Morgunblaðið - 19.10.1986, Síða 24
24 B
MÓRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÖKTÓBER 1986
HÁSKÓLI ÍSLANDS
Fyrstu hugmyndir
wm stofhun háskóla
HÁSKÓLI íslands var _ _ __
stofnaður 17. júní 1911
en fyrstu hugmyndir
manna um háskóla hér á
landi eru þó allmiklu
eldri, eða allt frá árinu
1828 þegar Baldvin
Einarsson setti fram
hugmyndir í ritinu
„Tanker om de lærde
Skolevæsen i Island“.
Einnig setti
Fjölnismaðurinn Tómas
Sæmundsson fram
hugmyndir á þessu sviði,
og ekki má gleyma
hugmyndum Jóns
Sigurðssonar, forseta, um
vísi að háskóla á íslandi
sem hann setti fram árið
1842.
A18. öld höfðu nokkrir
orðið til að setja fram
hugmyndir sínar um
endurbætur í skólamál-
um landsins og benda á
nauðsyn kennslu margvislegra
vísindagreina. Mest varð mönnum
tíðrætt um kennslu á sviði guð-
fræði, en einnig voru nefndar til
sögunnar heimspeki, lögfræði,
læknisfræði, náttúrufræði ogfleira.
í hugleiðingum sínum um skóla-
málin hér á landi ræddi Baldvin
Einarsson um nauðsynlegar um-
bætur á Bessastaðaskóla, svo hann
gæti staðið jafnfætis skólum af
sama tagi í Danmörku, og leiddi
rök að því að ekki væri nægilega
séð fyrir þörfum landsins þótt það
eignaðist góðan latínuskóla. Bald-
vin lagði því til að framhladsskóli,
eða nokkurs konar yfirskóli, yrði
stofnaður í tengslum við latínuskól-
ann þar sem séð yrði fyrir menntun
til handa þeim sem ekki ættu þess
kost að halda utan til háskólanáms,
en hefðu hug á að gerast prestar,
eða takast á hendur önnur störf í
þjóðfélaginu. Áleit hann að við
slíkan framhaldsskóla skyldi kenna
guðfræði, heimspeki, læknisfræði,
náttúrufræði, hagfræði og verzlun-
arfræði. Ekki taldi hann þörf á að
bæta við nema einum manni af
þessum sökum.
í riti sínu um sögu Háskóla fs-
lands, þ.ar sem fjallað er um starf
hans fyrstu 50 árin, segir Guðni
Jónsson að þó svo að Baldvin Ein-
arsson hafi tengt hugmyndir sínar
við latínuskólann sé ekki um að
villast að fyrir honum hafí vakað
eins konar háskóli, þótt hann nefni
Jon Sigurðsson Baldvin Einarsson
skólan ekki því nafni.
Tómas Sæmundsson setti hug-
myndir sína einnig fram í litlu riti
sem hann skrifaði á dönsku,„Island
fra den intelektuelle Side betragtet"
og kom það út í Kaupmannahöfn
árið 1832. Þar fjallar hann um
ýmiskonar umbætur á Bessastaða-
skóla og leggur til að sérdeild fyrir
prestsefni verði komið á fót, auk
þess sem hann hvatti til að komið
yrði á fót hagnýtu námi í læknis-
fræði, lögfræði og fleiri greinum.
Hann var sama sinnis og Baldvin
að því leyti til að hann taldi að ein-
ungis þyrfti að bæta við einum
kennara.
Ritgerðir þeirra beggja höfðu
talsverð áhrif meðal ráðamanna í
Danmörku, og árið 1838 fór danska
skólastjómarráðið þess á leit við
stiftsyfírvöldin að setja fram tillög-
ur til úrbóta á latínuskólanum og
umsögn um hvort fært mundi að
að stofna til kennslu fyrir prests-
efni og jafnvel læknaefhi á Bessa-
stöðum. Stiftsyfírvöldin lögðu þá til
að ef skólinn yrði fluttur til
Reykjavíkur og kennslutilhögun
yrði bætt þá teldu þau engin tor-
merki á að komið yrði á fót presta-
skóla og jafnvel námi í læknisfræði.
Árið 1841 var síðan ákveðið að
flytja skólann til Reykajvíkur, og
einnig að stofna þar prestaskóla,
þó svo að sú framkvæmd yrði að
bíða þar til lokið væri við að byggja
nýtt skólahús þar.
„Um skóla á íslandi" nefndist
ritgerð Jóns Sigurðssonar sem hann
árið 1842 birti í Nýjum félagsritum.
Þar fjallar hann um skólamál al-
mennt hér á landi og hinar sérstöku
þarfír sem skólakerfí á íslandi
þurfti að sinna. í þessari ritsmíð
sinni viðraði Jón þá hugmynd sína
að efla þyrfti latínuskólann, meðal
VERÐTRYGGÐ
VEÐSKGLDABRÉF:
Ávöxt- Nafn- Nafn-
unar- vextir vextir
krafa 4% 5%
12,00 94,6
12,25 91,1
12,50 89,2
12,75 86,2
13,00 83,3
13,25 80,5
13,50 77,8
13,75 75,1
14,00 72,6
14,25 70,1
ÁVOXTUNSfW
Verðbréfamidlun
Skuldabréf óskast f sölu
Avöxtunarþjónusta
Bestu kjör hverju sinni
fjármálaráðgjöf
Sölugengi verðbréfa 5.10. 1986
OVERÐTRYGGÐ
SKGLDABRÉF:
Tírna- Ávöxt- Hæstu Árs-
lengd unar- lögl. vextir
Ár krafa vextir 15,5% 20,0%
1. 7,00 84,3 87,6
2. 8,00 77,6 82,0
3. 9,00 71,6 76,9
4. 10,00 66,3 72,3
5. 11,00 61,7 68,2