Morgunblaðið - 19.10.1986, Síða 13

Morgunblaðið - 19.10.1986, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1986 B 13 - Hver er árangurinn af itærðfræðirannsóknum sem hér :ru stundaðar? Árangur stærðfræðirannsókna :r almenningseign um allan heim >g takmarkast ekki við einstök lönd ains og margar aðrar tegundir rannsókna. Það má segja að við leggjum okkar hlut í þennan al- þjóðlega sarp og hefur hlutur okkar verið tölverður síðan Stærðfræði- stofan var sett á laggimar. Verk- fræði og raunvísindi sækja ýmsar nýjungar í þennan alheimssarp en erfitt er að meta hvaða stærð- fræðirannsóknir koma að mestum notum. Annað hlutverk Stærðfræðistofu að vera forðabúr stærðfræðiþekk- ingar á íslandi. Við fylgjumst með flestu sem er að gerast á sviði stærðfræðinnar og getum því upp- lýst verkfræðinga og aðra sem þess óska um nýjungar sem snerta þeirra sérsvið. Að vísu er það svo að mest- ur tími starfsmanna Stærðfræði- stofu fer í kennslu þó fjórir af starfsmönnunum hafi meiri tíma til að stunda rannsóknir en þeir verja til kennslu. Sá tími sem varið hefur til ráðgjafar er hins vegar ekki mikill. Þó Stærðfræðistofa fáist venjulega ekki sjálf við hagnýtingu þekkingarinnar hafa slík verkefni þó komið hér inn. Nýlega leystum við eitt verkefni á sviði stærðfræði- legrar eðlisfræði sem var hagnýtt. í þessu verkefni fólst að reikna út spanstraum í tilteknu tæki í jám- blendiverksmiðjunni á Gmndart- anga. Niðurstaðan leiddi til þess að unnt reyndist að minnka þessa spanstrauma sem hituðu tækið og drógu þannig úr endingu þess. - Nú hafa sjálfsagt margir á tilfinningunni að stærðfræðin sé meira og minna staðnað fag. Það er langt frá því að svo sé. Þvert á móti er alveg ótrúlega mik- ið að gerast í stærðfræði nú á tímum. Það má t.d. fullyrða að meira hefur verið um uppgötvanir í stærðfræði eftir síðari heimstyij- öld en í allri sögu stærðfræðinnar fram til þess tíma . Fæstar þessara uppgötvana hafa vakið mikla at- hygli vegna þess hve lítið af þeim hefur tekist að hagnýta ennþá. Og það sem hagnýtt er er notað af vísindamönnum og tæknimönnum en ekki beint af almenningi. Sem dæmi um áhrif stærðfræðilegra uppgötvana má þó nefna að í síðari heimstyijöldinni var gerð stærð- fræðileg uppgötvun sem hagnýtt var í fjarskiptum. Þessi uppgötvun liggur að baki hinna háþróuðu hjóð- og myndflutningstækja nútí- mans. Reynslan sýnir að það tekur venjulega langan tíma frá því að uppgötvanir eru gerðar innan stærðfræðinnar og þar til tekst að hagnýta þær. Segja má að stærð- fræðirannsóknir séu grundvöllur framþróunar í tækni og vísindum og er því mjög mikilvægt að stærð- fræðingar hafi tækifæri til að sinna grunnrannsóknum. - bó Vísnaþáttur Hjálmar Jónsson ...flugi lokið læt ég hér líkt og pokaöndin Páll Bergþórsson, veðurfræð- ingur, er snjall hagyrðingur. Meðan verið er að huga að breyt- ingum og endurbótum á dag- skrám ríkisfjölmiðlanna, svo að þeir standist samkeppni, vil ég rétt koma því að, að ekki myndi það nú saka þótt Páll færi með eina og eina vísu um leið og hann segir veðurfréttimar. Þessi væri t.d. ekki amaleg við lok fréttatíma sónvarpsins: Illt er í landi aldarfar og öfugt skipt í hópa. Fáir veðurfrasðingar en Ijóldi skýjagiópa. Vísan er að sjálfsögðu eftir Pál. fyrir nokkrum árum varð meiningarmunur um útsending- artíma veðurfrétta og fleira með tveimur veðurfræðingum Veður- stofunnar. Rituðu þeir í blöð og sögðu skoðanir sínar. Af þessu tilefni orti Jóhannes Benjamíns- son: Skolast í flutningi mergurinn máls - mörgum finnst tvíeggjað gaman, I ef Markúsar-guðspjall og pistillinn Páls passa ekki’ alls kostar saman. Rósberg G. Snædal orti í úr- svölu veðri: Af mér fokið fiðrið er felst í þoku ströndin. flugi lokið læt ég hér , líkt og pokaöndin. Sem kunnugt er fékk æðarblik- inn nafnið pokaönd. Bannað var og er að veiða hann en mörgum varð það freisting samt. Það var í mörgum tilfellum skiljanlegt. Nýmeti var sjaldan að hafa og næringarskortur stundum tilfinn- anlegur. Jóhann Þ. Þorkelsson á Selnesi á Skaga orti eitt sinn vísu af slíku tilefni. Konan hans sagði honum að heimilið væri bjargar- laust. Hann tók þá byssu sína og gekk niður að sjó. Skömmu seinna kom hann aftur og hafði þá veitt æðarblika og sel. Hann orti: Núna á ég ekki bágt að það megi heita, en tel samt skást að tala fátt og tunguna ekki þreyta. Eftir vísu Maríu Jónsdóttur í Hvammkoti að dæma hafa þó ekki allir sýnt slíkar manndáðir sem fyrmefndur bóndi á Skaga: Ólafur sig allvel kann, um það mynda ég stefið. Á Sævarlandi situr hann og sýgur upp í nefið. Að lokum er vísa eftir Bjama Halldórsson, Uppsölum í Blönduhlíð: Yls og geisla eru mér ýmsar leiðir kunnar, en bjartast, hlýjast alltaf er við arin tjölskyldunnar. Handprjónafólk Höfum opnað að nýju peysumóttökuna að Vesturgötu 2. Oplð verður mánudaga—föstu- daga kl. 9.00—12.00 og 12.30—14.00. Kaupum tll að byija með hvítar og gráar dömu- og herrapeysur. Mikið sérprjón framundan. A /fllafoss hf. gluggar AUKhf. 10.64/SlA Við sérsmíðum glugga efbir þínum óskum. Hér eru aðeins smásýnisliorn af gluggunum okkar. Við gerum föst verðtilboð í alla sérsmíði. Vönduð íslensk framleiðsla. Góðir greiðsluskilmálar — Sendum í póstkröfu. béI' TRÉSMIÐJA BJÖRNS ÓLAFSSONAR hf. V/REYKJANESBRAUT, HAFNARFIRÐI, SlMAR: 54444, 54495 ÁRATUGA REYNSIAI GUIGGASMlÐI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.