Morgunblaðið - 20.09.1986, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1986
Ferðamál á íslandi
Hvert stefnir?
Jón Baldur Þorbjörnsson og Magnús Ásgeirsson
Þriðja árið í röð sjáum við fram
á mikla aukningu ferðamanna-
straums til íslands. Útlit er fyrir
að heildarfjöldi erlendra ferða-
manna verði allt að 112.000 á þessu
ári. Sambærileg tala fyrir síðasta
ár var 97.000.
Ekki þarf að fara mörgum orðum
um mikilvægi þessarar ört vaxandi
atvinnugreinar fyrir Islendinga
fyrst að jafnvel ráðamenn þjóðar-
innar eru farnir að grípa til pennans
og lýsa yfir velþóknun sinni með
þróun mála á ferðaþjónustugeiran-
um. Því má ætla að þau 6-7%
útflutningstekna, sem ferðaþjón-
ustan skapar, séu nú loksins farin
að vekja verðskuldaða athygli
landsfeðra vorra og ferðaþjónustan
þar með komin inn á landakort þjóð-
hagfræðinnar.
Nýtt síldarævintýri?
Nú er því eitt sinn þannig varið
með okkur Islendinga að við höfum
á okkur ýmis einkenni hjarðþjóðar.
Lifa fyrir líðandi stund og láta
„Hverjum er raunveru-
lega verið að gera
greiða með fram-
kvæmdum sem þessum,
brúarbyggingum vítt
og breitt og hraðbraut-
um á hálendinu?
Orugglega ekki við-
kvæmum stöðum eins
og Laugum og Lindum
og ekki heldur ferða-
mönnum.“
morgundaginn ekki angra sig. Vön
því að njóta og lifa hátt þegar vel
veiðist en geta líka súrrað sultar-
ólina eitthvað saman þegar illa árar.
Hins vegar þekkjum við líka ókost-
ina af þessum hugsunarhætti.
Nægir að nefna hugtök eis og „rán-
yrkja" og „síldarævintýri" í því
sambandi. Að mati okkar, sem
stöndum að þessum greinarskrifum,
er enn eitt síldarævintýrið í uppsigl-
ingu. Að þessu sinni er það komið
til fyrir stefnu eða öllu heldur
stefnuleysi Islendinga í þróun ferða-
mála innanlands. Sú ímynd, sem
Island hefur í hugum flestra þeirra
útlendinga sem koma til lands í leit
að vissu einstaklingsfrelsi og
„óspilltu undralandi náttúrunnar"
(sbr. ferðabæklinga um Island), er
í hættu þegar til lengi'i tíma er litið
— og þar með ferðaiðnaðurinn allur.
Auðvitað felst viss hætta fyrir
land og þjóð í því þegar fjöldi er-
lendra ferðamanna ár hvert er
farinn að nálgast helming allra
landsmanna. Við sjáum að viðkvæm
svæði á hálendinu em farin að láta
á sjá vegna ágangs ferðamanna.
Okkur finnst ekki heldur beinlínis
gaman að því að annar hver bíll,
sem við mætum .á hálendinu að
sumarlagi, skuli vera á erlendum
númerum hvað sem allri „peninga-
lykt“ af þessum bílum viðvíkur. Og
við vitum einnig að eitt af þjóðarein-
kennum okkar, hin rómaða íslenska
gestrisni, hefur orðið fyrir nokkuð
þungum búsifjum hin síðar ár af
fyn-greindum ástæðum. En þetta
em atriði sem erfitt er að sporna
við og hljóta ávallt að vera fylgifisk-
ar aukins ferðamannastraums til
hvaða lands sem er.
Hin tegundin af hættu af völdum
aukins ferðamannastraums skrifast
hins vegar alfarið á okkar eigin
reikning. Meðal annars birtist hún
í landlægu kapphlaupi fólks um
skjótfenginn gróða. Nýjar sjoppur
skjóta nú upp kollinum á þeim stöð-
um þar sem ferðamannaveiðivonin
er mest. Stundum á kostnað þess
sem síst skyldi, ísienskrar nátt-
úrufegurðar, eins og nú má til
dæmis sjá við Skógafoss. Einnig
er orðrómur um að koma eigi —
og jafnvel þurfi (!) — sjoppuskúr á
Kambabrún. Það má aldrei verða.
Er ekki nóg að hafa Eden staðsett
í Hveragerði?
Og svo em það nú blessaðar lopa-
peysurnar, hestaleigurnar, flug-
ferðirnar og gijótsölurnar. Ovíða
er nú svo hægt að koma með ferða-
menn að ofantalin söluvara og
misjafnlega ágengir sölumenn blasi
ekki við í einhverri mynd. Setningar
eins og „ætla þeir ekki að kaupa
neitt núna, andskotans túristarnir“
— hafa jafnvel heyrst frá fólki sem
á mest sitt komið undir viðskiptum
við erlenda ferðamenn. Hér verða
íslendingar að kunna að stilla sölu-
gleðinni í hóf og greina á milli þess
hvað flokkast undir góða þjónustu
annars vegar og prang hins vegar.
