Morgunblaðið - 20.09.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.09.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1986 Sex borgir vilja halda Ólympíuleikana 1992 — leikarnir eru stórgróðafyrirtæki BARÁTTAN um gullið á Ólympíuleikunum sumarið 1992 er hafin. Að þessu sinni er ekki keppt um verð- launapeninga, heldur um að fá að halda leikana, því það er stórgróðafyrirtæki. Frá 1896 til 1980 sáu borgarstjórnir viðkomandi borga um Ólympfuleikana og voru þeir ávallt reknir með tapi. Mesta tapið varð í Montreal í Kanada 1976, 1 milljarður dollara, aðallega vegna gífurlegra byggingaframkvæmda, sem hafa ekki staðið undir kostnaði. OL í Los Angeles 1984 voru reknir af kaupsýslumönnum og hagnaðurinn varð 215 milljónir dollara. Næstu OL verða í Seoul í Suður-Kóreu, en 6 borgir sækja um að halda leik- ana 1992. Þæreru Amsterdam, Barcelona, Belgrad, Birmingham, Englandi, Brisbane, Astralíu, og Parfs. í Los Angeles var kostnaði hald- ið niðri með því að nota mannvirki, sem fyrir voru, sjálfboðavinnu og stuðningi stórfyrirtækja. Sala að- göngumiða og sala sjónvarpsrétt- ar utan Bandaríkjanna og Kanada gekk upp á móti kostnaði, þannig að þær 225 milljónir dollara, sem bandaríska sjónvarpsstöðin ABC greiddi fyrir sjónvarpsréttinn í Bandaríkjunum og Kanada, urðu nær hreinn hagnaður. Allar borgir, sem sækja um OL 1992, hafa skipulagningu og framkvæmd OL í Los Angeles að leiðarljósi. Leynileg kosning Alþjóðaólympíunefndin (IOC) er skipuð 90 sjálfkjörnum fulltrúum. Hver þjóð getur aðeins átt einn fulltrúa, en tvo hafi hún haldið Ólympíuleika eða íbúafjöldi sé það mikill að mati nefndarinnar, að hann réttlæti tvo fulltrúa. í nefnd- inni eru 4 konur og meðalaldur nefndarmanna er 64 ár. Nefndar- menn eru ekki fulltrúar þjóða sinna, heldur fulltrúar Alþjóða- ólympíunefndarinnar í heimalandi sínu. Þeir fá engin laun, en allan kostnað vegna starfa fyrir nefndina greiddan. Aætlaður kostnaður í ár er fjórar milljónir svissneskra franka sem jafngildir um hundrað milljónum íslenskra króna. Bene- dikt Waage var i nefndinni á sínum tíma, en hann tilnefndi ekki eftir- mann áður en hann féll frá og er því enginn íslendingur í nefndinni. Á fundi nefndarinnar 17. októ- ber nk., sem haldinn verður í höfuðstöðvunum í Sviss, verður leynileg kosning um hvar halda skuli OL 1992. Fyrst verður kosið um vetrarleikana, en um sumar- leikana strax á eftir. Sú borg, sem fær meirihluta atkvæða, hreppir hnossið. Nokkrar umferðir þarf til að skera úr um sigurvegarann, en í hverri umferð fellur sú borg úr, sem fæst atkvæði fær. Haldið er áfram þar til ein borg fær hreinan meirihluta atkvæða. Þrennt hafa nefndarmenn eink- um í huga við kosninguna. Að sem flestar þjóðir geti sætt sig við borgina stjórnmálanna vegna og hætti ekki við þátttöku þess vegna, en slíkt hefur færst í aukana á síðustu þrennum Ólympiuleikum og nú síðast á samveldisleikunum í sumar. í öðru lagi að ekki sé hætta á hryðjuverkum og síðast en ekki síst, hvort viðkomandi borg geti fjármagnaö leikana, skipulagt þá og haldið með sóma. Kynningarbar- átta borganna Los Angeles var eina borgin, sem sótti um OL 1984, en sex borgir sækja um sumarleikana 1992 og sjö um