Morgunblaðið - 13.11.1986, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986
NÆMT
VIÐBRAGÐ OG
MIKIÐ ÖRYGGI
CARINAII
Carina II er með háþróað framhjóladrif og tann-
stangarstýri sem hefur næmt viðbragð og gefur öku-
manni góða tilfinningu fyrir stýringu.
Sjálfstæð fjöðrun á hverju hjóli, neikvæður innhalli
framhjólanna og tvöfaldar þverstífur á afturhjólum
gefa Carina II mikla rásfestu og stöðugleika, hvort
heldur ekið er á möl eða malbiki.
Þægindi og öryggi — það er Carina II.
Lestarslys í
Sovétríkjunum:
• •
Okumaður-
inn sofnaði
undir stýri
Moskvu, Reuter.
EKKI er vitað hvað margir fór-
ust þegar tvær lestir skullu
saman 6. nóvember í Úkraínu.
Greint var frá slysinu í sovéska
dagblaðinu Izvestia í gær og
sagði þar að ökumaður annarrar
lestarinnar og aðstoðarmaður
hans hefðu verið sofandi þegar
siysið varð.
„Eg hef unnið hér árum saman,
en aldrei séð nokkuð þessu líkt,“
var haft eftir öryggisfulltrúa við
jámbrautarlestimar í Úkraínu þeg-
ar hann sá myndir af slysinu.
Areksturinn varð á lítilli brautar-
stöð í Koristovka. Önnur lestin fór
á 33 km hraða og hin á 40 km
hraða þegar þær skullu saman, að
því er sagði í blaðinu.
Sagði að ökumaðurinn annarrar
lestarinnar og aðstoðarmaður hans
hefðu verið sofandi og hefði lestin
haldið áfram inn á brautarstöðina
á rauðu ljósi.
„Mörg hundmð læknar og hjúkr-
unarkonur frá nærliggjandi bæjum
og samyrkjubúum komu til hjálp-
ar,“ stóð í blaðinu. „Þeir sem
slösuðust höfðu allir fengið læknis-
aðstoð þremur klukkustundum eftir
að slysið átti sér stað.“
Fréttinni í Izvestia lauk á því að
ábyrgðar- og agaleysi hefðu leitt
til slyssins.
Persaflóastríðið:
25 týna lífi í
loftárásum
Bahrain, Reuter.
HERÞOTUR frá írak gerðu
sprengjuárásir á skotmörk í íran
í gær, annan daginn í röð. Frétt-
ir frá Teheran, höfuðborg íran,
herma að 25 manns hafi látið
lífið.
Talsmaður íraka í Baghdad sagði
sprengjuárásir hafa verið gerðar á
borgina Esfahan, sem er 340 kíló-
metra suður af Teheran. IRNA, hin
opinbera fréttastofa írana, staðfesti
frétt þessa og sagði árásir hafa
verið gerðar á verksmiðjur í borg-
inni. Útvarpið í Teheran sagði 25
manns hafa týnt lífi. Stórskotalið
Irana hóf þegar árásir á skotmörk
í Irak í hefndarskyni og vom íbúar
borgarinnar Bashra hvattir til að
flýja borgina þar eð árásin myndi
standa í tvo sólarhringa.
í fýrradag gerðu írakar
sprengjuárásir á olíuhreinsunarstöð
í hafnarborginni Bandar Khomeini
sem Iranir em að byggja í sam-
vinnu við Japani. íranir kváðust
hafa skotið niður herþotu af gerð-
inni MiG 23 en talsmaður Iraka
kvað allar vélamar hafa snúið aftur
úr árásinni.
ÓSA/SlA
fayyry&'V Y'
• /
%%
Fjölbreytt úrval af fallegum gjafavörum. Við
útbúum fallegan jólapakka og sjáum um að
hann komist til viðtakanda á réttum tíma.
^lafossbúöin
VESTURGÖTU 2, SÍMI 13404
Sendum um allan heim.