Morgunblaðið - 19.10.1986, Qupperneq 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1986
----------HÁSKÓLI ÍSLANDS------------
Hérlendar rannsóknir á íslenskum sjúkdómi vekja mikla athygli:
Gæti varpað IJósi
á suma þætti
Alzhehnersjúkdómshts
Mikill áhugi á að hérlendis fari fram rannsóknir á Alzheimer-sjúkdómi,
segir prófessor Hannes Blöndal
Á alþjóðlegri ráðstefnu um taugameinafræði (lOth.
International Congress of Neuropathology), sem haldin
var í Stokkhólmi í byrjun septembermánaðar sl. kynnti
prófessor Hannes Blöndal árangur rannsókna á
arfgengum sjúkdómi hér á landi, sem leiðir til
heilablæðinga. Rannsóknir þessar eru margþættar og
hafa staðið mörg undanfarin ár. Þær hafa m.a. leitt í
ljós að þeir, sem hafa sjúkdóminn, framleiða gallað
eggjahvítuefni sem safnast í æðaveggi heilans og
skemmir æðarnar með heilablæðingum sem afleiðingu.
Þessi ísienski sjúkdómur hefur vakið mikla athygli
erlendis, allt frá því honum var fyrst lýst 1972. Á síðari
árum hefur áhuginn aukizt, aðallega vegna þess að
æðabreytingamar í sjúkdómnum em um margt líkar
æðabreytingum í heilum fólks sem hefur svokallaðan
Alzheimer sjúkdóm. Sá sjúkdómur er núna, og hefur
hin síðari ár, verið rannsakaður mikið og í vaxandi
mæli erlendis. Ætla má að íslenski sjúkdómurinn geti
ef til vill varpað ljósi á suma þætti Alzheimer-sjúkdóms.
ið hittum Hannes að
máli á skrifstofu hans í
Háskóla íslands til að
ræða við hann um rann-
sóknir í tilefni 75 ára
afmælis Háskólans, en annað veiga-
mesta hlutverk skólans á að vera
rannsóknastarfsemi. Hannes hefur
unnið að rannsóknum á þessum
arfgenga heilablæðingasjúkdómi í
samvinnu við aðra íslenska vísinda-
menn og jafnframt hefur verið
samvinna við vísindamenn í Banda-
ríkjunum og Svíþjóð um suma þætti
rannsóknanna.
Það var árið 1935 sem Ámi
Ámason læknir birti doktorsritgerð
um heilablæðingar og arfgengi
þeirra. Ritgerðin byggði á athugun-
um hans á ættum í héruðunum
umhverfis Breiðafjörð, þar sem
hann var héraðslæknir, en ættir
þessar vom þekktar af hárri tíðni
heilablæðinga. Á gnmdvelli þessa
verks Áma hefur Ólafur Jensson
dr. med. og starfsmenn hans unnið
mikið ættfræðilegt starf sem hefur
leitt í ijós að þær ættir sem nú em
þekktar með sjúkdóminn em komn-
ar af stofnforeldmm sem fæddir
vomr fyrir um að minnsta kosti 200
ámm. Hjá stofnforeldrunum hefur
orðið stökkbreyting á geni sem stýr-
ir framieiðslu á eggjahvítuefninu
Cystatin C, en það er eðlilegt efni
sem finnst í ýmsum líkamsvökvum.
Breytingin sem varð á geninu, og
hefur síðan haldist meðal niðja
þessa fólks, veldur því að í stað
eðlilega eggjahvítuefnisins myndast
í líkamanum náskylt en gallað
eggjahvítuefni (Cystatin C, amyloid
protein) sem svo safnast í æðaveggi
heilans.
Lífefnafræðilegar rannsóknir
sem birtar vom 1983 gerðu grein
fyrir því, að óeðlilega eggjahvítu-
efnið var í tveimur atriðum frá-
bmgðið eðlilegu Cystatin C að gerð.
Einnig hefur verið sýnt fram á að
Cystatin C er í óeðlilega litlu magni
í mænuvökva þeirra sem sjúkdóm-
inn hafa. Það er því unnt að greina
sjúkdóminn með vemlegu öryggi
með mælingum á mænuvökva. Áð-
spurður um hvað hægt væri að
gera fyrir þetta fólk sagði Hannes,
að ekkert væri hægt að gera til
lækninga. Eins og er, væri ekki völ
á öðm en reyna að koma í veg fyr~
ir að fleiri fæddust með þennan
sjúkdóm.
Margháttaðar vefjafræðirann-
sóknir em stór liður í þessum
rannsóknum og með þeim, þ-e-
ve^afræðirannsókunum, var upp-
haflega sýnt fram á (1972) að
söfnun óeðlileg efnis í æðamar lá
að baki heilablæðinganna sem dr.
Ámi lýsti 1935. Hannes sýndi
blaðamanni röð mynda, bæði úr
ljóssmásjá og rafeindasmásjá, þar
sem rekja má hvemig hið óeðlilega
efni veldur frumudauða f veggjuni
heilaæða. Við það veikjast þeir
þannig að útvíkkanir eða gúlar
myndast á æðunum sem síðan
bresta og blæðing verður út í heila-
vefinn. - Þess má geta, að myndaröð
þessi auk annarra súlu- og línurita
sem sýna niðurstöður rannsókna á
sjúkdómnum verða til sýnis á „Opnu
húsi“ Háskólans, sem hefst nú um
helgina.
I framhaldi af þessum rannsókn-
um sagðist Hannes hafa fullan hug
á að hefla hér rannsóknir á Alz-
NÁMSKEIÐ
Myndræn
tjáning —
„Art Ther-
apy“ tækni
Byggt er á því viðhorfi, að mik-
ils ósamræmis gæti á milli hinna
andlegu og veraldlegu þátta í
líli nútímamannsins. — Undan-
farin ár hefur athygli manna
beinst að fantasíu og skapandi
hugsun sem mikilvægum þætti
til persónuleikaþroska og and-
legrar vellíðimar.
Námskeiðið er aðallega ætlað kennurum,
fóstrum, þroskaþjálfum, fangavörðtun og
starfsfólki innan heilbrigðiskerfisins.
Námskeiðið felur í sér verklegar æfingar, þar
sem þátttakendum gefst kostur á að kynnast
„Art Therapy“ tækni með:
# Sjálfstjáningu í eigin myndsköpun
# Sjálfsskoðun út frá eigin myndsköpun
# Hópumræðum varðandi ofangreind atriði.
Leiðbeinandi er Sigríður Björnsdóttir, mynd-
listarþerapisti. Innritun og nánari upplýsingar
í síma 17114 flesta morgna og frá kl. 21—22
á kvöldin.
Athugið: fjöidi þátttakenda er takmarkaður.
69
00
HEILSURÆKT
HATUNI 12 105 REYKJAVlK SlMI 29709
Núförum
við
aftur á
■ r
Hjá okkur
leiðbeina
löggiltir
sjúkra-
þjálfarar
Opið frá 16.00—20.00 mánud.—föstud.
Laugard. 11.00—15.00.
Frjáls mæting - Blandaðir tímar.
Nánari upplýsingar í síma 29709.