vetrarleikana. Gert er ráð fyrir að kynningarstarf borganna kosti samtals um 100 milljónir dollara. Gefnir hafa verið út kynningarbæklingar, gerðar kvikmyndir um borgirnar, nefndar- mönnum IOC boðið á staðina og þeim færðar veglegar gjafir. „Þú verður að sannfæra hvern einasta nefndarmann IOC um að þín borg sé best," segir Alain Danet, sem stjórnar kynningarstarfi Parísar. Brisbane Skipuleggjendur kynningar- starfsins í Brisbane telja að baráttan standi fyrst og fremst á milli Parísar, Amsterdam og Barc- elona, sem fái samanlagt um 50% atkvæöa. Þeir vonast til að komast í gegnum fyrstu tvær umferðirnar og fái eftir það atkvæöi greidd þeim borgum, sem þá verða fallnar út, og hreppi þannig leikana. Sally- anne Atkinson, borgarstjóri Bris- bane, hefur verið helsti málsvari borgarinnar varðandi leikana. Ástralíumenn taka mark á henni en innan við 20% íbúa Brisbane eru andvíg því að halda leikana. Samveldisleikarnir voru í Bris- bane fyrir fjórum árum, þannig að flest íþróttamannvirki eru til stað- ar. Loftslagið er þægilegt, hryðju- verk óþekkt og fái Brisbane að halda leikana, mun borgin niður- greiða flugfar til Ástralíu, svo ekki verði dýrara að fljúga þangað en til Evrópuborga. Það sem helst mælir á móti Brisbane er að margir í ólympíu- nefndinni eru þeirrar skoðunar að OL 1992 eigi að vera í Evrópu. Belgrad Helsti kosturinn við að halda OL í Belgrad er sú, að engin hætta er talin vera á hryðjuverkastarf- semi. Einnig eru þjóðir, sem hætt hafa við þátttöku á fyrri leikum, vinveittar Júgóslövum. Þá er öll íþróttaaöstaða fyrir hendi til keppni í öllum greinum á afmörk- uðu svæði, en eitt helsta vandamál í Los Angeles var, hvað langt var á milli keppnisstaða. Þrátt fyrir augljósa kosti Belgrad, er ýmislegt sem mælir á móti því að borgin fái leikana. Mörgum finnst of stutt síðan Ólympíuleikar voru í Júgóslavíu, en vetrarólympíuleikarnir 1984 voru haldnir í Sarajevo. Borgin hefur ekki verið eins dugleg í kynningar- starfinu og aðrir umsækjendur og tíminn er að renna út. Símakerfið er langt frá því að vera viðunandi og fáir tala erlend tungumál. En Ólympíuleikar eru á dagskrá hjá Belgrad og fái borgin ekki að halda leikana 1992, verður stefnan sett á næstu leika. Amsterdam Fulltrúar Amsterdam leggja áherslu á að verði leikarnir haldnir í borginni, fari keppni í 20 af 23 greinum fram í næsta nágrenni miðborgarinnar, og þar sem sam- göngur séu mjög góðar, fari lítill tími í ferðir á milli staða. Hollend- ingar hampa Amsterdam sem heimsborg, þar sem allir tali mörg tungumál, en sama sé ekki hægt að segja um keppinautana. Þeir segja öryggi keppenda gagnvart hryðjuverkum meira en í París, Birmingham og Barcelona og bún- aður til fjarskiptamóttöku og -sendinga sé fullkominn. En það er langt í frá, að ein- hugur ríki í Hollandi um að halda leikana, og aðilar, andvígir leikun- um, hafa mótmælt kröftuglega bæði með mótmælagöngum og eins eru sprengingar í höfuðstöðv- um hollensku ólympíunefndarinnar og í símstöð í Amsterdam fyrir skömmu talin verk mótmælenda. Skipuleggjendur leikanna í Amst- erdam óttast þessi mótmæli, minnugir þess að Seoul í Suöur- Kóreu fékk leikana 1988 en ekki 0 Pasqual Maragall, borgarstjóri Barcelona og Juan Carlos I, Spánar- konungur, með baráttugögn Barcelona. 