Morgunblaðið - 19.10.1986, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 19.10.1986, Qupperneq 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1986 HÁSKÓLI ÍSLANDS 75 ára Miðstöð nýyrðastarfsemhmar ílandinu „íslensk málstöð annast daglega þjónustu fyrir hönd Islenskrar málnefndar bæði við opinberar stofnanir og almenning. Hún svarar fyrirspurnum um íslenskt mál og veitir ráð og leiðbeiningar eða beinir erindum tii málnef ndarinnar þegar svo ber undir. Til dæmis er allmikið hringt og spurt um þýðingar á orðum og fleira. Nú er mest spurt um tölvuorð og einnig vantar fólk oft þýðingar á starfsheitum“ sagði Baldur Jónsson prófessor, forstöðumaður Islenskrar málstöðvar þegar blaðamaður Morgunblaðsins leit inn til hans á Aragötu 9 til þess að fræðast um starfsemi málstöðvarinnar. Háskóli íslands rekur ís- lenska málstöð í samvinnu við íslenska málnefnd. Reyndar hafa tengslin haldist með háskólanum og málnefndinni frá því að nefndin var stofnuð" seg- ir Baldur. „íslensk málnefnd var stofnuð með ráðherrabréfi 1964 og ári síðar voru settar reglur um hana. Norðurlandabúar höfðu þá stofnað málnefndir og það ýtti und- ir íslendinga að fara að dæmi þeirra. Síðan hafa verið mikil sam- skipti við Norðurlöndin og íslend- ingar hafa alltaf átt fulltrúa á norrænum málnefndaþingum. Halldór Halldórsson var fyrsti formaður málnefndarinnar og frumkvöðull að stofnun hennar, en hætti formennsku um áramótin 1965-1966. Þá tók Jakob Bene- diktsson við formennsku og gegndi henni í tólf ár eða þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir í árs- lok 1977. Hann var jafnframt forstöðumaður Orðabókar Háskól- ans á þessum árum og varð það til þess að Orðabókin var eins konar fóstra málnefndarinnar og náði hin síðamefnda því ekki að standa á eigin fótum. Áður en málnefndin var stofnuð vann Orðabókamefnd Háskólans að útgáfu nýyrða. Á ámnum 1953-1956 komu út fjögur hefti, Nýyrði I-IV, og Tækniorða- safn Sigurðar Guðmundssonar 1959. Málnefndin spratt upp af þessari starfsemi og stóð svo að útgáfu Norrænna ferðamannaorða 1970 í samvinnu við aðrar mál- nefndir á Norðurlöndum. Tímamót í árslok 1977 urðu tímamót í sögu íslensku málnefndarinnar. Þegar ég tók við formennsku í upp- hafi árs 1978 varð skrifstofa mín í Ámagarði skjmdilega aðsetur hennar. Öll tengsl við Orðabókina rofnuðu á einni nóttu. Við sem átt- um sæti í nefndinni ræddum strax um hvað við ættum að gera. Við komumst að þeirri niðurstöðu að nefndin kæmi engu til leiðar nema skrifstofa fengist undir starfsem- ina. Ég hafði fengið húsnæði fyrir máltölvunarstörf sem ég stundaði, einnig í Ámagarði, og gat ég því samnýtt þessa aðstöðu í húsinu. Þetta varð þó fljótt of lítið og þá var strax farið að hugsa um að fá stærra húsnæði. Sumarið 1983 fluttist íslensk málnefnd með starf- semi sína hingað í Aragötu 9. Ragnhildur Helgadóttir þáver- andi menntamálaráðherra beitti sér fyrir setningu laga um Islenska málnefnd. Lög um nefndina vom sett á Alþingi í maí 1984 þar sem meðal annars er kveðið á um að nefndin skuli starfrækja málstöð í samvinnu við Háskóla Islands. Mál- stöðin hóf formlega störf 1. janúar 1985. Auk mín em tveir menn í föstu starfí hér í málstöðinni, Sig- urður Jónsson frá Amarvatni, sem hefur verið samstarfsmaður minn í mörg ár, og Sigurður Konráðsson málfræðingur, sem tók til starfa 1. maí.sl. Fundurinn á Hótel Borg varð mér opinberun Það má segja að nokkur aðdrag- andi hafi orðið að því að málstöðin var sett á stofn. Hér á landi störf- uðu nokkrar orðanefndir á vegum Rætt við Baldur Jónsson prófessor, forstöðumann íslenskrar málstöðvar Starfsfólk íslenskrar málstöðvar. Talið frá vinstri Magnús Snædal, Sigrún Helgadóttir, Sigurður Jóns- son frá Amarvatni, Sigurður Konráðsson, Ágústa Þorbergsdóttir og Baldur Jónsson. ýmissa félaga og stofnana. Mál- nefndin hafði ekki haft neitt skipulegt samstarf við þessar nefndir. Ég hafði haft hugmynd um þær, sérstaklega Orðanefnd raf- magnsverkfræðinga, Orðanefnd Skýrslutæknifélags íslands og Orðanefnd Kennaraháskóla íslands. Ég hugsaði með mér að það þyrfti að hóa saman öllum orðanefndar- mönnum til að þeir vissu um hlutverk málnefndarinnar gagnvart þeim. Þann 22. nóvember 1979 hitt- umst við á Hótel Borg og var það góður fundur og nytsamlegur. Þama hittust menn sem höfðu unn- ið að orðasmíð og orðasöfnun hver á sínu sviði en aldrei kynnst fyrr. Þessi fundur varð mér opinberun og staðfesting á nauðsyn þess að þama þyrfti að koma á samvinnu. Miðstöð