Morgunblaðið - 19.10.1986, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 19.10.1986, Qupperneq 28
28 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1986 HÁSKÓLI ISLANDS Háskóli ermunaður „Það er margt í sambandi við háskólan hérsem einkennist af því hvað hann er tiltölulega lítill, en þó stór miðað við mannfjölda. Ég hef alltaf svolítið gaman af samanburðinum við Luxemburg, sem hýsir alls kyns alþjóðlegar stofnanir en á engan háskóla. I raun er háskóli mikill munaður fyrir lítið land og menn skyldu ekki líta á tilvist hans sem sjálfsagðan hlut.“ fyrír ktíð land ■ww r ■< / < • r 1 4 Háskólinn í augum erlendra gesta hans. Rætt við þá Jiirgen Heyman og Keld Gall Jörgensen, erlenda lektora við heimspekideild háskólans Erlendu lektorarnir Jílrgen Heyman og Keld Gall Jörgensen. etta viðhorf kom m.a. fram í máli Jiirgen Hey- man, þegar blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við tvo erlenda lektora við heimspekideild Háskóla íslands, Heyman sem kennir þýsku og Keld Gall Jörgensen sem kennir dönsku. Umræðuefnið var æðsta íslenska menntastofnunin frá sjónarhól út- lendinganna sem báðir hafa tengst henni um nokkurt skeið, bæði sem nemendur og kennarar. Jiirgen dvaldi hér við íslenskunám fyrir erlenda nemendur fyrir 13 árum og Keld Gall hóf íslandsdvölina fyr- ir 5 árum með því að setjast á þann hinn sama skólabekk. „íslenska fyrir erlenda nemendur sem sérstakt fag í háskólakennslu er mjög athyglisverð að mínu mati og líklega ekki víða sem boðið er upp á slíkt," segir Keld Gall Jörg- ensen. Og þeir eru sammála um að það hafi verið mjög góð reynsla fyrir verðandi erlenda lektora við skólann að heíja kynnin við hann sem nemendur. En hver eru við- brögð nemenda við erlendum kennurum? „Eini munurinn á okkur og íslensku kennurunum er að við kennum á okkar eigin tungu og kennslan og viðbrögð nemenda í upphafi mótast þá nokkuð af kunn- áttu þeirra í málinu. Að öðru leyti er þetta ekkert öðruvísi. Hins vegar finnast mér viðbrögð nemenda við kennslunni hér vera önnur en ég á að venjast frá Þýskalandi," segir Jurgen, sem kenndi m.a. í norður- landamáladeildina við háskólann í Köln. „Miðað við Þýskaland finnst mér háskólinn hér vera meira í beinu framhaldi af menntaskólum eða framhaldsskólum, án þess að ég vilji leggja mat á hvor leiðin er æskilegri. En það er náttúrulega alltaf mjög stórt stökk frá mennta- skóla ( háskóla alis staðar." „Þetta er atriði sem ég hef ein- mitt tekið eftir líka,“ bætir Keld Gall við. „Ef ég t.d. miða við mitt eigið nám við Hafnarháskóla, þó með þeim fyrirvara að á þeim tíma voru nemendur mjög ákveðnir í að fá einhverju ráðið um eigið nám, þá fann ég þar fyrir mun meiri gagnrýni á námið, kennsluna og kennsluhættina en ég verð var við hér af hálfu nemenda. Nemendur unnu líka mikið sjálfstætt hvort sem þeir voru einir eða í hópum, en hér fínnst mér fólk vera ekki vera vant slíkum vinnubrögðum úr mennta- og framhaldssskólum. En þetta kann að hafa breyst með árunum," segir Keld Gall og Jiirgen bætir við að óvirkni nemenda í háskólanámi sé talsvert alþjóðlegt fyrirbæri nú- orðið. „Það virðist gerast mjög víða að nemendur setjist á háskólabekk og vilja láta mata sig.“ Talið berst að þeim greinum sem þessir tveir menn kenna, þ.e. þýsk- unni og dönskunni og þeir benda á að í báðum tilvikum sé um að ræða litlar deildir, um 30 nemendur eru í dönsku og um 50 í þýsku. „Þessar deildir einkennast auð- vitað talsvert af því hversu fáir nemendur eru og hversu fáir kenn- arar starfa við þær,“ segir Keld Gall og bætir við að sér fínnist danska við háskólann vera ótrúlega lítil grein miðað við þá áherslu sem lögð sé á fagið í íslenska skólakerf- inu. Þeir benda báðir á að aðstöðu tungumálakennslu við skólann sé ábótavant og þar komi til fyrst og fremst húsnæðisvandinn sem Há- skóli íslands eigi við að etja. „Eins vantar góð deildarbóka- söfn við skólann og eins og málin standa nú þá held ég að tungumála- kennslan gæti engan vegin gengið ef ekki væru hér stofnanir eins og franska bókasafnið, þýska bóka- safnið, Norræna húsið og aðrar sem nemendur geta leitað til,“ segir Jiirgen. Hann heldur áfram: „Það ein- kennist margt í þessum skóla af því hversu lítill hann er. Hins vegar er mjög einkennandi hér hversu hart margir fræðimenn leggja s'g fram fyrir hönd skólans, án þess að þeir sjái afrakstur þess fara í budduna. Miðað við stærð skólans þá er hér boðið upp á mun fjöl- breyttara nám en til dæmis í ámóta stórum skólum erlendis. A hinn bóginn dregur slík flölbreytni líkiega úr vaxtarmöguleikum ein- stakra deilda, sérstaklega þeirra litlu." „Já, háskólamenn