Morgunblaðið - 13.11.1986, Page 27

Morgunblaðið - 13.11.1986, Page 27
a8ei ÍI38M3VÖM .81 5IUOAaUTMMI3 .aiGAjaMUOflOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986 Meinhluti íbúa í Afganistan styður skæruliða - segir í skýrslu sem unnin var á vegnm S.þ. Sameinuðu þjóðirnar.AP. í SKÝRLSLU er unnin var á veg- um Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi í Afganistan og birt var sl. þriðjudag segir, að mikill meirihluti afgönsku þjóðarinnar styðji skæruliða er berjast gegn heijum ríkisstjórnar landsins og Sovétríkjanna. I skýrslunni sem Austurríkismað- urinn, Felix Ermacora, samdi segir, að aðgerðir gegn stjómarandstöð- unni og skæruliðum hafi verið hertar mjög á síðastliðnu ári og að sprengjuárásir á þorp, árásir á fólk á leið til Pakistan, til að leita þar hælis og tíðar húsleitir, geri það ómögulegt fyrir almenning að lifa eðlilegu lífí. Nærvera hinna 115.000 sovésku hermanna og þátttaka þeirra í átökunum, sé bein orsök þeirra óbærilegu þjáninga er afg- anska þjóðin verði að þola. Als- heijarþingið samþykkti í síðustu viku með 122 atkvæðum gegn 20 ályktun þess efnis, að Sovétmönn- um bæri þegar í stað að draga her sinn til baka frá Afganistan. Bráðabirgðaskýrsla um mann- réttindi í íran var birt sl. mánudag. Þar sagði Reynaldo Galindo Pohl, frá E1 Salvador, er samdi skýrsl- una, að hann hefði ekki fengið leyfi íranskra yfirvalda til þess að ferð- ast til íran og því ekki getað komist að lokaniðurstöðu. Andstæðingar Iranstjómar gagnrýndu bráða- birgðaskýrsluna og sögðu að nægar sannanir væm fyrir hendi um óhæfuverk stjómar Khomeinis. Yfir 50.000 manns hefðu verið teknir af lífi, um 140.000 sætu í fangelsi vegna stjómmálaskoðana og pynt- ingar á föngum væru daglegt brauð. Mannréttindasamtökin, Amnesty Intemational, lýstu yfir áhyggjum í síðustu skýrslu sinni um Iran, vegna þess, að ekkert lát væri á aftökum „samviskufanga" og ann- arra fanga og réttarhöld væm mjög ófullkomin, þar sem fangamir hefðu enga veijendur og fengju ekki að áfrýja málum. Einnig sagði í þeirri skýrslu að pyntingar væm algengar og í sumum tilfellum skipulagðar. Gerald Knight, talsmaður Bahai- trúflokksins, sem heldur því fram að þeir sem aðhyllist Bahaitrú verði fyrir miklum ofsóknum í íran og hafi reyndar verið teknir af lífi fyr- ir trú sína eina, segir bráðabirgða- skýrsluna góða að því leyti, að hún gefi Irönum ekki tylliástæðu til að neita samstarfí við starfsmann Sameinuðu þjóðanna. Notaðir bílar frá USA Getum útvegað notaða bíla frá USA á hagkvæmu verði, t.d.: '84 Camaro Z-28 5LT V-8 5 speed ’84 Camaro Z-28 Auto 5L V-8 '84 Transam T-Top 5LTR V-8 5 speed . '84 Transam 5LTR V-8 Auto '84 Firebird V-6 Auto '84 Mustang LX V-6 Auto með öllu '83 Olds Ciera V-6 með öllu ’84 Olds Ciera V-6 meö öllu '84 Olds Royal Brougham 88 með öllu '84 Chevy K-10 4x4 Silverado 6,2 D 830.000,- ’83 Ford F250 6,9 diesel 780.000,- 810.000,- '85 Ford E 250 Club Wagon með öllu 900.000,- 856.000,- '84 Olds Calais V-6 Auto 570.000,- 830.000,- '84 Buick Skylarch V-6 Auto LTD 590.000,- 700.000,- '84 Buick Regal með öllu 645.000,- 440.000,- '84 Chevy Corvette 1.700.000,- 550.000,- '85 Brocno II 4x4 870.000,- 580.000,- '84 CJ5 V-8 45 speed, blæja 710.000,- 760.000,- 960.000,- '84 CJ7,6 cyl., Auto m/húsi 820.000,- Leitið allra upplýsinga hjá okkur. Margra ára reynsla í viðskiptum við USA tryggir bestu og hagkvæmustu kaupin. Getum einnig útvegað notaða bíla frá Evrópu. -umboðið, Varahlutir — Aukahlutir — Sérpantanir, Skemmuvegi 22, Kópavogi, sími 73287. SLAFMAR FRETTIR Slæmu frétttirnar eru þær að eins og undanfarna mánuði verður enn um hríð nokkur bið (u.þ.b 2 mán.) hjá þeim sem eru að kaupa SAAB 900 og SAAB 9000. Þessu valda auknar vinsældir SAAB á stórum markaðssvæðum, svo sem í Bandaríkjun- um. SAAB verksmiðjurnar í Svíþjóð anna ekki eftirspurn á heimsmarkaði og hafa orðið að taka upp kvótakerfi í afgreiðslu. Við munum gera okkar besta til þess aö auka þann fjölda sem íslandi er ætlaður, og eins að stytta biðtímann sem mest. Þeim sem hyggja á kaup á SAAB 900 eða SAAB 9000 er bent á að betra er að panta fyrr en seinna. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að SAAB verði aöeins fyrirfáa útvalda. TÖGGURHF. BÍLDSHÖFÐA 16. SÍMI: 681530 BEINN SlMI SÖLUMANNS: 83104 GQDAR FRETTIR Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að við eigum von á 20-30 bílum af SAAB 90 nú í nóvember og desember sem gerir okkur kleift að bæta úr brýnustu þörfinni. SAAB 90 TIL AFGREIÐSLU NÚ Á AÐEINS 487 ÞÚSUND KRÓNUR. TÖGGURHE BÍLDSHÖFÐA 16. SlMI: 681530 BEINN SÍMI SÖLUMANNS: 83104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.