nýyrðastarfseminn- ar í landinu Á fundinum kom fram sú hug- mynd að steypa saman sérhæfðum orðasöfnum í einn orðabanka. í framtíðinni gætu menn leitað til hans um nýleg orð og þýðingar á orðum. Orðabankanefnd starfaði í nokkra mánuði og tillaga um fjár- veitingu kom fram. Síðan hefur hugmyndinni verið haldið vakandi. Nú starfa um 20 orðanefndir á ís- landi og hefur verið reynt að styðja starfsemi þeirra til dæmis með því að útvega þeim málfarslega ráð- gjafa og vinnuaðstöðu í málstöð- inni“. Málstöðin fer með hlutverk mál- nefndar sem miðstöð nýyrðastarf- seminnar í landinu. Hún annast margvísleg tengsl við orðanefndir og einstaklinga, sem vinna að myndun, söfnun og útgáfu orða af ýmsum sérsviðum og úr mismun- andi starfsgreinum, þ.e. svo nefndra íðorða. Enn fremur hefur hún samskipti við aðrar norrænar málnefndir og sameiginlega stofnun þeirra, Norræna málstöð í Osló, svo og erlendar íðorðastofnanir. Baldur sagði að samstarf íðorða- fólks víða um heim hafí farið ört vaxandi síðustu ár. „Við erum til dæmis aðilar að Nordterm, samtök- um helstu íðorðastofnana á Norð- urlöndum, og tökum virkan þátt í því samstarfí, bæði með þátttöku í námskeiðum og í vinnuhópum. í fyrra héldum við þing samtakanna hér í Reykjavík og gáfum út þing- tíðindi" sagði hann. Orðasöfn og önnur verkefni í málstöðinni er nú verið að vinna við hagfræðiorðasafn á vegum ís- lenskrar málnefndar. Ætlunin er að halda þessu verkefni áfram í samvinnu við nýstofnaða orðanefnd Félags viðskiptafræðinga og hag- fræðinga undir formennsku Árna Vilhjálmssonar prófessors. Verið er að leggja síðustu hönd á aukna og endurbætta útgáfu af Tölvuorða- safni á vegum Orðanefndar Skýrslutæknifélags íslands og er Sigrún Helgadóttir tölfræðingur rit- stjóri þess. Gert er ráð fyrir að orðasafnið komi út á þessu ári. Auk þess er unnið við íðorðasafn lækna á vegum Orðanefndar læknafélag- anna. Formaður hennar er Öm Bjamason læknir, en ritstjóri er Magnús Snædal cand. mag. Orða- skrá úr uppeldis- og sálarfræði á vegum Orðanefndar Kennarahá- skóla Islands er nýkomin út. Ritari hennar er Helgi Hálfdanarson. Þessi verk eru unnin á vegum málnefndarinnar en í málstöðinni er einnig fengist við ýmis önnur verkefni sem ekki em beinlínis á hennar vegum. Nýlega var lokið við að skrá flettiorð og málfræðilegar upplýsingar úr orðabók Blöndals í tölvu. Einnig hefur um nokkurt skeið verið safnað efni úr fleiri prentuðum orðabókum í tölvutæka íslenska orðaskrá. Hún á að vera eins konar undirstöðuskrá við gerð orðabóka, vélræna úrvinnslu af ýmsu tagi, beygingarfræðilega at- hugun og fleira. Þá er verið að semja forrit í samstarfí við Reikni- stofnun Háskólans til að stjóma vélrænni skiptingu orða milli lína. Þetta forrit á að verða nothæft á allar tölvur og er stefnt að því að það komist á markað á þessu ári. í málstöðinni er geymt safn tölvutækra texta, bæði íslenskra og færeyskra, sem Baldur hefur safnað um margra ára skeið. Þar er einnig að fínna tölvuprentaða orðstöðu- lykla að þremur íslenskum ritum frá síðustu 15 ámm og geta allir fengið aðgang að þeim. Enn fremur hefur verið gerður orðstöðulykill að Konungsbók eddukvæða. Málverndartilfinningin aftur að styrkjast - En hvernig standa ísiending- ar sig í málræktinni miðað við nágranna okkar á Norðurlöndum til dæmis?. „Erlendis em fjölmennari mál- nefndir og málstöðvar en hér og meiri útgáfustarfsemi á þeirra veg- um. Við emm langt á eftir hvað það snertir" sagði Baldur Jonsson. „Hér þurfum við að herða okkur. Islenskan á ekki að vera annars flokks mál, sem einungis er notað, þegar rabbað er um daginn og veg- inn. Við verðum að rækta hana í samræmi við menntun og þekking- aröflun þjóðarinnar. A íslensku eigum við að geta talað og skrifað um hvað sem er. Hins vegar hafa margir talað um hvað önnur Norð- urlandatungumál em mikið blönduð enskum orðum og hvað valdi því að við höfum getað komið í veg fyrir að það sama gerðist með íslenskuna. Ein ástæðan er sú að enskan fellur ekki eins vel að íslensku og að öðmm Norðurlanda- málum. Auk þess er almenningsálit- ið andsnúið yfirgangi erlendra orða yfírleitt". - Finnst þér meiri tilhneiging til málverndunar hér en annars staðar? „Ég held að svo sé og málvemd- artilfínningin sé aftur að styrkjast. Það er stutt síðan málvemd tengd- ist sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og hún gerir það enn, því að þar á milli er óro/a samband". Viðtal: Ásdís Haraldsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.