0 Þessi trukkur hefur verið á ferðinni um Spán sfðan í marz til að kynna Ólympíuleikana 1992. Nagoya í Japan, en þar höfðu umhverfisverndarmenn mótmælt leikunum. Birmingham Breska ólympíunefndin tók Birmingham fram yfir London og Manchester til að sækja um að halda OL 1992 vegna bestu örygg- isgæslunnar. Verði leikarnir haldnir í Birmingham, verður einn öryggisvörður á móti hverjum sex keppendum og gestum, og segja talsmenn borgarinnar öryggi hvergi betra hjá keppinautunum. Þeir hampa stuðningi Önnu Breta- prinsessu og Thatcher, forsætis- ráðherra. Þá leggja þeir áherslu á að Birmingham sé vel í sveit sett og margt sé hægt að sjá og gera í næsta nágrenni. Hætta á ólátum i Birmingham er engu að síður þyrnir í augum IOC, en talsmenn borgarinnar segja að ólæti undanfarinna ára megi að miklu leyti rekja til atvinnu- leysis, en unnið sé að lausn þeirra mála. París Frakkar leggja áherslu á að þeir vilji að OL 1992 verði í París, en séu ekki að sækja um leikana til að hlaupa í skarðið. Talsmenn borgarinnar segja að París sé vel í stakk búin til að halda leikana. Frakkar aðstoðuðu Mexíkana við að skipuleggja öryggisgæslu á HM í sumar og þar urðu engin teljandi vandræði að þeirra sögn. Þeir und- irstrika að París sé alheimsborg menningar tækni og vísinda, borg sem ráði við stórverkefni og í því sambandi sé þess skemmst að minnast, að París var tekin fram yfir Barcelona, þegar valin var borg fyrir skemmtigarðinn Disneyland í Evrópu. Helsti keppinautur Parísar er ekki ein hinna fimm borga, sem sækja um sumarleikana 1992, heldur franska borgin Albertville, sem vill halda vetrarleikana sama ár. IOC kýs fyrst um vetrarleikana, en sumarleikana strax á eftir og vita fulltrúarnir þá ekki um úrslit fyrri atkvæðagreiðslunnar. Verði Albertville með í lokaumferðinni, er talið ólíklegt að París hljóti sum- arleikana, því almennt samkomu- lag ríkir um að engin þjóð eigi að halda báða leikana sama árið, þó fordæmi séu fyrir því. Barcelona Ólympíuleikarnir hafa aldrei ver- ið haldnir á Spáni, þrátt fyrir að bæði Barcelona og Madrid hafi sótt það stíft í meira en 60 ár. Fyrst og fremst þess vegna er al- mennt talið að leikarnir 1992 verði í Barcelona. Engin borg hefur lagt eins mikið í kynningarstarf og Barcelona. Nær öllum stjórnarmönnum IOC hefur verið boðið til borgarinnar og m.a. hefur fulltrúi Brasilíu, Joao Havelange, sem einnig er formað- ur alþjóðaknattspyrnusambands- ins, hvatt alla nefndarmenn til að velja Barcelona. Formaður IOC er Spánverjinn Juan Antonio Samaranch og hann hefur alla tið viljað að Ólympíuleik- ar yrðu haldnir á Spáni, en að þessu sinni ætlar hann að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. Nefndar- menn bera mikla virðingu fyrir honum og það hefur mikið að segja, þegar til atkvæðagreiðsl- unnar kemur. 17. október fæst úr því skorið, hvaða borg hreppir Ólympíuleik- ana 1992, en eftir miklu er að slægjast og má búast við að bar- átta borganna eigi eftir að harðna enn meira þegar nær dregur kosn- ingum. (S.G. Byggt á greinum úr Herald Tribune.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.