Morgunblaðið - 19.10.1986, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1986
B 21
i
Þróunarnefnd Háskólans:
Vonandi verða
úttektimar hvaining
-segir Þórir Einarsson prófessor, formaður nefndarinnar
„Þróunarnefnd hefur
áður verið til í
Háskólanum. Hún gerði
úttekt á Háskólanum og
skilaði skýrslu árið 1984.
Þróunarnefnd var aftur
sett á stofn í fyrra haust
en mun nú starf a með
nokkuð breyttu sniði“
sagði Þórir Einarsson
prófessor. Þórir er
formaður
Þróunarnef ndar
Háskólans. Aðrir í
nefndinni eru Pétur
Maack prófessor, Björn
Björnsson prófessor og
Tryggvi Axelsson. Aður
átti Guðrún Erlendsdóttir
dósent einnig sæti í
nefndinni.
Skipun þessarar nefndar
og annarra er liður í því
að virkja fleiri innan Há-
skólans í stjómunarstörf.
Ég held að það sé jákvætt
og þessi hugmynd samræmist því
sem er að gerast annars staðar í
Evrópu.
Eitt af hlutverkum nefndarinnar
er að tryggja reglubundna söfnun
á alls konar tölulegum upplýsingum
í framhaldi af starfí fyrri nefnda
og er nú verið að ganga frá bækl-
ingi með slíkum upplýsingum,
Hagtölum Háskólans. Arlega bæt-
ast við nýjar tölur um starfsemi
skólans og þær verða allar gefnar
út.
Þróunarnefndinni er einnig ætlað
að hjálpa til við að meta framtíðar-
þróun Háskólans. í því sambandi
má nefna spár um nemendafjölda
og endurskoðun á þeim ef forsendur
breytast. Margt getur breyst í
framtíðinni í sambandi við fjölda
nemenda í Háskólanum. Nú er til
dæmis 55% nýstúdenta 20 ára og
20% 21 árs. Það má búast við að
þetta eigi eftir að breytast og til
dæmis er líklegt að eldra fólk komi
í auknum mæli inn í Háskólann.
Mikil breyting hefur einnig orðið
á aðsókn í einstakar deildir Háskól-
ans á undanfömum ámm og
áratugum. Aðsókn hefur minnkað
hlutfallslega í læknadeild og heim-
spekideild, en aukist í lagadeild og
viðskiptadeild svo dæmi sé tekið.
Svona breytingar geta haft mikið
að segja fyrir framtíð Háskólans.
Einnig hefur orðið mikil breyting á
§ölda brautskráðara eftir lengd
náms. Nú útskrifast nánast enginn
eftir tveggja ára nám, en eftir 3 -
4 ára nám útskrifast nú um 75% A
árunum 1969 - 1970 var þessi fjöldi
50 - 60%. Athyglisvert er hve marg-
ir velja sér fremur stuttar náms-
brautir, en það getur hafa haft sín
áhrif að nefnd sem skilaði skýrslu
um háskólann árið 1969 mælti ein-
mitt með stuttu námi. Ég tel að
þessi þróun haldi áfram. Fólk fer
ekki í Háskólann til þess að ná þar
í alla þekkinguna heldur grunn-
menntun sem síðar er hægt að
byggja á.
Nefndin mun standa að úttekt á
einstökum þáttum í starfí Háskól-
ans að beiðni rektors og háskólar-
áðs. Hlutverk okkar er að vera til
ráðgjafar og sem undirbúningsaðil-
ar en það er annnarra að taka
ákvarðanir. Einnig höfum við verið
sérstaklega beðin að skipuleggja
úttektir á deildum Háskólans.
-Hvemig verður því verki háttað?
„Úttektir verða fólgnar í að gera
yfírlit um stöðu og þróun deilda.
Það verður liður í starfínu að gera
úttekt á nokkurra ára fresti. Von-
andi verða þær hvatning fyrir
deildimar og það er tilgangurinn
með þessu. Þegar starfsfólkið hér
Þórir Einarsson prófessor, form-
aður Þróunamefndar Háskólans
veit að úttektir verða gerðar reglu-
lega á það vonandi eftir að verða
til þess að það vill taka sig á og
standa sig vel. Um þetta gildir auð-
vitað það sama og með nemendur.
