Morgunblaðið - 13.11.1986, Síða 20

Morgunblaðið - 13.11.1986, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986 Stór númer Nýjar sendingar — Mikið úrval Bæði fyrir konur og karla Villibráðakvöld verða á A. HANSEN dagana 13. -15. nóv tveitinqahúsiðj "7A. tlánsen) Haukur Morthens ogfélagar skemmta matargestum m og að sjálfsögðu verður Jón Rafn í stuði á loftinu Hlaðborð með allri villibráð sem völ er á 1986. Borðapantanir í síma 651130. r ^ MEÐEINU IU KT^'ii.rTWMriir.n greiðslukortareikning SÍMINN ER 691140- 691141 Fráleitt að vekja máls á gagnkvæm- um veiðiheimildum - segir Matthías Bjarnason, við- skiptaráðherra „ÉG TEL fráleitt að vekja máls á gagnkvæmum veiðiheimildum við þessar þjóðir. Ég tel það held- ur ekki allra heppilegasta tímann nú, þar sem sérstaklega þessar tvær þjóðir, Kanadamenn og Norðmenn, hafa verið að undir- bjóða okkur eins og á sild, en það hefur gert okkur mjög erfitt fyrir,“ sagði viðskiptaráðherra, Matthías Bjarnason, viðskipta- ráðherra, er Morgunblaðið innti hann álits á hugmyndum sjávar- útvegsráðherra um gagnkvæmar veiðiheimildir við erlendar þjóð- ir. „Það hefur verið stefna okkar að losa okkur við útlendinga úr íslenzkri fiskveiðilögsögu. Það gerðist á tiltölulega skömmum tíma eftir að landhelgin hafði verið færð út í 200 mílur. Hér hafa þrjár þjóð- ir mjög takmörkuð fískveiðiréttindi, alveg sáralítil, sem engu máli skipta, en margar aðrar hafa sótzt eftir þeim, meðal annars þjóðir Evrópubandalagsins og fleiri. Þessi hugmynd kemur mér algjörlega á óvart. Það fyrsta sem ég veit um hana er að lesa um þetta í Morgun- blaðinu á sunnudag. Ég minnist þess ekki að þetta hafí nokkum tímann verið rætt í Ríkisstjóminni," sagði Matthías Bjamason. Æskileg hugmynd - segir Kristján Ragnarsson um hug- myndir um samninga um gagnkvæm ar fiskveiðiheimildir við aðrar þjóðir „ÉG tel ekki miklar líkur á að af samningum um gagnkvæmar veiði- heimildir við aðrar þjóðir geti orðið. Mér finnst hugmyndin eðlileg og æskilegt að af henni gæti orðið, en ég óttast að svo verði ekki,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður LIÚ, í samtali við Morgun- blaðið. „Eins þessi mál standa núna, getum við íslendingar ekki treyst á neina aðra en okkur sjálfa. Þess vegna verðum við að umgangast fískistofnana þannig að við getum verið eins öruggir og unnt er um nægilegt veiðanlegt magn í sjónum. Hitt fínnst mér æskilegt, að við gætum, ef sérstaklega illa stendur á hjá okkur og ef illa stæði hjá öðrum þjóðum, náð gagnkvæmum samningum eins og fram hefur komið hjá sjávarútvegsráðherra. í þessu efni er ekki hægt að þyggja veiðiheimildir án þesss að láta eitt- hvað í staðinn. Ég er hræddur um að okkur fínnist við alltaf hafa lítið að láta aðra fá,“ sagði Kristján Ragnarsson. Uppfinning Islend- ings vekur athygli Pusterur moi de frosné láse Jónshúsi. í BERLINGSKE Tidende var nýlega grein um eina af mörgum upp- finningum Jóhannesar Pálssonar, íslenska uppfinningamannsins, sem búsettur hefur verið í Kaupmannahöfn undanfarin ár. Er það lása- þíðarinn hans, sem þarna er vakin athygli á, en frá honum var sagt í Morgunblaðinu í fyrravetur. Lásaþíðarinn er lítill stautur op- inn í annan endann og með götum á botni, nógu lítill til að geta hang- ið með á lyklakippunni. Segir í Berlingi, að fyrirtækið Dancool framleiði tækið sem hefur fengið nafnið „Iceblow". Tækið er til að hjálpa bílstjórum í vetrarhörkum, sem ekki komast inn í bfla sína, af því að lásinn er frosinn fastur. Lásaþíðaranum er stungið inn í lás- inn, svo blæs bflstjórinn þrisvar til fjórum sinnum í rörið og það er allur galdurinn. Hélan, sem mynd- ast við andardráttinn er kyrr inni í tækinu og hurðin opnast með rykk. Uppfínningin er ekki dýrari en svo að hún getur verið auglýsingagjöf fyrirtækja með heimilisfangi og símanúmeri þeirra. Jóhannes segir í samtali við fréttaritara, að Falck fyrirtækið, sem hefúr ijölda hjálpar- og sjúkra- bfla, leggi nú inn stóra pöntun á lásaþíðaranum, ætli hann jafnvel til gjafa, enda Falck-bflar oft kallað- ir af óþolinmóðum bfleigendum margan vetrarmorguninn. Þá mun Esso verða söluaðili að hinum nýja og handhæga grip. í blaðinu er lýst, hvemig þíðarinn var þrautreyndur áður en hann var færður á markaðinn. Bfllás var sett- ur í vatnsbala, sem geymdur var í frysti í sólarhring við 18 stiga frost. Lásinn var svo tekinn upp, litla rörið sett í hann og blásið og lásinn opnaðist strax og lyklinum var snú- ið. Getur nokkur verið hissa á að það var ÍS-lendingur, sem hefur Af Philip Jmrgmten Iceblow hedder apparatet, aom firmaet Dancool nu in- troducerer pi det danske marked til frelse af mange svovlende vinterbilister, som ikke kan fi adgang til deres bil, fordi lisen er fros- set fast. En enkel, lille cylinder, som kan sidde i negleringen, stikkes ind i lisen. Derefter saetter den tsenderklap- rende bilist munden til reret og puster en tre-fire gange. Deter det hele' Neglen ssettes i lisen. og Sesam, Sesam, deren skulle springe op. Den lille opf indelse koster ikke mere end. at den skulle kunne blive en prismsessigt rimelÍA. reklamegave ved kundebeseg, eventuelt for- synet med firma-logo og te- lefonnummer. Gemene deUil-kunder mi dog regne med al skulle erlsegge den fyrstelige sum aí fem ltroner pi landets benzintanke. hvor den snart skulle dukke op. Lásenudsat for hárd prove Pf rmaet har blandt andet af- prsvet det lille pusterer pi en hillis. som blev meltrak- teret pi falgende mide; Billisen blev smidt i en balje med vand og derpi an- bragt et degn i en dybfryser med den absolut uvcnlige opholdstemperatur af ml- hus 18 grader celsius. Lisen blev taget op, Ico- blow'en sat til, si munden, si tre trut med virm inde. Liaen gik straks op, da nag- len derpi blev sat i og drejet rundt Kan det undre, at det var en /Slsending (nu dog dansk sutsborger) der fík patent- ret opfindelsen ? Det er ud- taget verdenspatent. Greinin um lásaþiðarann í Berl- ingske Tidende. Lásaþíðarinn er uppfinning Jóhannesar Páls- sonar. fengið einkaleyfísréttinn að upp- fínningunni?, segir Berlingur að lokum. G.L.Ásg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.