Morgunblaðið - 20.09.1986, Blaðsíða 44
►
4
ást er___
.. . að mála íbúðina.
TM Refl. U.S. Pat Ott.—all rlghts reserved
© 1986 Los Angeles Times Syndicate
Fór í bæinn. Kem aftur
þegar 1000 kallinn er
búinn
Þetta er einföld þjófa-
vörn. Skellir belgnum
undir bílinn, blæst hann
upp og rífur svo öll hjól-
in undan honum!
HÖGNIHREKKVÍSI
KATTASýNIMG
Mikil umræða er þessa dagana í þjóðfélaginu um útvarpsmál enda mikið um að vera í þeim efnum
þessa stundina. Landsmaður vill þakka Rikisútvarpinu fyrir frábæran fréttaflutning.
Ríkisútvarpið:
Frábær fr éttaflutningur
Landsmaður skrifar:
Ágæti Velvakandi.
Það er ekki oft sem ég hef sest
niður og ritað bréf í þennan pistil.
Ástæða þessara skrifa minna nú
er sú, að eftir að útvarpsstöðvunum
fjölgaði hef ég farið að taka betur
eftir því sem vel er gert hjá útvarps-
Víkverji
Umferðaröngþveitið í Reykjavík
á háannatímanum er orðið
gífurlegt og farið að slaga upp í
ástandið eins og það gerist verst í
stórborgunum. Sérstaklega á þetta
við nú síðustu vikurnar vegna þess
að Sætúnið hefur verið lokað meira
og minna vegna holræsafram-
kvæmda og það gerir það að
verkum að umferðin hefur lagst
með meiri þunga á hinar aðalleiðirn-
ar í austurborgina — Borgartúnið,
Suðurlandsbraut og Miklubraut.
Víkveiji lenti einnig í því í fyrradag
að vera upp undir hálftíma að kom-
ast úr vesturborginni austur í
Múlahverfi, vegalengd sem fara
má á fimm til tíu mínútum þegar
umferðin er minni.
Líklega er umferðarþunginn
óvíða meiri en í Reykjavík ef miðað
er við höfðatöluna margfrægu.
Þetta stafar auðvitað af því hversu
almenn bílaeign er orðin hér á landi
sem aftur er vafalaust afleiðing risj-
ótts veðurfars hér um slóðir. Að
auki segja fióðir menn að ástæða
þess að ástandið núna hafi versnað
til muna sé ekki aðeins sú að ein
aðalleið Breiðhyltinga t.il miðborg-
arinnar, Sætúnið, hafi verið lokið
mestan hluta sumars heldur einnig
sú staðreynd að bílaeign lands-
manna hafi á sama tíma aukist
gífurlega í framhaldi af tollalækk-
uninni.
Þótt vitað sé að íslendingar séu
um fátt eins einhuga og ágæti
einkabílsins og þannig greinilega
miklir áhangendur þeirrar stefnu
sem við hann er kennd, þá er það
þarft verk hjá Strætisvögnum
Reykjavíkur að kynna borgarbúum
starfscmi sína með kynningarbækl-
ingi þeim sem fólk hefur fengið
sendan heim nú nýverið. Strætis-
vagnar eru nefnilega ágætis farar-
máti og sérstaklega hefur Víkveija
þótt það þægilegt að nota strætis-
vagn til heimferðar að loknum
vinnudegi, því að þar gefst oft tæki-
fólkinu okkar. Sérstaklega vil ég
þakka fréttastofu rásar 1 fyrir frá-
bæran fréttaflutning. í því sam-
bandi má minna á fréttaþátt Alberts
Jónssonar „Að utan“ sem sérlega
virðist vandað til. Á Bylgjunni starf-
ar ennfremur margt hæft fólk s.s.
Hallgrímur Thorsteinsson, sem er
skrífar
færi til að láta hugann reika og
slaka á eftir eril dagsins og vera
þannig búinn að skilja vinnuna eft-
ir á sínum stað áður en heim er
komið.
Víkveiji verður þó fúslega að
játa að hann notar strætisvagnana
allt of sjaldan — eins og sennilega
flestir aðrir bíleigendur.