Þeir hafa gott af þvi að fá hrós
þegar það á við og uppbyggilega
gagnrýni þegar það á við. Þetta eru
bara fmmatriði skynsamlegra sam-
skipta.
Úttektimar ættu að auðvelda
stefnumörkun fyrir deildir og Há-
skólann til dæmis þegar ráðstafa
þarf fjármagni eða mannafla. En
nefndin mun ekki móta stefnuna".
-Hvaða verkefni em framundan?.
„Á næstu mánuðum verður byij-
að á að gera úttekt á verkfræðideild
og verður hún unnin í samráði við
Verkfræðingafélag íslands. Síðan
verður ein deild af annarri tekin
fýrir. Þeir sem standa að verk-
fræðideildinni hafa áhuga á að hún
verði þekkt erlendis og njóti viður-
kenningar þar. Þeim er því akkur
í að fá einnig erlenda aðila til að
segja álit sitt á deildinni“.
-Gerir nefndin sjálf úttekt á
deildunum?
„Nei, við höfum yfímmsjón með
verkinu en fáum aðra til að sjá um
úttektina. Fyrsta skrefíð er að deild
sendir inn lýsingu á sjálfri sér og
vandamálum sínum. Könnuð em
viðhorf annarra aðila til deildarinn-
ar. Einnig getur úttektamefndin
gert sjálfstæðar kannanir og talað
við ýmsa aðila áður en hún setur
fram álit sitt.
Það er algengt viðhorf í háskól-
um erlendis að gera slíkar úttektir
og hefur það lengi verið gert í
Ameríku. Nú em evrópskir háskól-
ara að fara inn á svipaða braut í
auknum mæli. Við reynum að nota
fyrirmyndir frá Evrópu og Banda-
ríkjunum en jafnframt að einfalda
þær og fínna hvað hentar okkutv
best hér“.
„í raun og vem er Háskólinn
kraftaverk ef tekið er tillit til hve
peningaráð hans em takmörkuð"
sagði Þórir. „Það er líka kraftaverk
að hægt sé að reka Háskólann
vegna þess hvað hann býr við
þröngan húsakost. Mönnum er troð-
ið inn í sali og þetta myndi enginn
láta bjóða sér annars staðar.
Það er mikilvægt fyrir þessa
stofnun að viðurkenna vandamálin
og horfa jafnframt fram á við. Til-,
gangurinn með því að setja á stofn
nefnd sem þessa er meðal annars
sá að stuðla að þvf að þeir sem
stjóma Háskólanum fari meðvitaðir
inn í framtíðina en láti ekki hrinda
sér inn í hana af öflum sem þeir
kunna ekki skil á“.
ÁH
Jón Torfi Jónasson
eininga og tekur eitt misseri. Með
hefðbundnu sniði hefði þetta nám-
skeið falið í sér 4 — 5 fyrirlestra á
viku, en í stað fyrirlestranna er
notast við fjölritað lesefni og um-
ræðutíma sem byggjast á því. Auk
þess er mikil áhersla lögð á verk-
efnavinnu nemenda og reynt að
leiðbeina þeim vel við hana.
— Hvað um prófin?
Prófíð er minnsta málið, það má
halda hvar sem er á landinu.
- Heldurðu að fjarkennslufyr-
irkomulag eigi eftir að vinna á
í háskólanámi í náinni framtíð?
Það er spuming hversu langt á
að ganga í þessum efnum og hlýtur
að fara eftir því hvemig til tekst
nú þegar fyrstu skrefín em stigin.
Eins og ég nefndi áðan þá felst fjar-
kennsla fyrst og fremst í því að
gera námsefnið aðgengilegra fyrir
nemendur. Þróun í þessa átt gæti
orðið hagkvæm fyrir alla nemendur
Háskólans og gæti valdið byltingu
í námsefnisvinnu fyrir efri skóla-
stigin. Þetta gæti verið spumingin
um það hvort skilar sér betur að
greiða kennara laun fyrir að flytja
áþekka fyrirlestra ár eftir ár eða
að greiða honum einu sinni sérstak-
lega fyrir að vinna efni fyrirlestrana
þannig að það yrði aðgengilegt fyr-
ir nemendur. Hann myndi síðan
hitta þá reglulega, en sjaldnar en
nú, og leiðbeina þeim með verkefna-
vinnu. Að sjálfsögðu yrði að fara
yfír og endurskoða slíkt kennsluefni
með vissu millibili en þó ætti þetta
að verða hagkvæmara fyrirkomu-
lag bæði fyrir nemendur og kennara
en stöðugt fyrirlestrahald.
