Morgunblaðið - 20.09.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.09.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAjÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1986 Heimsmeistaraeinvígið í skák: Kasparov missti tökin í tímahraki og á verri biðskák Skák Bragi Kristjánsson KASPAROV og Karpov tefldu átjándu einvígisskákina um heimsmeistaratitilinn i Len- ingrad í gær. Kasparov hafði hvítt og upp kom Nimzoindversk vöm. Heimsmeistarinn náði betra tafli í byrjun og hóf kóngs- sókn. Hann átti kost á jafnteli með þrátefli, en kaus að halda skákinni áfram. Hann tók með því óþarfa áhættu, því hann á lítinn umhugsunartíma eftir, og hafði tveggja vinninga forskot í einvíginu fyrir skákina. Akureyri: Nafn mannsins sem drukknaði á loðnumiðunum SJÓMAÐURINN sem féll út- byrðis á loðnubátnum Þórði Jónassyni, EA 350, og lést, hét Sölvi Sölvason til heimilis á Norðurgötu 49 á Akureyri. Sölvi var 29 ára að aldri. Hann lætur eftir sig eigin- konu og þijár dætur. 37. Dd4 - Ha7, 38. Hh7+ Kasparov á aðeins nokkrar sek- úndur eftir til að ná 40 leikja markinu, og leikur því, sem hendi er næst. 38. - Rg7, 39. a5 - Kg€, 40. Dxd7 - Hxd7 Kasparov átti hér kost á jafn- tefli með því að þráleika, en staðan er svo góð, að hann gleymir allri varkámi. 28. Hg€ - Re8, 29. e4 Þegar hér var komið átti Kasp- arov aðeins eftir sex mínútur til að ná 40 Ieikja markinu. 29. - g4, 30. Df4 - Bxb5, 31. Hxb5 - Rd7, 32. Bxc7 - Rxc5, 33. De3 Svartur hótaði bæði að drepa biskupinn á c7 og skáka drottning- una af með 33. — Rd3+. Nú átti Kasparov aðeins eftir 3 mínútur á síðustu sjö leikina. 33. — Rxe4, 34. Rxe4 — dxe4, 35. Bxa5 - f5, 38. Bb4? Kasparov missir tökin á stöðunni í tímahrakinu. Hann hefði nú getað leikið 36. Dd4! með margvíslegum hótunum. Svartur getur þá ekki leikið 36. — Ha7 vegna 37. Bd8 — Dd7 (37. - Hd7, 38. Hxf5+ - exf5, 39. Dc4+ o.s.frv.), 38. Hh7+ Hg7, 39. Hxg7+ - Rxg7, 40. Df6+ — Kg8, 41. Hb8 með sterkri sókn fyrir hvít. Kasparov hefur náð tímamörkun- um og getur virt fyrir sér rústir sinnar fyrrum glæstu stöðu. Hvítur verður sennilega að leika 41. Hh4 í biðleik, sem svartur svar- ar með 41. — Hgd8 og síðan ráðast svörtu hrókamir inn í hvítu stöð- una. Hvítur á erfítt með að veijast sókn svarts, því menn hans vinna illa saman dreifðir um allt borð. Karpov virðist því eiga vinnings- horfur í biðskákinni, sem tefld verður í dag. Takist honum að vinna, er forskot Kasparovs komið niður í 1 vinning, og sex skákir em eftir í einvíginu. Árétting MATTHÍAS Ingibergsson skip- stjóri hefur beðið Morgunblaðið að geta þess vegna fréttar á baksíðu blaðsins sl. fimmtudag um uppboð á Þóri VE 16, sem vegna úreldingar var sökkt í skipakirkjugarðinn norðvestur af Eiðinu í Eyjum, að 8. sept- ember sl. hafi skuld útgerðar- innar við ríkissjóð verið greidd að fullu, kr. 224 þúsund krónur, og sé málinu þar með lokið. Sámal Bláhamar, eigandi Tourist Traffic, með samstarfsmönnum i básnum í Laugardalshöll. Nýjung á íslandi: Ferðakaupstefna landanna í norðri FYRSTA Norð-Vesturferðakaupstefnan var sett í Laugardalshöll í gærmorgun, að viðstöddum forseta íslands, Vigdísi Finnboga- dóttur. Það eru ferðasalar frá íslandi, Færeyjum og Grænlandi sem standa að þessari kaupstefnu, og ferðakaupendur víðs vegar að úr Evrópu koma hingað til lands til þess að kynna sér það sem á boðstólum er og semja um ferðakaup. Sámal Bláhamar heitir einn Færeyinganna sem bjóða upp á ferðir til Færeyja og um Færeyj- ar. Hann segir ferðaútveg nýja en vaxandi atvinnugrein í Færeyj- um. Ferðamenn til Færeyja séu um 35 þúsund talsins á ári, í dag, en Færeyjar gætu að sögn Sá- mals tekið á móti 50 þúsund manns á ári. Hann rekur ferða- skrifstofuna Tourist Traffic, sem er nánast eina ferðaskrifstofan í einkaeign á Færeyjum. A kaupstefnunni í gær kom í ljós að nýtt íslenskt fyrirtæki hafði litið dagsins Ijós, en það er fyrirtækið íslandsferðir, sem hef- ur starfað í Þýskalandi frá