Morgunblaðið - 13.11.1986, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 13.11.1986, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986 með vopnum háð. En baráttan fyrir frelsinu varð þjóðinni mikill orku- gjafi og sigramir í sjálfstæðismál- unum vöktu aukna trú á framtíðina. Þjóðin hafði dug til að færa sér í nyt hinar miklu framfarir sem áttu sér stað í veröldinni, ekki síst eftir lok síðari heimsstyijaldar. Ekki er hikað við að takast á fangbrögðum við miklar framkvæmdir og stórar athafnir. í baráttunni fyrir stjómarfars- legu og efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar, var það mikil gæfa að eiga „aldamótamennina" með sínar björtu draumsýnir og óbilandi trú á landið sitt. Það var líka gæfa þjóðarinnar, að hún eignaðist dugmikla stjómmálamenn, sem reyndu með störfum sínum að tryggja það, að draumar aldamóta- mannanna gætu orðið að veruleika. En fleira kom hér til sem skipti sköpum. Samtök fólksins höfðu komið til sögunnar og áttu eftir að láta til sín kveða í ýmsum myndum. í hópi þessara samtaka var sam- vinnuhreyfingin, sem festi rætur í Suður-Þingeyjarsýslu 1882. Þá urðu ungmennafélögin þýðingar- mikil samtök á fyrstu áratugum aldarinnar. „Aldamótamennirnir" voni þar í forystusveit og höfðu þeir næman skilning á því, að sam- vinnufélögin og ungmennafélögin voru tveir hornsteinar í uppbygg- ingu frelsis og framfara. Ung- mennafélögin lögðu áherslu á þjóðrækni og þjóðfrelsi og sjálft manngildið. Samvinnufélögin voru hins vegar sameinaða aflið til að bæta efnahagslega afkomu heimil- anna, gefa aukna trú á framtíðina, og stuðla að efnahagslegu sjálf- stæði þjóðarinnar. Samvinnuhreyf- ingin byggðist á fijálsum samtökum fjölda einstaklinga á grundvelli lýðræðis. Þannig gat fólkið sjálft með samtakamætti sínum skapað afl framfara sem varð þýðingarmikill þáttur í efna- hagslífi þjóðarinnar. Það fer ekki á milli mála að margar af hugsjónum „aldamóta- mannanna" urðu að veruleika í tímans rás. Dugmiklir og framsýnir stjómmálamenn unnu drengilega að því að láta framtíðardraumana rætast. Þá lyftu samtök fólksins í landinu grettistaki á ýmsum svið- um. Þar í flokki voru samvinnufé- lögin afkastamest. Gamalt orðtæki segir: „Veldur hver á heldur". Þetta á við stjóm- málin, rekstur fyrirtækja, félaga- samtökin, já reyndar flestar athafnir mannanna. Það var gæfa samvinnuhreyfingarinnar að eiga dugmikla frumheija og síðar forvíg- ismenn. Það voru ákveðnar hug- sjónir um samvinnu og samtaka- mátt sem komu hreyfingunni á stað meðal fólksins. Það var því þýðing- armikið að til vom forvígismenn sem gátu túlkað þessar hugsjónir og sameinaði fólk undir merki þeirra. Einn af forystumönnunum var Eysteinn Jónsson, fyrrverandi ráð- herra og formaður stjómar Sambands íslenskra samvinnufé- laga, sem er 80 ára í dag, 13. nóvember. Eysteinn á langan og gifturíkan feril að baki, bæði sem stjómmála- maður og samvinnuleiðtogi. Hann fæddist og ólst upp á Djúpavogi og kynnist þar ungur hugsjónum sam- vinnumanna og ungmennafélaga. Lærði fyrst í lífsins skóla með því að stunda algenga vinnu til sjós og lands, vann hjá kaupfélaginu í versl- un og á skrifstofu, fór í Samvinnu- skólann til Jónasar Jónssonar, skólastjóra, og lauk tveggja vetra námi 1927. Trúlega hefði Eysteinn þá verið reiðubúinn að hefja störf innan samvinnuhreyfmgarinnar, ef Jónas skólastjóri, sem þá var mesti ráða- maður í Framsóknarflokknum, hefði ekki ætlað honum annað hlut- verk. Þannig var mál með vexti, að Jónas lagði sig fram um að fá unga menn til starfa fyrir Fram- sóknarflokkinn. Ljóst er að í Eysteini sá hann efnislegan stjóm- málamann, enda kvaddi Jónas hann til starfa sem aðstoðarmann sinn, þegar hann var ráðherra 1927 í ríkisstjórn Tryggva