Morgunblaðið - 13.11.1986, Síða 43

Morgunblaðið - 13.11.1986, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986 43 Athugasemd frá Orkustofnun vegna vatnstöku Atlantslax HAUKUR Tómasson forstjóri vatnsorkudeildar Orkustofnunar hefur sent Morgunblaðinu eftir- farandi athugasemd: Vegna viðtals við Sigurþór Þor- gilsson í Morgunblaðinu 5. nóvem- ber síðastliðinn um Atlantslax hf. og vatnstöku þess fyrirtækis vill Orkustofnun árétta hvernig komist var að þeirri niðurstöðu, sem ráð- leggingar hennar til Landbúnaðar- ráðuneytisins byggjast á. í þessu máli er Orkustofnun umsagnaraðili að beiðni Landbúnaðarráðuneytis- ins og hefur engra hagsmuna að gæta og einungis hlutlægar skoðan- ir, sem byggja á þeirri þekkingu sem til er í dag. Orkustofnun hlýtur þvi að vísa á bug þeim fullyrðingum í viðtalinu að „stofnunin geri þetta í þvermóðsku sinni án þess að hafa nokkur rök fyrir sínu máli“. Mat Orkustofnunar á og með- mæli með leyfilegri vatnstöku Atlantslax byggist á niðurstöðum í reiknilíkani, sem gert var fyrir Hita- veitu Suðurnesja fyrir nokkrum árum. Reiknað er með að Atlantslax megi nota þriðjung útrennslis af fersku vatni á sínu svæði. Almennt er talið og stutt með líkanreikning- um að ekki megi taka nema þriðj- ung útrennslis úr ferskvatnslins- unni á Reykjanesi ef ekki á að eyðileggja hana. Leyfí til meiri vatnstöku í landi Atlantslax væri því í raun ávísun á vatn úr öðru landi en þeir hafa til umráða. Orkustofnun getur því ekki mælt með að Atlantslax fái meira vatn til umráða af því svæði, sem þeir nú ráða yfir. Til þess að þeir geti fengið meira vatn, þurfa þeir að ráða yfir stærra svæði en þeir gera nú. Ásókn í vatn á Suðumesjum er að verða svo mikil að ástæða er til að rannsaka ferskvatnslinsuna bet- ur en hingað til hefur verið gert. í þessu sambandi er rétt að geta þess, að Orkustofnun hefur gert áætlun um frekari rannsóknir á ferskvatnslinsunni, sem geta verið grundvöllur skipulagningar á vatns- töku á öllu svæðinu." SIEMENS SIEMENS uppþvottavél LADY SN 4510 með Aqua- Stop vatnsöryggi. Vandvirk og hljóðlát. • 5 þvottakerfi. • Þreföld vörn gegn vatnsleka. • Óvenjulega hljóðlát og spar- neytin. Smith og Norland, Nóatúni4, s. 28300. INNLEGGSDEGI f Þú getur notið fyllstu ávöxtunar Innlánsreiknings með Ábót strax frá deginum sem þú leggur inn. Ábót á vexti Grundvöllur Lotusparnaðar GOÐ ' Ire JLnt refjarík fæða er öllum nauðsynleg og flestir íslendingar neyta hennar ekki sem skyldi. ALPEN er framleitt samkvæmt gamalli svissneskri uppskrift, sem f eru aðeins vönduð hráefni og holl. Ef þú vilt neyta trefjaríkrar fæðu, reyndu þá ALPEN, enginn morgunmatur bragðast betur. RÉTTA LEIÐIN UPP A MORGNANA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.