Morgunblaðið - 13.11.1986, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 13.11.1986, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986 Valdimar Indriðason formaður bankaráðs Útvegsbankans: Er ósammála níður- stöðum nefndarinnar Ekki á nokkurn hátt hægt að draga Alþingi til ábyrgðar í þessu máli VALDIMAR Indriðason alþingismaður og formaður bankaráðs Út- vegsbankans er ósáttur við þann áfellisdóm, sem Alþingi, bankaráð og bankastjóra Útvegsbankans fá í skýrslu þremenninganna um Hafskipsmálið, sem lögð var fram á Alþingi sem þingskjal í gær. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann teldi ekki á nokkurn hátt hægt að draga Alþingi til ábyrgðar í þessu máli. Þrjú skip á leiðinni með 60.000 tunnur VEGNA mikillar síldveiði síðustu daga er útlit fyrir að síldarsöltun geti stöðvast í einn til tvo daga nú síðari hluta vikunnar þangað til fleiri tunnur berast til lands- ins með skipun. frá Noregi nú um helgina. Búið er að salta I um 115.000 tunnur. Væntanleg eru þijú skip um helgina með milli 60.000 og 70.000 tunnur alls. Einar Benediktsson hjá Sfldar- útvegsnefnd sagði í samtali við Morgunblaðið að sfldarsaltendur hefðu fengið allar þær tunnur sem þeir hefðu pantað. Áður en samn- ingurinn var gerður um sölu á sfld við Rússa, voru 160 þús. tunn- ur til í landinu. Saltendur hefðu pantað og fengið 70.00 tunnur og Sfldarútvegsnefnd hefði átt á eigin áhættu um 90.000 tunnur í landinu, sem nú hefðu að mestu verið afgreiddar til saltenda. „Sfldarútvegsnefnd átti síðan forkaupsrétt á öllu því magni sem tunnuframleiðendur áttu til og innan nokkurra klukkustunda frá því við vorum búnir að undirrita samninginn í Moskvu, var búið að leigja fímm skip undir allt að 120.000 tunnur og fjögur þeirra áttu að byrja að lesta þremur til §órum dögum eftir að þau voru leigð, en venjulega þarf tveggja til þriggja vikna fyrirvara til þess að leigja skip. Síðar eru væntan- legar 40.000 tunnur í viðbót," sagði Einar. Morgunblaðið/Júlíus Hangikjöts- lærið til Kína! ÍSLENDINGUM, sem búa erlendis, þykja daufleg jól- in ef þeir fá ekki að smakka hefðbundinn islenskan mat. í yfir 30 ár hefur kjötverzlun- in á Laugavegi 2 útbúið sér- staka matarpakka fyrir íslendinga til að senda ættingj- um og vinum erlendis. Á myndinni hér að ofan sést Pét- ur Pétursson í Kjötbúri Péturs undirbúa matarpakka sem eiga eftir að fara til Kína, Ástralíu, Thailands og fleiri fjarlægra landa, en alls sendir verslunin um 3000 matarpakka til út- landa á ári, flesta fyrir jólin. „Ég finn nú ekki samhengið í þessu hjá skýrsluhöfundum," sagði Valdimar, þegar hann var spurður, hvað hann vildi segja um þá gagn- rýni sem kemur fram í skýrslunni á hlut Alþingis í Útvegsbankamál- inu. „Ég verð að segja það, að ég hef ekki haft tóm til þess að kynna mér skýrsluna til hlítar," sagði Valdimar, „en ég' er alls ekki sam- mála öllu sem þar kemur fram. Mér fínnst það ansi langsótt að Alþingi sé ábyrgt fyrir því hvernig fór. Eina sem Alþingi er ábyrgt fyrir, er að hafa kosið þessa menn í bankaráð sem þar eru.“ Valdimar var spurður hvað hann vildi segja um gagnrýnina á bankaráðið, og ábyrgð þess: „Ábyrgð bankaráðsins er náttúru- lega fyrir hendi, en hvað hefur bankaráðið gert rangt af sér.