Morgunblaðið - 20.09.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.09.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1986 Aukin samkeppni á sviái útvarps og sjónvarps Starfsmenn sjónvarpsins héldu fund siðdegis í gær þar sem tilkynnt var um fyrirhugaðar breytingar og rætt um þá samkeppni sem framundan er á sjónvarpsmarkaðinum. VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi i g»r: Skammt út af Vestfjörðum er 997 milli- bara lægð sem þokast í noröaustur og grynnist, en um 600 km suðsuðaustur af Hvarfi er 992 millibara kröpp lægð sem fer allhratt í nqrðaustur. SPÁ: Fremur hæg suðaustanátt á suður- og austurlandi en nánast logn i öðrum landshlutum. Skýjað verður sunnan- og austanlands en víðast annars staðar léttskýjað. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: SUNNUDAGUR: Fremur hæg suðvestanátt, smá skúrir sunnan- og vestanlands en að mestu úrkomulaust annars staðar. Hiti 7—9 stig. MÁNUDAGUR: Vestan og norðvestanátt, líklega ekki mjög hvöss, viða skúrir vestan- og norðanlands en þurrt á suðaustur- og aust- urlandi. Hiti 6—10 stig. TÁKN: O Heiðskírt •ö ■ö Léttskýjað Hálfskýjað Skýja* Alskýjað a Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V E' E= Þoka = Þokumóða ’ , » Súld OO Mistur —|- Skafrenningur |~^ Þrumuveður VEÐURVÍÐA UMHEIM kl. 12.00 ígær að ísl. tíma hhl veóur Akureyri 1Ó skýjaó Reykjavik 10 þokumóóa Bergen 10 alskýjað Helsinki 10 skýjað Kaupmannah. 13 skýjað Narssarssuaq 4 léttskýjað Nuuk 4 skýjað Osló 15 skýjað Stokkhólmur 15 skýjað Þórshöfn 11 rigning Algarve 24 skýjað Amsterdam 14 hálfskýjað Aþena vantar Barcelona 24 skýjað Berlfn 14 skýjað Chicago 17 þokumóða Glasgow 12 skýjað Feneyjar 20 alskýjað Frankfurt 15 hilfskýjað Hamborg 12 skýjað Jan Mayen 6 súld Las Palmas vantar London 15 skýjað Los Angeles 16 skýjað Lúxemborg 13 léttskýjað Madrfd 24 skýjað Malaga 27 skýjað Mallorca 32 léttskýjað Miami 26 léttskýjað Montreal 14 alskýjað Nice 26 skýjað NewYork 17 alskýjað Parfs 15 skýjað Róm 27 hálfskýjað Vín 14 léttskýjað Washington 18 þokumóða Winnipeg 3 alskýjað Aðalfréttatími Sjónvarps færist fram um hálftíma: „Viðbrögð Ríkisút- varpsins við auk- inni samkeppni“ — segir Markús Á. Einarsson varaformaður útvarpsráðs Á FUNDI útvarpsráðs í gær var ákveðið að færa aðal- fréttatíma Sjónvarpsins fram um hálftíma og hefst hann þá kl. 19.30 frá og með nk. mánaðamótum. Þá samþykkti útvarpsráð drög að nýjum ramma fyrir Sjón- varpið sem miðar að því að það hefjist samfelld dagskrá kl. 18.00 í stað 20.00 eins og verið hefur til þessa. Dagskráin hefst með fréttaágripi á táknmáli laust fyrir kl. 18.00. Síðan hefst út- sending með bamaefni og verður dagskrá send út samfellt til kl. 23.00. Kl. 19.00 verður létt efni við hæfí allrar fjölskyldunnar fram að fréttum kl. 19.30. Á eftir fréttum verða léttir mynda- flokkar eða stakt innlent efni í dagskrá. Fram að vetrarbyijun em ekki aðrar verulegar breyt- ingar frá ramma sumardag- skrárinnar. Þó bætist við á mánudagskvöldum kl. 20.10 léttur myndaflokkur og íþrótta- þáttur mánudags flyst til sunnudags kl. 19.00. Vetrardag- skrá hefst síðan 25. október. Ramminn verður svipaður þá nema útsending hefst fyrr um helgar eða kl. 16.00. Innlent efni mun þá aukast vemlega. Á fundi með blaðamönnum í gær sagði Markús Öm Antons- son útvarpsstjóri að umræður hefðu verið í gangi um alllangt skeið innan stofnunarinnar um breytingar á tilhögun dagskrár- innar. „Þessar breytingar þýða ekki vemlega lengingu á útsend- ingartíma, heldur er gert ráð fyrir markvissari tímamörkum en verið hefur á dagskránni til þessa.