið sína við stöðvunar- merki í blindgötu. 230 UNITA- menn falla Lissabon, AP. STJÓRNARHER Angóla felldi 230 uppreisnarmenn UNITA i norðvesturhéruðum landsins fyr- ir skömmu, að því er ANGOP, fréttastofa stjórnvalda, skýrði frá á miðvikudag. ANGOP hafði það eftir hemaðar- yfirvöldum að mikið magn ýmiss konar hergagna hefði náðst í þess- ari herför gegn UNITA, en UNITA er stutt af suður-afrískum og banda- rískum stjórnvöldum. Samtökin hafa barist gegn leppstjóm Sovétríkjanna frá 1975. Að undanfömu hafa staðið yfir viðræður milli Don Santos, forseta Angóla, og Kenneths Kaúnda, for- seta Zambíu, en Angólastjóm telur að UNITA hafi bækistöðvar í Zambíu. Alda hryðjuverka vekur skelfingu í París: Tveir Parísarbúar liggja særðir á gangstétt eftir sprengjutilræðið í Tati-versluninni. Hryðjuverkamennimir hafa að því er virðist lagt allt að mörkum til að hafa stjómvöld að fífli og láta tilraunir til að koma í veg fyr- jr sprengingar virðist hlálegar. Þeir hafa valið táknræna staði til að koma sprengjum sínum fyrir: ráðhúsið og höfuðstöðvar lögregl- unnar. Einnig hefur tímasetning hiyðjuverkamannanna verið hreint og beint móðgandi: sprengjur hafa sprungið bæði rétt fyrir yfirlýsingu forsætisráðherra um aðgerðir gegn hiyðjuverkum og meðan þingið fjallaði um öryggismál. Útsmognir hryðju- verkamenn Tvisvar í þessari viku hefur lög- reglun látið lýsa eftir mönnum, sem grunaðir em um aðild að sprenging- unum, í fjölmiðlum. Í báðum tilvik- um var sakleysi umræddra manna nokkurn veginn sannað í fréttum: hinir grunuðu voru staddir í Líban- on og höfðu ekki komið til Frakk- lands í tvö ár. Sprengingamar í París valda um þessar mundir meiri áhyggjum í Frakklandi en morð og mannrán í Líbanon. En árásir á franskar frið- argæslusveitir og örlög sjö gísla em þó í brennidepli. I báðum tilvikum virðist sem andstæðingar Frakka séu úr röðum herskárra síta, sem tengjast írön- um. Iranar em súrir yfir því að Frakkar skuli selja erkifjendum þeirra, Irökum, vopn. Skammt er síðan Chirae hélt að aðgerðir stjórnar sinnar til að bæta samskipti við írana myndu leiða til þess að gíslarnir yrðu látnir lausir. En sú von hefur nú dvínað. I AF ERLENDUM VETTVANGI eftir STEVE TIMUJIN „Vorið í Prag“ var brotið á bak aftur 21. ágúst árið 1968. Hér mótmæla borgarbúar í Prag innr- ás Varsjárbandalagsríkjanna með því að ganga fram hjá sovéskum skriðdreka með drúpandi fána. Dýrkeypt frjálsræði í Prag Á Vesturlöndum minnast flestir innrásar Sovétríkjanna í Tékkó- slóvakíu vegna áhrifamikilla Ijósmynda sem birtust af sovézkum skriðdrekum í Prag eða frásagna af ungum Tékkum sem klifu upp á bryndrekana til að reyna að tala ökumennina til — á rússn- esku sem þeir höfðu lært í skóla — og fá þá til að snúa við og halda heim. Þeir fóru ekki heim, og næstu mánuðirnir eftir inn- rásina, tími „endurreisnar laga og reglu“, höfðu gífurleg áhrif á tékkneskt samfélag. Svo til allir fengu að finna fyrir beinum áhrifum hreinsana og fangelsana, í það minnsta einhver úr fjöl- skyldu eða vinahópi. Eftirköst þessara atburða setja enn svip sinn á tékkneskt samfélag. Hjá Tékkum er óvirk andstaða orðin einskonar listgrein. Andstætt því sem er hjá Ungveij- um, sem börðust gegn hersveitum Sovétríkjanna árið 1956, eða Pól- veijum, sem fylktu liði með Samstöðu-hreyfmgunni, eru Tékkar þekktir fyrir að halda ró sinni. Þótt almenningur fari svo til að öllu leyti eftir hegðunarregl- um Kommúnistaflokksins, eru undir niðri margskonar samskipti rekin í trássi við yfirvöld — má þar til nefna fjármálaspillingu og svartan markað sem er mjög umsvifamikill. Þótt yfirvöld ritskoði vandlega bækur og tímarit frá Vesturlönd- um, hafa þau engin afskipti af erlendum útvarpssendingum. Aragrúi Tékka hlustar á útvarps- sendingar BBC og Voice of America á tékknesku og ensku, og í stórum landshlutum er fylgzt með þýzkum og austurrískum út- varps- o£ sjónvarpssendingum. Vestræn tónlist, frá þýzkum út- varpsstöðvum eða af smygluðum snældum, er vinsæl í Prag. Fyrir utan það að almenningur sýnir margskonar andstöðu í laumi, stendur fámennur hópur menntamanna fyrir opinskárri mótspymu. Þeir fara sínar eigin leiðir í menningarmálum, gefa út sín tímarit og bækur á laun, standa fyrir menningarviðburðum og reka skóla. Forustumenn þessa hóps starfa að mestu leyti óáreitt- ir vegna þess hve' vel þeir