Morgunblaðið - 19.10.1986, Side 16

Morgunblaðið - 19.10.1986, Side 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1986 iHASKOLI ISLANDS Endurmenntun: Fyrirsjásudegt að þessi starfsemi á eftírað vaxa T"* j j f , • n • •• Rætt við Margréti S. Björns- dóttur endurmenntunarstjóra Háskóla íslands Margrét S. Bjömsdóttir Endurmenntun er nýmæli í starfsemi Háskóla Islands og á þvi sviði er nú ör þróun. Endurmenntunarstjóri Háskólans er Margrét S. Björnsdóttir og var hún spurð hvemig endurmenntun væri háttað. Endurmenntun á vegum Háskólans takmarkast enn sem komið er við námstefnur og nám- skeiðahald um afmörk- uð efni, en ekki er um að ræða samfelt nám á tilteknu sviði. Þessi námskeið á vegum Háskóla ís- lands hófust árið 1983 í samvinnu við Tækniskóla íslands, Bandalag háskóalmanna og þrjú aðildarfé- lög BHM, sagði Margrét. Síðan hafa verið haldin á annað hundrað námskeið og námsstefnur en þátt- takendur hafa verið tæplega þijú þúsund. Þessi starfsemi eru undir stjóm 10 manna endurmenntunamefnd- ar, en í nefndinni sitja 5 menn frá Háskólaráði og fimm frá sam- starfsaðilum utan Háskólans. Hugmyndir að námskeiðum berast endurmenntunamefnd eft- ir ýmsum leiðum. Frá fræðslu- nefndum eða stjómum aðildarfé- laga BHM, frá fulltrúum í endurmenntunamend, frá kenn- umm háskólans o. fl. Nokkuð er um að aðilar utan BHM óski eftir námskeiðum og er jafnan reynt að verða við slíkum óskum eftir því sem tök eru á. Frá upphafi hefur verið staðið þannig að endurmenntunamám- skeiðum að þátttökugjald stendur undir kennslukostnaði en alla að- stöðu leggur Háskólinn til. Það hafa verið vinnuveitendur og stofnanir sem að mestu eða öllu leyti hafa kostað þátttakendur á "þessi námskeið. Námskeiðin era mjög mislöng - frá 10 og uppí 40 klukkustundir. Próf hafa ekki verið tekin í lok mámskeiða þann- ig að þau veita þátttakendum ekki eiginleg háskólapróf, en eru þó metin til launa hjá ýmsum stéttum. Námskeiðin miðast fyrst og fremst við háskólamenntað fólk, en standa þó öllum opin. Eins hafa verið haldin námskeið fyrir aðra sem þess óska s.s. Samband íslenskra auglýsingastofa, Blaða- mannafélag Islands o. fl. - Hefur þessi starfsemi farið vaxandi? Já, námskeiðum hefur fjölgað jafnt og þétt síðan þetta hófst og hefur aukningin verið um 30 pró- sent milli ára. Sú nýbrejrtni hefur verið tekin upp að halda nám- skeið innan fyrirtækja og stofn- ana og eru t.d. nú í haust 5 slík námskeið. - Er í ráði að opna háskólanám frekar í náinni framtíð? Fjarkennslunefnd Háskólans, sem tók til starfa á þessu ári, fjallar m.a. um það með hvaða hætti verði unnt að opna háskól- ann með fjarkennslu. Þessi mál era nú í athugun en óvíst er enn hvenær til framkvæmda kemur. Líta má á endurmenntunarstarfið sem örlítinn vísi að opnun háskól- ans. Hvers kyns endur- og símenntun hefur vaxið mjög er- lendis á síðastliðnum 10 til 15 árum. Samskonar þróun er að eiga sér stað hér. Þannig er ótrú- legur fjöldi af íslenskum aðilum sem er með starfsemi af þessu tagi og er fæst af því í tengslum við hið formlega skólakerfi. Hingað til hafa okkar námskeið fyrst og fremst verið um af- mörkuð efni. Fyrirsjáanlegt er að þessi starfsemi á eftir að vaxa og gæti jafnvel orðið um að ræða samfelt nám á tilteknum sviðum. - Hvaða námskeið hafa notið mestra vinsælda af þeim sem í boði hafa verið? Það er erfítt að segja. Oft er verið að kynna nýjungar í greinum og slík námskeið era alltaf vel sótt. Mikil eftirspum er einnig eftir námskeiðum sem tengjast tölvunámi og tölvunotkun. Greini- legt er að ýmsir hópar hafa áhuga á einstökum sviðum tölvunotkun- ar án þess að ætla sér að leggja stund á tölvunarfræði sem há- skólagrein. Þá lenda ýmsir hópar háskóla- manna í stjómunar- og rekstrar- störfum en hafa þó ekki fengið undirbúnig fyrir slíkt í sínu námi. Þetta fólk hefur jafnvel áhuga á samfelldu og dýpra námi í stjóm- un og rekstri en hægt er að veita á einstökum námskeiðum. Segja má að þarfir starfandi háskóla- manna fyrir endur- og símenntun séu afar fjölbreyttar og við reyn- um eftir því sem kostur er að svara þeim. _ bó. Guðmundur Magnússon leiðbeinir á n&mskeiði um vexti og peningamál. maHorka - SUMARAUKI Hvernig væri að enda sumarið með sumarauka á Mallorka? Við bjóðum uppá 3 stuttar ferðir. Gist verður á okkar rómuðu Royal íbúðarhótelum. Þetta eru vinsælustu ferðirnar. Brottfarardagar: 22. október - 8 dagar, uppselt. 29. október - 5 dagar, uppselt. 2. nóvember - 7 dagar, fá sæti laus. Verð frá kr. 12.800,- Miðað við 4 saman í íbúð. md(VTK( Feröaskrifstofa, Hallveigarstíg 1 - Símar 28388 - 28580.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.