“ — Fylgdist bankaráðið nægilega vel með veðum og tryggingum í viðskiptum Útvegsbankans og Haf- skips? „Það má alltaf vera vitur eftir á,“ sagði Valdimar, „en ég tek ekki við formennsku í Útvegsbankanum fyrr en 16. janúar 1985 og var lítt kunnugur málum þar áður. Mér fínnst að við höfum reynt að vinna þetta eins vel og við gátum. Það verður að segjast eins og er, að við erum ekkert dags daglega að fylgj- ast með veðum eða tryggingum sem bankinn hefur - á engan hátt. Auð- vitað fylgjumst við með, og fáum skýrslur bankastjóranna yfír stærstu skuldara og annað." — Hvað með það álit nefndar- manna að eðlilegt hefði verið að bankaráð viki bankastjórum frá á meðan á rannsókn málsins stóð? „Ég er algjörlega ósammála skýrsluhöfundum í þeim efnum og ég veit ekki á hveiju þeir byggja það,“ sagði Valdimar og bætti við að hankastjórar Útvegsbankans væru til þess að gera nýkomnir til starfa. Tveir hefðu hafíð störf 1983 og einn 1984. „Þessir menn lenda svo til beint í þessum erfíðleikum," sagði Valdimar og bætti við: „en ég tek það fram, að ég er ekki með NOKKRAR unglingsstúlkur hafa kært 27 ára gamlan mann til Rannsóknarlögreglu ríkisins fyr- ir kynferðisafbrot og hefur hann verið úrskurðaður í gæsluvarð- hald til 26. nóvember. Samkvæmt upplýsingum RLR eru stúlkumar flestar 15 ára, en ein er 12 ára gömul. Ekki fengust upplýsingar um það hve margar kærumar em. Maðurinn er einnig gmnaður um að hafa veitt ungling- þessum orðum, að álasa eldri bankastjómm." — Hvað með gagmýni í þá vem að sérfræðiþekking hagdeildar Út- vegsbankans hafí ekki verið nýtt af bankastjóm frá árinu 1981 til 1985 og það sé meðal annars skýr- ing á því að hagsmunagæsla bankans hafí ekki verið sem skyldi? „Ég vil taka það fram, að ég er ekki kunnugur málum á þessum tíma. Það er þeirra mál að halda því fram að hagdeildin var ekki notuð. Ég veit svo mikið, að hún var notuð eftir að ég varð formað- ur bankaráðs, en það var ekki fyrir mína tilstuðlan, heldur bankastjór- anna.“ * Sjá ennfremur viðtöl á bls. 4, kafla úr skýrslu nefndarinnar á miðopnu og frásögn af um- ræðum á Alþingi um „frétta- leka“ á bls. 32. um fíkniefni og áfengi og eiga ætluð afbrot hans að hafa átt sér stað síðustu 2-3 vikur. Orðrómur hefur gengið um að maðurinn hafi leitað á dreng, en ekki fékkst það staðfest. Talið er að afbrot mannsins hafí átt sér stað í húsnæði í Garðabæ, þar sem maðurinn hefur að undan- fömu rekið billjard-stofu og leik- tækjasal. Stofunni var lokað um mánaðamótin þar sem maðurinn stóð ekki í skilum við eigendur. Kærður fyrir kynferðisaf- brot gegn unglingsstúlkum Rætt við fulltrúa á kirkjuþingi: Hjálparstofnunin hefur glatað trausti almennings KIRKJUÞING sem nú stendur yfir í Bústaðakirkju fjallar í dag um málefni Hjálparstofn- unar kirkjunnar. Morgunblaðið leitaði í gær álits nokkurra þingfulltrúa og kom fram í ummælum þeirra svartsýni á framtíð Hjálparstofunarinnar. Viðmælendur vom á einu máli um að stofnunin hafí glatað því mikla trausti sem almenningur bar til hennar. Menn lýstu jafn- framt undmn sinni yfír því að yfirmenn stofnunarinnar hefðu ekki farið frá. Eina lausnin á þessu máli væri að stokka spilin á ný og stofnunin byrjaði frá granni. Yfirlýsing stofnunar- innar mótsagnakennd „Undir niðri sýður í mönnum út af þessum málum," sagði sr. Láms Þ. Guðmundsson, prestur í Holti, Önundarfírði. „Það em und- arleg vinnubrögð að stofnunin skuli ekki hafa óskað eftir því að þessi mál yrðu rædd á nýafstað- inni Prestastefnu." Láms sagði það sína skoðun að kirkjan ætti að taka þátt í neyðarhjálp, þótt hann teldi að stofnunin hefði færst of mikið í fang, og gerðar hefðu verið til hennar fjárhagslegar kröfur af kirkjunnar hálfu. „Margt í yfírlýs- Sr. Lárus Þ. Sr. Gunnar Sr. Árai Jón Haraldur Guðmundsson Kristjánsson Sigurðsson Guðmundsson Finnson ingu stofnunarinnar orkar mjög tvímælis. Þar er sagt