XXX
Víkverji hefur áður vikið að því
hvernig haustið flytur með sér
vor inn í allt menningar- og tóm-
stundalíf og fái mannlífið til að
skipta um svip. Eitt af því sem sér-
staklega vekur athygli í þessu
sambandi er hið gífurlega framboð
á ails kyns námskeiðum sem fólk
getur valið úr um þessar mundir.
Námskeiðahald virðist á góðri leið
með að verða stóratvinnuvegur á
íslandi.
Heilt fyrirtæki, Stjórnunarfélag
íslands, hefur lengi lifað góðu lífí
á því að skipuleggja námskeið í
tengslum við atvinnulífið, en nú eru
sprottnir upp aðilar sem bjóða nám-
skeið á hinum ólíklegustu sviðum.
Fólk sem er að skipuleggja
frítíma sinn yfír vetrarmánuðina
hlýtur að eiga í stökustu vandræð-
um. Á það að fai-a í einhvern
tölvuskólann til að reyna að fá ein-
hveija hugmynd um í hvetju þessi
tölvubylting sem allir eru að tala
um, er fólgin? Eða er kannski nær
að hafa samband við einhven dans-
skólann og sækja um upprifjun-
arnámskeið í argentínskum tangó
sem virðist vera að verða aðalmálið
í dag? Eða fara á námskeið í austur-
lenskri matargerð sem er einmitt
svo vinsælt um þessar mundir? Eða
á maður kannski að reyna að koma
lagi á heimilisbókhaldið með því að
sækja námskeið í slíku hjá tóm-
stundaskólanum. Og vel á minnst
— þar er líka námskeið í bútasaum
sem er sagt vera eitthvað mjiig
með ágætan fréttaþátt, og Þor-
steinn Vilhjálmsson með Ijómandi
tónlistarþátt.
Ekki má heldur gleyma starfs-
fólki rásar 2, sem hefur gert ágæta
hluti nú í nokkur ár, þó svo að ég
sé því sammála að nú eigi það að
kaupa rásina af ríkinu.
sniðugt. Jafnvel að sækja námskeið
hjá einum af mörgum sérmenntuð-
um sálfræðingum þessa lands til
að læra einfaldlega að njóta þess
að vera í samvistum við fjölskyldu
sína?
Námskeiðaúrvalið spannar þann-
ig orðið öll svið mannlegs lífs að
því er best verður séð. Það vantar
aðeins að boðið sé upp á námskeið
á einu sviði: Hvernig á að velja
námskeið?
Hugmyndinni er hér með komið
á framfæri.
xxx
AthyglisVerðar eru fréttir af því
að málþroski ungi-a barna í
Reykjavík sé meiri en annars staðar
á landinu. Rannsóknin sem leiddi
af sér þossa niðurstöðu kollvarpar
gersamlega gamalli alþýðutrú að
börnin á mölinni væru eftirbátar
annarra bama á landinu, bæði í
þroska almennt og í meðferð
íslensks máls. Að sjálfsögðu táknai'
málþroski ekki endilega að barnið
tali betri íslensku eða sé á undan
jafnöldrum sínum annars staðar á
landinu í almennum þroska — held-
ur gefur þetta vísbendingu um að
ýmsir þeir þættir borgarlífsins sem
menn hafa haft áhyggjur af, séu
e.t.v. ekki eins slæmir og af er lát-
ið eða hafa a.m.k. ekki þau áhrif
sem búist var við. Til að mynda
virðist útivinna mæðra og vistun
barna á stofnunum ekki hafa hér
nein áhrif. Mikil umgengni barna í
íjölmenninu sín á milli ekki heldur
en hún átti að valda orða- eða hug-
takafátækt. Það sem skiptir hins
vegar meginmáli er að á höfuð-
borgarsvæðinu er hærra hlutfall
velmenntaðra fjölskyldna en annars
staðar og málþroski barna virðist
ráðast af þessu heimilisumhverfi.
Goðsögnin um að gullaldaríslensk-
an lifí og dafni upp til sveita er því
miður sem óðast að deyja.