Morgunblaðið - 19.10.1986, Síða 6
1
6
B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1986
Halldóra Jónsdóttir.
Hitað upp fyrir
MORFIS
Framhaldsskólanemar eru þegar farnir
að hita upp fyrir mælsku- og
rökræðukeppnina eða MORFÍS
keppnina svokölluðu, sem haldin er á
hverjum vetri og hefst í nóvember
næstkomandi.
Síðastliðið miðvikudagskvöld öttu tveir
framhaldsskólar saman efnilegum
gæðingum sínum, til að reyna snerpu
þeirra og frumleik, fyrir hina eiginlegu
þolraun, sem hefst í byrjun nóvember.
Keppnin var haldin í húsakynnum
áskorandans, Kvennaskólans, en til leiks
var mætt lið Menntaskólans í Hamrahlíð
en síðar í mánuðinum verður svo önnur
keppni á milli Kvennaskólans og
Menntaskólans í Reykjavík. Húsfyllir var
og mikil stemmning. En það sögulega
við þessa keppni var, að bæði liðin tefldu
eingöngu fram kvenfólki, sem stóðu sig
með sóma. Úrslit urðu þau að MH vann
en þó með naumum yf irburðum.
Laufey
Umræðuefnið að þessu sinni
var, hvort að leggja ætti til að lýð-
veldið ísland yrði lagt niður og
yrði þess í stað 53 fylki Banda-
ríkja Norður-Ameríku.
I málflutningi sínum lögðu
MH-ingar, sem mæltu með tillög-
unni, út af efnahagslegri hlið
málsins, þ.e. að með inngöngu
sinni í Bandaríkin myndu Islend-
ingar ferðast frá örbyrgð til
alsnægta á örskoti. Kvennaskóla-
stúlkumar lögðu hins vegar
áherslu á, að íslenska þjóðin ætti
að vera sjálfstæð og ætti ekki að
ganga slflcu risaveldi á hönd, því
þá myndi hún týna sjálfri sér.
í samtali við Agústu Skúladóttur
formann nemendaráðs Kvenna-
skólans og Hrafn Jökulsson
formann Málfundafélags Kvenna-
skólans, en Hrafn hafði það
hlutverk með höndum að halda
utan um Kvennaskólaliðið, kom
fram að síðastliðin vika hefði verið
mjög annasöm. Mikil vinna
Stungið saman nefjum.
Morgunblaðið/RAX.
Meðlimir nemendaráðs og málfundafélags Kvennaskólans sátu spennt á fyrsta bekk.
hefði verið fólgin í heimildasöfnun
og söfnun raka með og móti og
gerð uppkasta að ræðum, en regl-
an er sú að umræðuefnið er til-
kynnt með aðeins viku fyrirvara.
Til að æfa liðið fyrir keppnina var
efnt til svokallaðrar pressukeppni
þar sem sett var saman lið á móti
sjálfu keppnisliðinu og þau látin
reyna með sér. Einnig tóku stúlk-
umar tilsögn í raddbeitingu og
framkomu í pontu þannig að sjálf
keppnin er bara toppurinn á ísjak-
anum.
Við spurðum þau Ágústu og
Hrafn hvernig Kvennaskólanum
hefði gengið í MORFÍS keppn-
um hingað til?
„Okkur hefur ekki gengið neitt
glæsilegá, en það er óþarfí að fara
út í þá sálma“, sagði nemendaráðs-
formaðurinn. „Þetta á sínar eðli-
legu skýringar. í Kvennaskólanum
hefur ekkert málfundafélag verið
starfandi og því lítið farið fyrir
undirbúningi fyrir MORFÍS keppn-
imar. Nú er þetta breytt, því fyrir
þrem vikum síðan var stofnað
Málfundafélag Kvennaskólans,
sem þegar hefur staðið fyrir nám-
skeiði í ræðumennsku, þar sem við
fengum til okkar tvo íeikara til að
leiðbeina okkur þau 'Herdísi Þor-
valdsdóttur og Emil Gunnar
Guðmundsson, einnig fengum við
til okkar tvo ræðusnillinga þá
Helga Hjörvar úr MH og Þór Jóns-
son úr Fjölbrautarskólanum
Garðabæ."
Hvað þarf góður ræðumaður
að hafa til að bera til að ná
langt?
„Hugarflug og sjálfstraust,
nokkuð góða rödd og að kunna að
koma fram“, sagði Hrafn.
Þurfti þjálfarinn nokkuð að
tukta stelpurnar til meðan á
æfingum stóð?
„Nei, en auðvitað þarf að vera
ákveðin agi. En þetta er áhuga-
samt fólk, svo það sló aldrei í brýnu
með okkur.“
Hver fannst þér, Hrafn, helsti
styrkleiki stúlknanna?