hér eru mjög virkir að koma fram fyrir hönd skólans, skrifa í blöð og nota út- varp, svo dæmi séu tekin,“ segir Keld Gall. „Það er líka mjög al- gengt hér að háskólamenn starfí jafnframt við aðra hluti utan skól- ans og séu andlit hans út á við á mörgum sviðum. Allavega ber tals- vert á skólanum og hans starfs- mönnum hér og íslendingar vita mikið meira um skólann og það sem er að gerast í honum, en t.d. Danir vita um Hafnarháskóla. Margir Kaupmannahafnarbúar hafa nú ekki einu sinni hugmynd um hvar háskólinn er staðsettur í borginni." í framhaldi af þessari síðustu setningu berst talið að staðsetningu háskólans hér í borg og báðir benda þeir á það sem stóran kost að skól- inn sé mitt í borginni. „Það er mjög gott fyrir alla aðila að háskóli sé í eins mikium tengslum við daglega lífíð í borginni og hér gerist, fremur en að vera f úthverfunum, eins og tíðkast víða erlendis," segir Jurgen. Þeir Jurgen og Keld Gall létu báðir vel af veru sinni hér, en er- lendum lektorum við háskólann dvekja venjulega ekki lengur en fímm eða sex ár í senn. Tímalengd- in fer eftir reglum þeirra erlendu stofnanimar sem senda og kosta að miklu leyti erlenda lektora til háskólans. VE aldurs sakir. Nefndin fór þess á leit við Guðmund að hann sæti áfram fundi nefndarinnar, vegna þekkingar sinnar og áhuga á málinu og varð hann við því. Nefndin fékk svo Guðjón Samúelsson húsameist- ara ríkisins til þess að teikna bygginguna. Raddir heyrðust um að réttara hefði verið að efna til samkeppni, eða að bjóða verkið út, en spamaður réð miklu um að Guð- jón var fenginn til verksins. Byggingunni miðaði mjög vel, þrátt fyrir styijöld, aðflutnings- vanda og gjaldeyrishöft. Hafíst var handa við undirbúningsfram- kvæmdir vorið 1936 og homsteinn lagður fullveldisdaginn, l. desem- ber. ^Rúmum þremur árum síðar var byggingunni lokið og hinn 17. júní 1940 fór vígsla Háskólabyggingar- innar fram við mjög hátíðlega athöfn. Var miklu lofí lokið á bygg- inguna og sérstaklega hina frum- legu notkun íslenskra bergtegunda. Má geta þess að breski sendiherr- ann hafði á orði við athöfnina að herstjómin hefði ekki hemumið Háskólabygginguna vegna fegurð- ar hennar, þrátt fyrir mikla húsnæðiseklu. Gamli-Garður var þó tekinn herskildi, en það leiddi af sér byggingu Nýja-Garðs, sem var tekinn í notkun 1943. Eftir stríð var næst tekið til við byggingu íþróttahúss og lauk því verki 1948. Liðu þá 13 ár þar til næsta hús var byggt, en það var Háskólabíó, sem var vígt við hátíð- lega viðhöfíi á 50 ára afmæli Háskólans árið 1961. Eftir það komst skriður á hús- næðismál Háskólans, því að 1966 var hús Raunvísindastofnunar tekið í gagnið, Amagarður 1969 og Lög- berg árið 1971. Árið 1972 var fyrsta áfanga Verkfræði- og raun- vísindahúss lokið og þremur árum síðar hófst notkun í öðrum áfanga þess húss. í janúar var fyrsti hluti Tann- lækna- og læknadeildarhúss á Landsspftalalóðinni tekinn í gagnið, en húsið hefur verið kallað því frum- lega nafni „Bygging sjö“. Síðla sama árs var hluti Odda, byggingar hugvísindadeildar, opnaður. Nú nemur eigið húsnæði Háskóla íslands og stofnana hans um 27.000 fermetrum og em þeir í 22 húsum. Auk þess leigir H.I. u.þ.b. 7.000 til 8.000 fermetra í alls 13 húsum. Happdrætti Háskólans hefur reynst Háskólanum dijúg tekjulind, og lætur nærri að það hafí staðið straum af öllum byggingafram- kvæmdum og tækjakaupum Háskólans. Frekari byggingaframkvæmdir eru fyrirhugaðar á næstu árum og fara þær hér á eftir. Rétt er þó að taka fram að þær áætlanir em ekki endilega í forgangsröð. Ljúka á við „Byggingu sjö“. Hefjast á handa við þriðja áfanga Verkfræði- og raunvís- indahúss. Byggja á hús fyrir lyfjafram- leiðslu Reykjavíkurapóteks og kennslu í lyfjafræði. Byggja á Líffræðideildarhús, sem yrði hið fyrsta af húsum Náttúruvisindadeildar. Byggja á við Háskólabíó, en þeir salir myndu nýtast til fyrir- lestrahalds, auk kvikmyndasýn- inga. Ljóst er að mikið verk er fram- undan og kann sumum að vaxa í augum. Hinu skyldi þó ekki gleyma, að aðeins em 75 ár síðan Háskólinn var stofnaður og fyrsta aldarfjórð- unginn var hann inni á gafli hjá öðmm. Langt hefur miðað og þjóð- inni sómi af Háskóla íslands, en undirstöðuskilyrði þessa er að sjálf- sögðu góður aðbúnaður háskóla- borgara. Við gTcinarskrif þessi var að langmestu leyti studst við rít Páls Sigurðssonar, „Úr húsnœðis- og byggingarsögu Háskóla ís- lands, sem Háskólinn gaf út i tilefni 75 ára afmælisins. Þá veitti Maggi Jónsson, arkitekt og ráðunautur Háskólarektors, dygga að- stoð og upplýsingar. AM

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.