„Vegabætur" á
hálendinu
Annað sívaxandi áhyggjuefni er
fólgið í svokölluðum vegabótum á
hálendinu. Það gerðist til dæmis í
sumar að ný brú virtist skyndilega
hafa dottið ofan úr himnum yfir
Jökulsá á Fjöllum, á móts við
Upptyppinga. Þar með var þeim
sem vilja gert kleift að bæta einni
skrautfjöður við í hálendishattinn
sinn með því að „skreppa og kíkja
inn í Kverkfjöll“, ásamt því að líta
rétt við í Herðubreiðarlindum og
Öskju, allt í sömu pakkaferðinni.
Árangurinn er sá að þessar við-
kvæmu perlur hálendisins eru nú í
vaxandi mæli sóttar heim af ferða-
mönnum, íslenskum og erlendum,
sem eru komnir rétt til þess að
skoða, bæta við í safnið, í stað þess
að njóta staðarins eftir að hafa
virkilega þurft að leggja eitthvað á
sig til að riá þangað.
Það stendur víst einnig til að
bæta Rjúpnabrekkukvísl í safn brú-
aðra áa, eins og þar með leysist
allur vandi á Gæsavatnaleið. Það
eina sem er nokkuð víst í þessum
efnum er að seint verður hægt að
koma í veg fyrir slys á hálendi Is-
lands af völdum vankunnáttu og
vanmats á aðstæðum.
í framhaldi af þessari umræðu
vaknar spurning um það hver sá
aðili er sem ræður ferðinni í vega-
framkvæmdum á hálendinu. Gaman
væri til dæmis að vita hver það var
sem réði því að einn skemmtileg-
asti spottinn á Fjallabaksleið nyrðri,
í botni gilsins í enda Jökuldala, var
lagður af. í stað hans var ristur
nýr vegarslóði í hlíðina fyrir ofan,
djúpt sár sem erfitt verður að fá
til að halda kyrru fyrir.
Hveijum er raunverulega verið
að gera greiða með framkvæmdum
sem þessum, brúarbyggingum vítt
og breitt og hraðbrautum á hálend-
inu? Örugglega ekki viðkvæmum
stöðum eins og Laugum og Lindum
og ekki heldur ferðamönnum. Því
að sá tími sem sparast vegna betri
vega nýtist núorðið aðeins sem
lengri dagleiðir auk þess sem sjarm-
inn yfir hálendisleiðunum fer óðum
fölnandi. Og hvað skyldi nú vera
langt í að einhveijum detti í hug í
framkvæmdagleðikasti að smíða
akfæra biú á Krossá? Víst er að
Þórsmörk á ekki eftir að verða þeim
aðila þakklát. Tifellið er að þeir sem
á annað borð ætla sér að heim-
Ljósmynda-
sýning í
Ingólfs-
brunni
Jón Júlíus Elfasson með eitt
verka sinna.
JÓN Júlíus Elíasson áhugaljós-
myndari heldur ljósmyndasýn-
ingu í Ingólfsbrunni í Miðbæjar-
markaðinum.
Sýningin var opriuð mánudaginn
15. september og stendur til 17.
október. Þetta er önnur einkasýning
Jóns. Sýndar eru svart/hvítar
myndir og eru þær til sölu. Sýning-
in er opin milli klukkan 9 og 18
virka daga.
Vin/5^ðs/a
Það ertilvalið að koma í JL Byggingavörur við Hringbraut eða Stórhöfða.
Þiggja góð ráð frá sérfræðingum um allt mögulegt sem lýtur að
húsbyggingum, breytingum og viðhaldi húseigna.
Við höfum ætíð heitt kaffi á könnunni.
Laugardaginn 20. september verður kynningu háttað sem hér segir:
JL Byggingavörur, Stórhöfða.
Laugardaginn 20. septemberkl. 10-16.
SET SNJÓBRÆÐSLUKERFI
OG FRÁRENNSLISRÖR
Sérfræðingar á staðnum.
- KYNNINGARAFSLÁTTUR -
JL Byggingavörur v/Hringbraut.
Laugardaginn 20. septemberkl. 10-16.
GÓLFTEPPIOG TEPPALÖGN.
GÓLFDÚKAR OG DÚKALÖGN.
Um ýmis konar efni og aðferðir.
Sérfræðingar á staðnum.
Komið, skoðið, fræðist
JL
BYGGINGAVÖRUR
2 góðar byggingavöruverslanir.
Austast og vestast í borginni
Stórhöfða, sími 671100 • v/Hringbraut, sími 28600