Morgunblaðið - 20.09.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.09.1986, Blaðsíða 37
LEIKLIST MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1986 37 Land míns föður Nú fer að fækka sýningum á striðsárasöngleik Kjartans Ragnars- sonar og Atla Heimis Sveinssonar. í fyrra voru yfir 140 sýningar á leikn- um og í haust hófust sýningar þann 5. september. Nú um helgina verð- ur verkið sýnt á laugardagskvöld kl. 20.30. Á fjórða tug leikara taka þátt í sýningunni og verða þeir sömu og í fyrra í öllum aðalhlutverkum en fjór- ir nýir leikarar koma í stað þeirra sem nú hverfa til annarra starfa. Nýju leikararnir eru Valdimar Örn Flygenring, Bryndís Petra Braga- dóttir, Edda V. Guðmundsdóttir og Þór H. Tulinius. Hljómsveitarstjóri er Jóhann G. Jóhannsson, leikmynd ereftirStein- þór Sigurðsson, búninga gerir Guðrún Erla Geirsdóttir og dansa- höfundur er Ólafía Bjarnleifsdóttir. Höfundurinn, Kjartan Ragnarsson, erjafnframt leikstjóri. IERD4LÖG Útivist: Haustlita- og grillveisluferð Nú um helgina fer Útivist [ sina árlegu haustlita- og grillveisluferð i Þórsmörk. Gist verður í Útivistar- skálanum í Básum. Farið verður í skipulagðargönguferðirum Mörk- ina og á laugardagskvöldiö verður grillveisla og kvöldvaka. Enn eru nokkur sæti laus í ferðina. Á sunnudaginn er um að ræða breytingará ferðum frá því sem stendur íferöaáætlun Útivistar. Feröum á Skjaldbreið og Þingvelli erfrestað um viku en í þeirra stað verðurklukkann 10.30 ferðin Kaldi- dalur-Hvalvatn-Botnsdalur. Þetta er ný ferð við allra hæfi. Klukkan 13.00 verður svo Botnsdalur skoðaður í haustlitunum og gengið með gljú- frum Botnsár að Glym, hæsta fossi landsins. Brottför í ferðirnar er frá BSÍ, vestanveröri. Nánari upplýsingar um ferðirnar fást á skrifstofu Útivistar, Grófinni 1, Reykjavík, og í síma 14606 og 23732. Hana nú: Laugardagsganga Vikuleg laugardagsganga frístundahópsins Hana nú i Kópa- vogi verður á morgun, laugardaginn 20. september. Lagt verður af stað kl. 10 frá Digranesvegi 12. Við göngum hvernig sem viðrar. Markmið göngunnar er: samvera, súrefni, hreyfing. Rölt er um bæinn í klukkutíma. Búið ykkur eftir veðri. Nýlagað molakaffi. Ferðafélag íslands: Landmannalaugar- Jökulgil Um helgina er boðiö upp á helg- arferð í Landmannalaugarog inn í Jökulgil. Jökulgilið er stórkostlegt og litadýrð er þar í besta lagi. Þangað er aðeins fært þegar hausta tekur og þornað hefur um og vatnið í Jök- ulgilskvíslinni hefurminnkað. Einnig verður farið í Þórsmörk um helgina. Haustlitir eru þar að taka völdin af grænum lit sumarsins og að margra áliti er Þórsmörkin aldrei fegurri en á haustin. í báðum þessum ferðum er gist i upphituðum sæluhúsum, sem Feröafélagið á og er aðstaða í þeim mjög góð, sérstaklega i Þórsmörk- inni. Sunnudagsgöngur Ferðafélags- ins eru tvær. Um morguninn klukkan 10 er lagt af stað í ferð sem ber heitiö Konungsvegurinn — Brekku- skógur. Ekið verður austur í Laugardal og siðan gengin leiðin sem farin var þegar konungurinn kom 1907. FariðeryfirBrúaráá göngubrú. Klukkan 13 erfarin haustlitaferð um Þingvelli, en þarerjafnan mikil litadýrð á haustin. Sveinn Þorgríms- son — Minning Fæddur 26. apríl 1931 Dáinn 13. september 1986 Það er ótrúlega erfitt að skrifa fáein kveðjuorð um Svein frænda, og trúa því að hann sé dáinn. Hann er samofinn öllum björtu bemsku- minningunum, barnfóstra sem gætti manns og lék við, eða veitti bróðurlegar skammir og áminning- ar allt eftir efnum og ástæðum. I stuttu máli stóri bróðir minn sem engin systkin átti. Sveinn fæddist í Rauðanesi í Borgarhreppi 26. apríl 1931. Yngri sonur Guðrúnar Guðmundsdóttur og Þorgríms Einarssonar sem bjuggu þar í tvíbýli með Jóhannesi bróður Þorgríms og konu hans Evu Jónsdóttur. Þeir bræður voru leigu- liðar og árið 1934 fluttu þeir þaðan. Jóhannes að Ferjubakka, en Þorgrímur að Sleggjulæk í Staf- holtstungum, þar sem hann bjó í 11 ár í sambýli við Sigurð Sveins- son frænda sinn og mág og konu hans Halldóru Gísladóttur. Þar var paradís bemsku minnar, því Þorgrímur tók að sér að hafa litla systurdóttur úr Reykjavík öll sumur hernámsára og lengur þó. Þar var að henni hlúð af mildum og