Morgunblaðið - 19.10.1986, Page 10

Morgunblaðið - 19.10.1986, Page 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1986 . HÁSKÓLI I'SLANDS JarðeðlisfræðistofaRaunvísindastofnunar: NÝJAR mælingar sérfræð- inga hjá Raunvísindastofn- un, svonefndar Radon-mæl- ingar, gefa fyrirheit um, að frekari þekkingar sé að vænta á jarðskjálftum, að- draganda þeirra og hegðan. Fjarlægðamælingar og kort- lagning sprungusvæða hafa, auk sagnfræðirannsókna, gefið enn frekari fyrirheit. Að sögn Páls Einarssonar á Jarðeðlisfræðistofu Raun- vísindastof nunar Háskólans benda niðurstöður þessara athugana til að það verði að teljast óhófleg bjartsýni, að reikna ekki með stórum jarðskjálftum á Suðurlandi á næstunni, enda 90 ár liðin síðan síðasta stóra skjálfta- hrinan varð á þessu aðal- skjálftasvæði okkar. Geta Radon-mælingar sagt fyrir unt jarðskjálfta ? Páll Einarsson fyrir framan jarðskjalftaritana i húsnæði Raunvísindastofnunar. Morgunblaðið/Einar Falur uðurlandsundirlendið hef- ur verið útnefnt af Evrópuráðinu sem eitt af fimm áhugaverðum jarð- skjálftasvæðum í Evrópu. Mikill áhugi er á Norðurlöndum fyrir rannsóknum á svæðinu og hafa vísindamenn frá öllum löndun- um lýst áhuga á að fá að stunda hér rannsóknir. Verið er að sækja um styrk til Norðurlandaráðs til að setja upp fleiri skjálftamæla á Suð- urlandi en í dag eru í gangi um 40 skjálftamælar á landinu. Nýverið voru settir upp sex mælar sem lesa má af í húsnæði Raunvísindastofn- unar við Dunhaga í Reykjavík. Landsvirkjun lagði fram fjármuni til smíði á þessum mælum, en þeir eru meðal annars settir upp til að fylgjast með virkni eldstöðva, sem gætu haft áhrif á virkjanasvæði við Þjórsá og Tungnaá. Suðurland aðalhættusvæðið Á íslandi eru tvö virk aðaljarð- skjálftasvæði. Annað á Suðurlandi og hitt fyrir Norðurlandi. Svæðið fyrir norðan er að stærstum hluta á hafsbotni undan ströndinni frá Axarfírði til Skagafjarðar. Þó helstu upptökusvæðin fyrir norðan séu á hafsbotni, hafa orðið harðir skjálftar á þessari öld á Dalvík, í Skagafírði og á Kópaskeri. Á Húsavík urðu miklir jarðskjálftar 1872. Aðalhættusvæðið hvað varðar jarðskjálfta er á Suðurlandi. Síðasti stóri skjálftinn þar var árið 1912 en þar áður, sem vitað er um, árin 1896, 1784, 1732-1734, og 1630 til 1633. Jarðskjálftinn árið 1912 átti upptök sín austast á Rangár- völlum og mældist hann sjö stig á Richterkvarða. Að sögn Páls Ein- arssonar er ástæða til að ætla, að næstu skjálftar verði ekki minni. Til samanburðar má geta þess að stærstu skjálftar á öðrum sambæri- legum svæðum á Atlantshafs- hryggnum ná sjö stigum. Páll sagði í viðtali við blaðamann að meðal þess nýjasta og merkileg- asta í jarðskjálftarannsóknunum hérlendis væru hinar svokölluðu Radon-mælingar. Þær byggjast á mælingum á geislavirkri lofttegund sem myndast í bergi og auðvelt er að mæla. Þessar mælingar hafa verið gerðar á Suðurlandi allt frá árinu 1977. Á undan jarðskjálftun- um árið 1978 komu fram miklar breytingar i þessum mælingum, þ.e. geislavirkni jókst merkjanlega rétt fyrir skjálftann. Þá liggur fyrir nú, að fyrir jarðskjálftana í ágúst- mánuði sl. komu fram umtalsverðar breytingar í þessum mælingum. Páll sagði að lögð yrði rækt við þessar rannsóknir á næstunni og reynt að finna svör við því af hveiju þetta ætti sér stað og hvort byggja mætti ákveðnar ályktamir á þeim. Mikið má læra af kortlagningum Páll var spurður hvað myndi ger- ast þegar Suðurlandsskjálftarnir verða. Hann sagði, að fátt eitt lægi fyrir um, hvort hús okkar væru nægilega vel byggð til að þola slíka skjálfta. Líklegt er að skjálftamir hefjist austast a svæðinu, á Rangár- völlum, Landi eða efst í Holtum, en síðan komi skjálftar vestar, á Skeiðum, í Flóa eða Ölfusi. Reikna má með að sprungur myndist eins og gerst hefur við fyrri skjáifta, en þær hafa mælst yfír meter á breidd. Sprungumar mynda kerfí sem geta verið 10 til 15 kílómetra löng. Hann sagði höfuðborgarsvæðið að mestu utan hættusvæðisins, en eitthvað gæti þó skemmst þar við slíkar Páll bendir hér á hluta af hættusvæðinu á Suðurlandi. POTTÞETTAR PERUR A GOÐU VERÐI Halogen Aðalljosapera 225 kr. Aðalljósapera 65 kr. Afturljósapera 23 kr. Stefnuljósapera 23 kr. Stöðuljósapera 22 kr. Númeraljósapera 22 kr. Ring bílaperurnar eru vidurkenndar af Bifreidaeftirliti Ríkisins. Höfum fyrirliggjandi 90 gerðir af Ring bilaperum. Heildsala — smásala.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.