Morgunblaðið - 19.10.1986, Page 12

Morgunblaðið - 19.10.1986, Page 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTOBER 1986 Stærðfræðistofa er hluti af Raunvísindastofnun og er hlutverk hennar að sjá um grunnrannsóknir í stærðfræði og stærðfræði- legri eðlisfræði. Stærð- fræðistofa gegnir svipuðu hlutverki og Reiknifræði- stofa, sem einnig heyrir undir Raunvísindastofnun, en starfsemi Reiknistofu snýr meira að hagnýttum verkefnum og verkefnum í tölvunarfræði. HÁSKÓLI Stærðfræðistofa: ÍSLANDS Hér verða menn ein- faldlega að nota höfuðið - rætt við Jón Kr. Arason formann Stærðfræðistofu Dr. Jón Kr. Arason það hvaða rannsóknir aðrir starfs- menn stunda. — Hvaða verkefni eru nú í vinnslu hjá Stærðfræðistofu? Það er ekki auðvelt að gera gein fyrir þessum verkefnum svo skiljan- legt sé. Sjálfur er ég með tvö verkefni. Annað þeirra er alþjóðlegt og felst í samanburði tveggja sviða innan algebru. Verkiýsinging er þannig; Flokkar femingsforma yfír kropp mynda baug, Wittbaug kroppsins. Þessi baugur gefur svo af sér runu af grúpum. Komið hef- ur í ljós, að fyrstu þijár grúpumar í þessari mnu em eins og fyrstu þrjár grúpumar í annarri mnu af grúpum, sem skilgreind er með notkun Galois-fræða, án tengsla við femingsform. Mjög mikilvægt væri að vita, hvort runumar tvær em í raun eins. Sérstök aðferð hef- ur verið þróuð til þess að rannsaka tengsl mnanna tveggja, og hefur hún þegar leitt til jákvæðrar niður- stöðu fyrir vissar gerðir af kropp- um. (Kroppur er kerfí þar sem hægt er að leggja saman, draga frá, margfalda og deila á svipaðan hátt og gert er með venjulegar töl- ur). Að þessu verkefni hef ég unnið í samvinnu við R. Elman í Los Angeles og B. Jacob í Corvallis. — Eru einhver tæki notuð við þessar rannsóknir? Nei, við getum ekki notað nein tæki í þessum rannsóknum nema þá blýant og blöð. Auðvitað skiptir miklu að hafa aðgang að tímaritum og bókum. - Hvað um tölvur? Tölvumar hafa ekki haft nein áhrif á abstrakt stærðfræði eins og hér er stunduð en í reiknifræði hafa þær hins vegar létt alla útreikn- inga. Þær hafa reyndar einnig létt okkur mjög vinnuna við að skrifa ritgerðir um rannsóknir okkar. - Það er þá ekki um annað að ræða en leggja höfuðið í bleyti þegar stærðfræðirannsóknir eru annars vegar. Já, hér verða menn einfaldlega að nota höfuðið. Það er ekki um annað að ræða en rannsaka ein- hveija hugmjmd og kanna hvort hún gengur eða gengur ekki. En það getur oft kostað mikla vinnu áður en það kemur í ljós hvort hug- myndin er nothæf. Það er erfítt að gera grein fyrir því hvað í stærð- fræðirannsóknum felst, sagði Jón Kr. Arason formaður Stærðfræði- stofu. Hér er ekki fengist við tölur heldur kerfi af ýmsu tagi m.ö.o. að finna reglur sem gilda fyrir öll kerfí af ákveðinni gerð. Slík vinna er mjög abstrakt og þarf ekki að hafa nein tengsl við áþreifanlegan raun- veruleika. Það sem við erum að fást við er þannig hvergi til nema í hugheiminum. - Hversu margir starfa á Stærðfræðistofu? Á Stærðfræðistofu starfa fjórir sérfræðingar og auk þess stunda 5 af kennurum stærðfræðiskorar sínar rannsóknir þar. Alls vinna því 9 manns á Stærðfræðistofu. Þau verkefni sem hér er unnið að eru á ýmsum sviðum s.s. rúm- fræði, skammtafræði, fallagrein- ingu og kvíslunarfræði svo eitthvað sé nefnt. - Hvað felst í þessum verkefn- um? Stærðfræðingar hafa alltaf átt erfítt með að kynna starfsemi sína útávið þar sem fjallað um hluti sem eru langt frá reynsluheimi flestra. í þessum rannsóknum er ekki fjall- að um tölur heldur leytað að almennum reglum um kerfí. Þess vegna vekja uppgötvanir í stærð- fræði jafnan litla athygli og eru venjulega ekki hagnýttar fyrr en löngu eftir að þær hafa verið gerð- ar. Stærðfræði er í eðli sínu alþjóð- leg. Niðurstöður rannsókna eru birtar sem ritgerðir í alþjóðlegum stærðfræðitímaritum, kynntar á al- þjóðlegum ráðstefnum og sendar manna á milli í handritsformi. Ár- angur rannsókna í einu landi hefur því áhrif á hvað gert verður í öðrum löndum. Einnig tíðkast að stærð- fræðingar frá mismunandi löndum taka sig saman um að vinna að sameiginlegum verkefnum og höf- um við verið þátttakendur í mörgum slíkum. Starfsmenn Stærðfræðistofu eru sjálfstæðir að öllu leyti og velja sér verkefni sjálfír. Þó ég sé forstöðu- maður hef ég ekkert að segja um AVV Meistarafélag húsasmiöa Stjórn Meistarafélags húsasmiða vill beina því til félagsmanna sinna og þeirra sem þurfa á þjón- ustu þeirra að halda, að þeir geri skriflega samninga um þau verkefni sem vinna á. A skrif- stofu félagsins eru til einföld samningsform fyrir smærri verkefni. Skrifstofa félagsins að Skipholti 70 er opin frá mánudegi til föstudags frá kl. 13.00—15.00. Stjórnln. Munið OPNA HUSH) í Háskóla íslands í dag. Alls eru 19 byggingar opnar fram til kl. 18 .\v° áskóli íslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.