að forstöðu- mennimir hafí ekki verið látnir víkja vegna þeirra skuldbindinga sem stofnunin hefur. En hvemig getur hún staðið við þessar skuld- bindingar ef stofnunin nýtur ekki óskoraðs trausts hjá almenningi?" spurði Láms. „Eins hefur verið ákveðið að selja húseignina og draga úr yfírvinnu starfsmanna. Áður héldu þeir hinir sömu að allt væri þetta nauðsynlegt til að halda uppi svo mikilli starfsemi. í þessum orðum fellst mótsögn." Hefur glatað trausti almennings Sr. Gunnar Kristjánsson, prest- ur að Reynivöllum í Kjós, sagði að Hjálparstofnun kirkjunnar hefði glatað trausti almennings. „Menn hafa viðurkennt að hafa orðið á í messunni og verður erf- itt um uppreisn æm, þar sem nafn stofnunarinnar er tengt hjálparstarfí. Ég tel að það þurfí að endurskoða stefnu Hjálpar- stofnunar frá gmnni. Hugsanlegt væri að hún leggði niður neyðar- hjálp og sinnti þeim þætti á annan hátt, til dæmis á vegum prófasts- dæmanna, safnaðanna eða annarra stofnana eins og Rauða krossins." Gunnar taldi að Hjálparstofnun hefði staðið sig mjög illa í kynn- ingu, og eiginlega útilokað fijóa og gagnrýna umræðu um hana. „Styrkur slíkrar stofnunar ætti einmitt að felast í opinskárri um- ræðu, þar sem menn kalla eftir gagnrýni en reyna ekki að hefja sig upp yfír hana.“ Hann sagðið að á kirkjuþinginu ræddu menn ýtarlega hvemig kirlq'an eigi að taka á þjóðmálum. „Staðreyndin er sú að í kirkjunni er ákaflega veik miðstýring, sem er ekki óeðli- legt að lúterskum kirkjuskilningi, og hefur hún byggt mest á presta- köllunum. Við eram að stíga fyrstu skrefín í því að vanda vinnubrögð kirkjunnar, og gmnd- valla betur afskipti hennar af þjóðmálum. Þau þurfa að verða vandaðri, fræðilegri og íhugaðri." Nauðsynlegt að for- stöðumennirnir víki „Hjálparstofnunin mun aldrei vinna traust almennings á ný, nema að núverandi forstöðumenn hennar fari frá“ sagði sr. Ámi Sigurðsson, prestur á Blönduósi. „Það er erfítt að segja þetta, en ég tel að hjá því verði ekki kom- ist, jafnvel þótt fullljóst sé að þessir menn hafí ekkert saknæmt aðhafst.“ Ámi taldi það rangt að sjálfs- eignarstofnanir ynnu í nafni kirkjunnar, án þess að hún hefði endanlegt vald yfír ákvörðunum þeirra. Á endanum væri það hún sem tæki skellinn ef illa færi. „Á þessari stundu megum við þó alls ekki leggja árar í bát, heldur þurf- um við að endurskipuleggja rekstur Hjálparstofnunarinnar. Fyrsta skrefíð verður að minnka kostnaðinn við rekstur stofnunar- innar." Ábyrgðin hvílir nú á kirkjunni Jón Guðmundsson, frá Fjalli á Skeiðum og Haraldur Finnson, frá Gmndarfírði, em í hópi fulltrúa leikmanna á Kirkjuþingi. Jón sagðist sammála Ama í því að stjóm Hjálparstofnunar hefði átt að taka boði forstöðumannanna um að láta af störfum. „Hjálpar- stofnunin er rúin trausti, og ábyrgðin hvílir nú á kirkjunni. Höfuðatriðið nú er að Hjálpar- stofnun vinni traust almennings á ný,“ sagði Jón. Haraldur sagðist hafa setið mörg Kirlq'uþing og jaftian gagnrýnt sjálfseignar- stofnanir sem ynnu í nafni kirkj- unnar. „Vandamál Hjálparstofn- unar er að vísu nýtilkomið, en ég hef lengi bent á að stofnanir eins og Skálholt og Hjálparstofnunin vom orðnar allt of sjálfstæðar. Þetta er óeðlilegt," sagði Harald- ur. „Ég tel að Hjálparstofnunin sé orðin allt of stór. Einn maður ætti að sjá um hjálparstarfið af hálfu kirkjunnar, og síðan gætu sjálfboðaliðar hlaupið undir bagga þegar mikið ríður á. Kirkjan ætti ekki að stofna fyrirtæki um þetta starf, hennar hlutverk er að leggja áherslu á kristniboðið."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.