Morgunblaðið - 20.09.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.09.1986, Blaðsíða 25
MORGUN BLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1986 25 Pourquoi-pas? við bryggju á ísafirði síðsumars 1936. Mynd: Ágúst Leós, eftirtaka: LEO, ísafirði. Frá Þurárshrauni í Ölfusi, þar sem leiðangursmenn Pourquoi-pas? söfnuðu fyrstu sýnum til bergsegul-mælinga á Islandi. Mynd: Leó Kristjánsson, 1984. Segulmælingar Pourquoi pas?-leiðangranna eftir Leó Kristjánsson I rannsóknum í jarðfræðum sem og öðrum tilraunavísindum getur það tekið langan tíma fyrir endan- legan árangur úr hveiju verkefni að koma í ljós og vera metinn. Á meðan slíkt mat liggur ekki fyrir, er stundum gengið út frá þeirri forsendu að merkustu rannsóknirn- ar séu þær sem mest hafi kostað að framkvæma. Síðan kemur jafn- vel fyrir, að árangurinn verði aukaatriði og gleymist í glýjunni frá afrekum framkvæmdarinnar. Þegar fimmtíu ár eru liðin frá lokum leiðangra Pourquoi-pas? ætti að vera vel mögulegt að gera út- tekt á því hvernig niðurstöður leiðangranna hafi nýst til framfara í jarðvísindum og á breiðari vett- vangi. Slík úttekt á árangri er þó sjálf meiriháttar verkefni og er alls ekki gerleg hér á landi vegna afar takmarkaðs ritakosts íslenskra bókasafna. Hér verður hinsvegar sagt frá sérstöku rannsóknasviði sem nokk- ur áhersla var lögð á í a.m.k. þrem leiðöngrum Pourquoi-pas? til ís- lands. I Ijós kemur að þar gætti mikillar framsýni J.-B. Charcots og samstarfsmanna hans, og niður- stöður rannsóknanna höfðu áhrif á framtíðarþróun jarðvísinda. Jafnvel munaði ekki miklu, að þau áhrif yrðu mjög afgerandi. Bergsegrilmælingar leiðangursins 1925 í bráðabirgðaskýrslu um leiðang- ur Pourquoi-pas? sumarið 1925 til Færeyja, Jan Mayen, A-Grænlands og íslands bendir dr. Charcot á það að þekking á segulsviði jarðar hafi mikla þýðingu fyrir allar siglingar. Meðal annars hafi skipveijar í fyrri leiðöngrum fundið staðbundin frá- vik áttavita yfir grunnum hafsvæð- um, þar sem blágrýti var undir, og hafi sér nú þótt ástæða til að hefj'a rannsóknir á orsökum slíkra trufl- ana. í leiðangrinum 1925 tók því þátt Frakkinn Raymond Chevallier, sem var þá þekktur fyrir rannsóknir sínar á segulstefnu í hraunum frá sögulegum tíma úr Etnu. Hafði hann sýnt fram á, að rekja mætti breytingar á stefnu jarðsegulsviðs- ins sl. 700 ár á Sikiley með þessum mælingum, og vildi nú kanna mögu- leika á segulmagnsmælingum í sambærilegu bergi víðar. Safnaði Chevallier alls 12 sýnum á Suðurey í Færeyjum, 6 á Jan Mayen og 4 á íslandi. Voru þau síðastnefndu öll tekin úr Þurár- hrauni í Ölfusi, sem í þann tíð var talið hafa runnið við Kristnitökuna árið 1000 (en Jón Jónsson hefur sýnt fram á síðar að er í raun um 1900 ára) og var um leið eina hraunið innan seilingar frá Reykjavík sem menn töidu sig vita aldurinn á. Hefur Chevallier lýst ferðalaginu austur bæði í skýrslu leiðangursins og í bókarkverinu „Au pied des volcans polaires", sem hann gaf út 1927. Var þetta erfið ferð, og bætti ekki úr skák að Þurárhraun reynd- ist allt vera hulið mosavöxnum gjallkarga, gagnslausum til segul- stefnumælinga. Mælingar á segulmögnun voru þá mjög seinlegar, og birtust niður- stöður ekki fyrr en 1930. Chevallier staðfesti þó, að blágrýtið frá íslandi bæri sterka varanlega segulmögn- un í sömu stefnu og núverandi segulsvið jarðar á þessum slóðum. Mælingar hans á Jan Mayen-sýnum gáfu svipaða niðurstöðu, og styrkti þetta ályktun sem Svisslendingur- inn P.-L. Mercanton hafði áður dregið í grein 1926 af bergsegul- mælingum á heimskautasvasðum, nefnilega þá að gosberg gæti varð- veitt upprunalega segulstefnu sína „Þegar fimmtíu ár eru liðin frá lokum leið- angra Pourquoi-pas? ætti að vera mögulegt að gera úttekt á því hvernig niðurstöður leiðangranna haf i nýst til framfara í jarðvís- indum og á breiðari vettvangi.“ mjög lengi. Hins vegar hafði Merc- anton fundið miklu eldra berg segulmagnað í stefnu öfugt við núverandi svið á Diskó-eyju við V-Grænland og á Svalbarða, en Chevallier fann ekki slíkt í Færeyj- um. Chevallier hélt því miður ekki áfram rannsóknum sínum á Is- landi, en hóf í þess stað mælingar á seguleiginleikum ýmissa jámsam- banda. Hann hafði kynnt Þorkeli Þorkelssyni veðurstofustjóra þetta rannsóknasvið í ferð sinni í von um að íslendingar tækju sjálfir upp bergsegulmælingar, en ekki mun hafa orðið neitt úr því. Segulmælingar leið- angranna 1929 og 1931 Víkur nú sögunni aftur að P.