em þekktir á Vesturlöndum og þess þrýstings sem tékknesk yfírvöld verða fyrir séu þeir fangelsaðir eða hindraðir á annan hátt. „Ég birti nafn mitt og heimilis- fang, sem ritstjóri, í öllum eintök- um af „Infoch“,“ segir Peter Uhl, en „Infoch" er samizdat, eða ólög- legt tímarit sem hann og kona hans hafa gefið út vikulega und- anfarin sex ár. Uhl, sem er þekktur andófsmaður, ræddi við mig í notalegri íbúð sinni í mið- borg Prag þar sem hann býr ásamt konu sinni og þremur böm- um. „Þetta er eitt stærsta samiz- dat-tímaritið,“ segir hann. „Um þijú hundruð eintök era gefín út í Prag, og svo öðlast blaðið eigið líf ... sennilega era lesendur um 3.000 og auk þess era kaflar úr því lesnir upp í Voice of America sem milljónir hlusta á. Þeir hand- taka mig ekki þar sem ég er of vel þekktur á Vesturlöndum. En það er erfiðara fyrir þá sem era óþekktir, sérstaklega úti á landi. Nýlega var þrennt handtekið í Moravíu fyrir að endurprenta og dreifa „Infoch“.“ Einstaka sinnum hafa yfirvöld notað sér samizdat-tímarit í inn- byrðis flokkadráttum. Einn full- trúi í miðstjóm flokksins lak nýlega upplýsingum um yfirvof- andi takmarkanir á ferðum Tékka til Ungveijalands í „Infoch" í þeim tilgangi að örva andstöðu gegn takmörkunum. Þegar tékkneska' vísindaaka- demían neitaði hópi vísindmanna um leyfi til að birta skýrslu um umhverfisvandamál í landinu, var upplýsingum lekið til samizdat- tímarits og dreift þaðan. Ladislav Hejdanek er sextugur heimspek- ingur- í söfnuði mótmælenda. Hann býr í nágrenni við Uhl og gefur einnig út samizdat-tímarit, „Reflexe", sem fjallar um kristna trú og marxisma. Hann aðhefst flest það sama og vestrænir fræði- menn, hann semur bækur og ritgerðir, og flytur og sækir fyrir- lestra. Hejdanek heldur einnig vikulega samræðufundi um ríkjandi viðhorf á Vesturlöndum. Meðal vestrænna þátttakenda í fyrirlestranum hafa verið fræði- menn frá Englandi, Hollandi, og nú síðast frá Frakklandi, þeirra á meðal Jacques Derrida og Andre Glucksmann. Áheyrendur era þetta frá 7 upp í 30 eftir því hvort þeir fá frið fyrir lögreglunni. „Nú era yfirvöld treg til að grípa til aðgerða," segir Hajdanek, „þar sem þau era ekki viss um hvað Gorbachov ætlast fyrir. Þeir era ófúsir að valda uppistandi, sér- staklega í vestrænum fjölmiðlum, fyrr en þeim er sagt hver nýja línan verður." En hann bætir því við að lítið sé um persónulega óvild milli yfirmanna lögreglunnar og andófsmanna. Það er dýrkeypt að fá að lifa óháðu menningarlífi. „Enginn okkar getur starfað í sinni starfs- grein. Ég er kyndari, kyndi kolaofna," segir Uhl, og vel þjálf- aður líkami hans vitnar um erfiði vinnunnar. „Það er vinsælasta vinnan fyrir menntamenn í Tékkó- slóvakíu í dag.“ Hejdanek starfaði einnig um margra ára skeið sem kyndari, þar til vanheilsa neyddi hann til að hætta. Nú lifir hann á lífeyri sem háskólinn í Amsterdam veitir honum. Fangelsisvist er meðal þeirra gjalda sem andófsmenn greiða fyrir að öðlast athygli vestrænna fjölmiðla og þá takmörkuðu lausn undan ofsóknum sem hún veitir þeim. „Það er kaldhæðnislegt að athygli vestrænna fjölmiðla bein- ist einungis að okkur ef við lendum í fangelsi. Eftir að við höfum afplánað fangelsisdóminn verðum við þekktir á Vesturlönd- um, og yfirvöld era treg til að fangeisa okkur á ný,“ segir Uhl sem sat níu ár í fangelsi fyrir þátt sinn í að skipuleggja hreyf- inguna „Charter 77“ (Stofnskrá 77). Margskonar andófsstarfsemi hefur verið sameinuð undir vernd- arvæng Stofnskrár 77, og þar sameinast Tékkar sem undirritað hafa skjal þar sem þeir heita því að vinna að mannréttindum á grandvelli Helsinki-sáttmálans. Uhl, einn stofnenda og frammá- manna samtakanna, segir: „Markmið Stofnskrár 77 era ekki l>ólitísk, allt sem samtökin vilja er að tryggja mannréttindi. Þetta era ekki félagasamtök. Eina fé- lagsstarfið er í höndum talsmanna sem gefa út yfirlýsingar er birtast í samizdat og vestrænum tímarit- um.“ Meðal þeirra 1.200 sem undirrituðu Stofnskrána er fyrr- um utanríkisráðherra landsins auk fjölda iðnverkamanna. En þótt auðvelt sé fyrir leiðtoga andófsmanna að flytjast búferlum til Vesturlanda, kjósa mennta- mennirnir frekar að haida kyrru fyrir í Tékkóslóvakíu og starfa þar í þeirri aðstöðu sem þeir hafa getað skapað sér. (Heimild: The Observer)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.