ástríkum höndum Guðrúnar og Halldóru, leikið með systrunum Kristínu og Amdísi dætrum Hall- dóru og Sigurðar og gætt af bræðrunum Guðmundi og Sveini. Litla óþekktarfrænkan var. eitt bamið á bænum, tilheyrði Qölskyld- unni og átti þar heima. Það var alltaf sólskin á Sleggju- læk, segi ég, og fólkið mitt brosir. Örlögin höguðu því svo að við Sveinn settumst bæði að á Suður- nesjum og ég hélt áfram að kvabba á honum, glettast, nöldra, jafnvel rífast á þann hátt sem maður gerir aðeins við sína nánustu. Hann hélt áfram að vera stóri bróðir. Þorgrímur keypti Síðumúlaveggi í Hvítársíðu 1945, þá voru þeir bræður stálpaðir og bernskuleikir að baki, en enn flaut litla frænkan með á sumrin. Sveinn kvæntist Svanbjörgu Eiríksdóttur frá Norðfirði, og þau fóru að búa í Keflavík. Þar fædd- ust bömin þijú, Ása Sigríður, Pétur Friðrik og Linda Óska. Sveinn stundaði leigubílaakstur og var vinsæll og lánsamur í sínu starfi, því slysalaust komust allir hans farþegar á áfangastað. Síðustu 10 árin bjuggu þau Svana í Sandgerði og áttu þar fal- legt heimili. Bamabörnin eru þrjú, Pétur, Sveinn og lítil telpa sem fæddist 9. þessa mánaðar. Glaður og reifur fór hann í lax- veiði um helgina. Veiðifélagar héldu heim í veiðihús um hádegisbil, þá var hallað sér útaf að fá sér ofurlít- inn blund, en Sveinn vaknaði ekki aftur. Svona vildi ég fá að fara segjum við gjaman, þetta er það besta, en fýrir þá sem eftir lifa er þetta óskaplegt. Það tekur langan tíma að sætta sig við að hann er horfinn úr hópnum. t Mófiir okkar, VALGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Sörlaskjóli 58, andaðist í Öldrunardeild Landspítalans, Hátúni 10 b., fimmtudag- inn 18. september. Fyrir hönd ættingja og annarra vandamanna Sigrún S. Waage, Gunnar Reynir Antonsson. t Móðir okkar, GUÐRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR frá Krókvöllum, Garði, Ásvallagötu 33, lést fimmtudaginn 18. september í Landspítalanum. Börn hinnar látnu. t HÓLMFRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, áður til helmilis í Breiðageröi 8, lést á elliheimilinu Grund þann 19. september. Jaröarförin aug lýst síöar. Fyrir hönd aðstandenda Magnús Júlíusson. t Sonur okkar, ÞÓRIR BALDURSSON, Rauðalæk 18, lést þann 17. september. Baldur Sveinsson, Ingibjörg Torfadóttir. t Maöurinn minn, faöir, sonur og afi, SVEINN ÞORGRÍMSSON, bifreiðastjóri, Hlíðargötu 28, Sandgerði, er lést 13. sept. síöastliöinn, veröur jarösunginn frá Hvalsnes- kirkju laugardaginn 20. september kl. 15.00. Fyrir hönd aöstandenda. Svanbjörg Eirfksdóttir. Elsku Grímur minn, Svana og fjölskyldan, við frændfólkið í Vog- unum sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sveini þakka ég samfylgdina og bið Guð að blessa hann í nýrri tilveru. Litla frænka Hótel Saga Siml 12013 Blóm og skreytingar við öll tœkifœri Birting afmæl- is- og minning- argreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og út- för móður okkar, fósturmóöur, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR Þ. ÞORLEIFSDÓTTUR frá Veiðileysu. Ingibjörn Hallbertsson, Þorleifur Hallbertsson, Karl Hallbertsson, Lýður Hallbertsson, Ármann Hallbertsson, Sjöfn Inga Kristinsdóttir, barnabörn og Jóna Jónsdóttir, Sigrfður Kristjánsdóttlr, Anna Jónsdóttlr, Guðbjörg Eirfksdóttlr, Guðrún Steingrfmsdóttir, Helgi Guömundsson, barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug viö andlát og útför CORU SOFIE BALDVINSON, f. Paulsen, Héraðshælinu á Blönduósi. Jóhann Baldvinsson, Gunda Jóhannsdóttir, Paul Jóhannsson, Elfn Ellertsdóttir, Sigmund Jóhannsson, Helga Ólafsdóttir, Anne Jóhannsdóttir, Einar Evensen, Krístine Jóhannsdóttir, Þorsteinn G. Húnfjörð, Oddný Jóhannsdóttir, Thorleif Jóhannsson, Kolbrún Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum öllum vinum og vandamönnum nær og fjær auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför PÁLS ÁGÚSTSSONAR skólastjóra, Fáskrúðsflrði. Guð blessi ykkur öll. Heba A. Ólafsson, Atli Karl Pálsson, Sigurður Ingi Pálsson, Margrét, Þór og barnabörn. Legsteinar , llnnarbraut 19, Seltjarnarnesi H- sími 91-620809 f'Umít 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.