-L. Mercanton. Hann var veðurfræð- ingur sem m.a. fékkst lengi við jöklarannsóknir, og var hann einn þriggja manna sem fyrstir komust á tind Beerenberg-fjalls á Jan May- en, 11. ágúst 1921. Hann hafði einnig ritað merkar greinar um seg- ulmælingar á bergsýnum allt frá 1910. Ekki er mér kunnugt um bein samskipti Mercantons og Chevalli- ers, en þeim fyrrnefnda virðist nú hafa þótt ástæða til að kanna nán- ar segulmögnun forns gosbergs. Mercanton tók því þátt í leiðangri Pourcjuoi-pas? 1929 og safnaði alls þrem bergsýnum á Austurey í Fær- eyjum, tveim við Reyðarfjörð, tveim á Vaðlaheiði og einu við Patreks- Qörð. í leiðangri Pourquoi-pas? 1931 var Mercanton aftur með í för, og tók þá þijú blágrýtissýni til segul- mælinga á eynni Mull við Skotland, sjö á Straumey í Færeyjum, þijú við Akureyri, tvö á Þingvöllum og eitt í Hvalfirði. Einnig mældi hann stefnu segulsviðsins á nokkrum stöðum í þessum ferðum. Niður- stöður birtust 1931—32. Sýni Mercantons frá Skotlandi og Færeyjum voru öll öfugt segul- mögnuð og styrktu þá kenningu hans, að segulsvið jarðar hefði lengstaf snúið öfugt við það sem nú er, allt fram á nýöld jarðsögunn- ar. I samræmi við þessa kenningu reyndust einnig öll sýni hans frá íslandi segulmögnuð í svipaða stefnu og núverandi jarðsegulsvið, og verður það að teljast hafa verið óheppileg tilviljun. Yttu þessar niðurstöður eflaust undir aðra að hefja rannsóknir á þessu sviði, og hefur víða verið til þeirra vitnað. Þróun rannsókna síðar Mercanton virðist hafa hætt bergsegulmælingum fljótlega eftir ferðirnar til íslands og snúið sér meira að jöklarannsóknum sínum. Meðal annars stóð hann ásctnt öðr- um fyrir leiðangri á Snæfellsjökul 1934 og tók mikinn þátt í alþjóð- legu samstarfi um mælingar á breytingum jökla. I grein þeirri frá 1926, sem áður var vitnað til, stingur Mercanton upp á þeim möguleika að með um- fangsmiklum bergsegulmælingum megi kanna sannleiksgildi hug- mynda Þjóðveijans Wegeners um meiriháttar tilflutninga jarðmönd- ulsins á liðnum jarðöldum. Þessum ábendingum var þó ekki fylgt eftir, framfarir í þessum þætti jarðvísinda urðu hægar næstu tvo áratugina, og margir jarðfræðingar, einkum vestanhafs, töldu kenningar bæði Wegeners og Mercantons byggðar á rangri túlkun athugana. , Um 1950 fóni svo aftur að safn- ast fyrir sterkar vísbendingar um jxilrek og landflutninga, ekki síst vegna segulstefnurannsókna á bergsýnum víða að, sem gerðar voru við háskóla í Englandi. Stúdent frá einum þessara rann- sóknahópa, Hollendingurinn Jan Hosjiers, kom hingað til íslands til söfnunar sýna 1950—51. Víðtækar mælingar hans á segulstefnu í íslensku bergi, sem flestar birtust 1953—54 og var síðar haldið áfram m.a. við Háskóla íslands af Trausta Einarssyni og Þorbimi Sigurgeirs- syni, bættu mjög miklu við alla þekkingu og skilning manna á jarð- segulsviðinu. Staðfesting þeirra á hinum margendurteknu snciggu umsnúningum segulsviðsins, sem hvað best hafa varðveist í hraunlög- um hérlendis, lagði síðan einn af homsteinum þeirrar gjörbyltingar á heimsmynd jarðvísindanna, sem varð á árunum 1963—68. Þrátt fyrir þá miklu framsýni sem áhugi dr. Charcots á segultmfl- unum á blágrýtissvæðum úthaf- anna ber vitni um, hefur hann líklega ekki órað fyrir síðara hlut- verki þeirra í endursköpun allra hugmynda um jarðsöguna. Vel má hinsvegar gera sér í hugarlund, að sú endursköpun hefði gerst fyrr en ella, ef þeir Chevallier og Mercanton- hefðu tekið hér sýni úr nokkm fleiri berglögum en þeir í raun gerðu, og getað strax um 1930 sýnt fram á tilvist endurtekinna umsnúninga jarðsegulsviðsins. Það skal tekið fram að lokum að hér hefur aðeins verið rætt um mjög lítinn hluta af öllum rannsókn- um Pourquoi-pas?-leiðangranna, en af skýrslum þeirra má sjá að þeir hafa ekki síður staðið framarlega á þeim sviðum haffræða og veður- fræði, sem var megintilgangur leiðangranna að rannsaka. Höfundur erjarðeðlisfræðingur við Raunvísindastofnun Háskól- ans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.