því 1. apríl sl. undir nafninu Island Tours. Það eru þeir Skúli Þor- valdsson hótelstjóri á Hótel Holt, Böðvar Valgeirsson eigandi ferða- skrifstofunnar Atlantik og Ómar Benediktsson, sem áður starfaði hjá Ferðamálaráði í Hamborg sem eiga og reka þessa ferðaskrif- stofu.' Að sögn Ómars, sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins með aðsetur í Hamborg, reikna þeir þremenningamir með að flytja hingað til lands á næsta ári 500 til 600 Þjóðverja. Ómar sagði að þeir hefðu mætt ótrúlega nei- kvæðum viðbrögðum hjá íslensk- um ferðaskrifstofum, er þeir hefðu leitað til þeirra, hvað varðar móttöku á Þjóðveijum hér og skipulagðar ferðir um landið. Hann sagði að þær hefðu bókstaf- lega tekið sig saman um að hafna öllum viðskiptum við Island To- urs, og gefið það sem ástæðu að nú þegar væru of margir í Þýska- landi sem byðu ferðir til íslands. Ómar sagði að sem betur fer hefðu aðrir aðilar ferðaþjón- ustunnar hér á landi, tekið fyrir- tækinu frábærlega, og nefndi hann sem dæmi hótel, bílaleigur, smærri ferðasala og fleiri. Kaupstefnunni verður fram haldið í dag og á morgun, og er hún báða daga opin almenningi. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík: Fimmtán tílkynntu um þátttöku í prófkjöri Tveir núverandi þingmenn gefa ekki kost á sér FIMMTÁN Reykvíkingar til- kynntu um þátttöku í prófkjöri Sjálfstæðisfiokksins í höfuð- borginni fyrir alþingiskosning- arnar á næsta ári. í þennan hóp vantar þrjá, sem voru á fram- boðslista flokksins í Reykjavík í síðustu kosningum. Það eru þeir Geir Hallgrímsson, sem látið hef- ur af stjórnmálaafskiptum og hefur nýlega tekið við embætti Seðlabankastjóra, og alþingis- mennirnir Pétur Sigurðsson og Ellert B. Schram. Þeir tveir síðarnefndu hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér tii þing- mennsku. Þegar frestur til að tilkynna þátt- töku í prófkjörinu rann út kl. 17 í gær höfðu fímmtán einstaklingar tilkynnt um þátttöku í prófkjörinu. Þeir eru í stafrófsröð: Albert Guðmundsson ráðherra, Ásgeir Hannes Eiríksson verslunar- maður, Bessí Jóhannsdóttir fram- kvæmdastjóri, Birgir ísleifur Gunnarsson alþingismaður, Esther Guðmundsdóttir markaðsstjóri, Eyjólfur Konráð Jónsson alþingis- maður, Friðrik Sophusson alþingis- maður, Geir H. Haarde hagfræðing- ur, Guðmundur H. Garðarsson viðskiptafræðingur, Jón Magnússon lögmaður, María E. Ingvadóttir við- skiptafræðingur, Ragnhildur Helgadóttir ráðherra, Rúnar Guð- bjartsson flugstjóri, Sólveig Péturs- dóttir héraðsdómslögmaður og Vilhjálmur Egilsson hagfræðingur. Prófkjörið fer fram laugardaginn 18. október næstkomandi og geta flokksbundnir sjálfstæðismenn einir tekið þátt í því. Árdegis í dag kem- ur 15 manna kjörnefnd saman og kýs sér formann en nefndinni er ætlað að ganga endanlega frá fram- boðslistanum. Gert er ráð fyrir að því verki verði lokið síðari hluta næstu viku, að sögn Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar, fram- kvæmdastjóra fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík. Nefndin getur bætt við nöfnum á framboðslistann, þannig að hann skipi allt að fjörutíu frambjóðendur. Á lista flokksins fyrir borgarstjórn- arkosningamar í vor voru 34 á listanum, þar af gáfu 18 kost á sér í undangengnu prófkjöri. Sjálf stæðisf lokkurinn: Prófkjör á Reykja- nesi 1. nóvember ÁKVEÐIÐ hefur verið, að próf- kjör sjálfstæðismanna i Reykja- neskjördæmi vegna komandi alþingiskosninga verði laugar- daginn 1. nóvember næstkom- andi. Framboðsfrestur rennur út 4. október og utankjörstaðaat- kvæðagreiðsla hefst 24. október. Samkvæmt ákvörðun kjördæmis- ráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykja- neskjördæmi verður þátttaica í prófkjörinu bundin við flokks- bundna menn, sem náð hafa sextán ára aldri, og þá stuðningsmenn flokksins, sem eiga kosningarétt í kjördæminu og undirrita stuðnings- yfírlýsingu við flokkinn samhliða þátttökunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.