“ Þá er í ráði að gera meira úr seinni fréttatíma Sjón- varpsins og hafa hann í dag- skránni fyrr en verið hefur, eða laust eftir 22.00. Markús Á. Einarsson, vara- formaður utvarpsráðs, sagði í samtali við Morgunblaðið að til- færsla aðalfréttatímans væri m.a. viðbrögð Ríkisútvarpsins við aukinni samkeppni og eins hefði verið þiýstingur á að bamaefni yrði fært fram. „Ég vona að samkeppni verði bæði Ríkisútvarpinu og einkafram- takinu til góða og að allt þetta geti fallið í góðan jarðveg sem fyrst og fremst verði hlustendum til góða,“ sagði Markús. Á virkum dögum kl. 19.00 verður á dagskrá Sjónvarps létt fjölskylduefni fram að fréttum. Á mánudögum eftir fréttir verð- ur léttur erlendur myndaflokkur á dagskrá, þá Poppkom og loks leikrit - 50 til 120 mínútur. Á þriðjudögum eftir fréttir verður sakamálamyndaflokkur í Sjón- varpinu, þá heimildamynda- flokkur, fréttir og Kastljós. Á miðvikudagskvöldum verður leikinn erlendur myndaflokkur á dagskrá, þá stakir innlendir þættir og Nýjasta tækni og vísindi, þá fréttir og erlent eða innlent efni af ýmsu tagi. Ekk- ert sjónvarp verður á fimmtu- dögum, en eftir fréttir á föstudögum er fyrirhugaður sakamálamyndaflokkur, þá inn- lendur unglingaþáttur, Kastljós, fréttir, Á döfínni og loks bíó- mynd. Á laugardagskvöldum verða Glettur eða Kvöldstund með listamanni á dagskrá Sjón- varps, þá erlendur gaman- myndaflokkur, síðan stakir innlendir eða erlendir þættir af léttara taginu og bíómynd í iok dagskrár. Eftir fréttir á sunnu- dögum verður dagskrá næstu viku kynnt, þá verða á dag- skránni stakir innlendir þættir, 30 til 50 mínútur í senn og síðan leikritamyndaflokkur, 50 til 90 mínútur. Eftir seinni fréttir á sunnudagskvöldum verður ýmis- legt erlent eða innlent efni. Breytingar á svæðisútvarpinu frá 1. október; Sent út sex daga í viku kl. 18—19 ÞÆR breytingar á starfsemi svæðisútvarpsins á Akureyri voru samþykktar á fundi útvarpsráðs í gær að í stað þess að alla virka daga sé útvarpað frá kl. 17.00 tii kl. 18.30 verður útvarpað sex daga vikunnar frá kl. 18.00 til 19.00 og er það laugardagurinn sem bætist við. Ema Indriðadóttir, deildar- stjóri Ríkisútvarpsins á Akur- eyri, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að efni svæðisútvarpsins yrði í meginat- riðum eins upp byggt, auglýs- ingar, fréttir og rabbað við fólk á svæðinu. „Sú breyting verður hins vegar að í stað þess að tveir menn sjái um svæðisút- varpið á hveijum degi verður einn umsjónarmaður með hvem þátt, einu sinni til tvisvar í viku.“ Það verða Pálmi Matthíasson, Finnur Magnús Gunnlaugsson, Ema Indriðadóttir, Gísli Sigur- geirsson og Inga Eydal sem skipta því með sér að sjá um þáttinn. Eftir þessa breytingu geta Norðlendingar hlustað á Rás 2 milli kl. 17.00 og 18.00 en hing- að til hefur útsending svæðisút- varpsins verið á sömu tíðni og Norðlendingar því ekki heyrt í Rásinni meðan svæðisútvarpið hefur sent út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.