Þórhallssonar. Eysteinn hafði nú kastað ten- ingnum. Stjómmálabrautin var ráðin og framinn var skammt und- an. Hann varð foringi ungra framsóknarmanna, hafði þá þegar fengið orð fyrir að vera ræðuskör- ungur. Eysteinn verður svo fjár- málaráðherra í ríkisstjórn Hermanns Jónassonar 1934, sem var samstjóm Framsóknarflokks og Alþýðuflokks og fékk nafnið „stjóm hinna vinnandi stétta". Eysteinn var þá aðeins 27 ára gamall og þá orðinn þingmaður Sunnmýlinga. Heimskreppan var þá í algleymingi og reyndi að sjálfsögðu mikið á fjár- málaráðherrann að ráða fram úr erfiðum málum. Varla verður um það deilt, að Eysteinn stóðst með mikilli piýði fyrsta prófið í ráðherrastóli. A löng- um stjómmálaferli sínum, sem ekki verður rakinn hér, enda gerð góð skil í þriggja binda æviminningum, — átti Eysteinn eftir að gangast undir mörg próf, bæði í ráðherra- stóli og á Alþingi. Þau próf stóðst hann þannig, að hann verður talinn einn af mestu stjómmálamönnum landsins á ámnum 1934—1974. Hann markaði djúp heillarík spor í þjóðlíf íslendinga á þessum árum, þegar þjóðin er að bijótast út úr fátæktinni og byggir upp velferð- am'ki, sem ekki á sér marga jafn- ingja. Eysteinn Jónsson var ekki aðeins stjómmálaforingi, — hann var líka forystumaður í íslensku samvinnu- hreyfingunni. Störf hans á þeim vettvangi standa mér nálægt, enda átti ég þar samvinnu með honum i áratugi. Eg er ekki frá því, að sam- vinnuhugsjónimar, sem Eysteinn hefur borið í btjósti frá unga aldri, hafi orðið honum til styrktar í stjómmálabaráttunni, enda hefur samvinnupólítík verið hluti af hans lífsviðhorfí. Á sama hátt hefur það verið samvinnuhreyfmgunni ómet- anlegur styrkur, að eiga slíkan málsvara sem Eysteinn Jónsson hefur verið, hvort sem var í ríkis- stjóm, á Alþingi eða í daglegu starfi. Það hefur verið samvinnuhrejrf- ingunni enn meiri nauðsyn að eiga góða málsvara, vegna þess, að frá því að henni tók að vaxa fiskur um hrygg, hefur hún átt mótheija sem hafa lagt sig fram um að hefta framgang samvinnustarfsins í því augnamiði að styrkja samkeppnis- aðilana. Hefur starf þessara aðila verið með ýmsu móti: Það hefur snert lagasetningar á Alþingi, fyrir- greiðslur til mótheijanna í sumum ríkisstofnunum og ráðuneytum, ákvarðanir borgaryfirvalda, sem iðulega hafa lagt stein í götu sam- vinnufélaganna á sama tíma og verið er að hygla samkeppnisaðilun- um. 23 Það hefur því ekki verið vanþörf á því, að samvinnuhreyfingin ætti málsvara á Alþingi, enda hafa mót- heijamir verið þar vel mannaðir. Víðar í stjómkerfinu þyrfti hún að eiga málsvara. Störf Eysteins Jónssonar innan samvinnuhreyfingarinnar hafa ver- ið margþætt. Hann átti stóran þátt í stofnun Kaupfélags Reykjavíkur árið 1931. Var hann formaður fé- lagsins frá upphafi uns það samein- aðist öðrum hliðstæðum félögum í Kaupfélag Reykavíkur og nágrenn- is (KRON) sem sett var á stofn árið 1934. í stjóm Sambandsins var Eysteinn kjörinn 1944 og sat þar óslitið til 1978. Hann gegndi stöðu varaformanns árin 1946 til 1975 en var þá kjörinn formaður Sam- bandsstjómar sem hann gegndi til 1978. Hafði hann þá setið í Sam- bandsstjórn í 44 ár. Þá hefur Nýtt WXRNER myndefni með íslenskum texta frá Tefli BARE ESSENCE — 2ja spólu myndaflokkur ísérflokki. STILL OFTHE NIGHT — mögnuð spennumynd. GREMLINS — snilldarverkSpielbergs. Still of the Night WXRNER HOME VIDEO „BARE ESSENCE“, alvöru myndaflokkur þar sem eins dauði er annars brauð ívægðarlausri valdabaráttu hinna auðugu í tísku- og snyrtivörubransanum í New York. f1 TEXU 1 Leikiðréttalelkínn [j| takidmyndfráTEFU Heildsöludreifing Tefli hf., Síðumúla 23. Símar 686250/688080 Ein allra besta mynd fyrr og síðar. Stór orð en sönn. Loksins með íslenskum texta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.