Þetta á við um íj'arkennslu en
um miðlun fræðsluefnis almennt
gildir að sjálfsögðu annað. Almenn-
ingsfræðslu af ýmsu tagi mætti
hæglega miðla í sjónvarpi og eru
miklir möguleikar ónotaðir á því
sviði. Ein röksemd fyrir því að nota
sjónvarp í fjarkennslu er sú að efn-
ið yrði um leið liður í almennri
fræðslu og það er mikilsvert. Það
sem hér heftir verið sagt um fjar-
kennslu á háskólastigi á að mínu
viti að flestu leyti einnig við önnur
skólastig.
- Hvað um þátt tölvunar í fjar-
kennslu?
Tölvur eru þegar notaðar við fjar-
kennslu erlendis og í Bandaríkjun-
um hafa t.d. verið gerð kennslukerfí
á háskólastigi. Eitt þeirra er
PLATO forritasafnið frá Illinois
háskóla en í því má taka námskeið
í mörgum háskólagreinum s.s.
grísku, latínu, stærðfræði, hjúkrun
og flugvélavirkjun. Þetta forrita-
kerfí er rejmdar ekki aðgengilegt
hér á landi vegna þess að hafa
þarf sérstakan tölvubúnað fyrir
það. Hins vegar væri hægt að nota
tölvur meira í kennslustarfi en nú
en almennt gert. Innan Háskóla
íslands er þegar farið að nota tölv-
ur töluvert til samskipta, til dæmis
til verkefnaskila og leiðréttinga, og
á það áreiðanlega eftir að aukast.
Slík vinnubrögð myndu auðvelda
nemendum utan Reykjavíkur að
fylgjast með reglubundnu námi hér
í Háskólanum.
- Verðið þið vör við mikinn
áhuga nemenda fyrir fjar-
kennslu?
Já, við fáum tölvert af óskum
um að stunda nám án þess að nem-
endur séu bundnir við að mæta
reglulega hér í Háskólanum. Vel
væri hugsanlegt að koma til móts
við þessar óskir þannig að nemend-
ur gætu tekið sem nemur einu ári
í sumum námsgreinum án þess að
þurfa að mæta hér nema hluta af
kennsluárinu. Hér er að sjálfsögu
átt við bóklega hlutann í háskóla-
námi á byijunarstigi. Þetta er
framkvæmanlegt án þess að gera
verulegar breytingar á námstil-
högun innan Háskólans og fé sem
fengist til þessara hluta yrði vel
varið. Það er mikill hugur í starfs-
liði Háskólans og vilji til þess að
bæta starfshætti og fara nýjar leið-
ir.
- bó.
(I
r
macintosh
Áætlanagerð, línurit og
gagnagrunnur
Námskeið jafnt fyrir byrjendur
sem lengra komna. Kennd er
notkun EXCEL við ýmiss konar
útreikninga og skýrslugerð:
4 Fjárhagsáætlanir og aðra áætlanagerð
4 Launaútreikninga- verð- og tollskýrslur
Ú Afborganir lána og víxla
4 Skattaskýrslu
Lögð er áhersla á myndræna framsetningu með línuritum
og sneiðmyndum.
Ýtarleg námsgögn og líkanasafn innifalið!
Tvö námskeið í nóvember: l.-2.nóvember kl 10-17 og
15.-16.nóvember kl 10-17
Ritvinnsla og textagerð
Það þarf ekki að hafa mörg orð um WORD sem
hjálpartæki þeirra sem nota ritvinnslu að staðaldri:
4 Fjöldálka textaritun, staðlaðar uppsetningar
4 Gerð formbréfa sem flétta nafnaskrár og texta
4 Myndir og línurit í texta
Vönduð námsgögn og lyklaborðsspjald!
Tvö námskeið í nóvember: 8.-9.nóvember, kl. 10-17 og
22.-23.nóvember kl. 10-17
Halldór Kristjánsson, vsSiþjónustan
verkfræðingur