Morgunblaðið - 13.11.1986, Page 52

Morgunblaðið - 13.11.1986, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986 mmmn fí Hann er meb nefíð hctns afcx. síns. '* ást er... ... að komast í æfingu fyrir fríið Með morgimkaffinu TM Ríg. U.S. Pal Off.—all rights resírved C1986 Los Angeles Tlmes Syndlcate Þessi torfærubíll er upp- lagður eldhúsbíll heimilis- ins. með kvef, en þá er það bara vindillinn! Þessir hringdu . . . Til þýskumæl- andi ungs fólks Ein ekki af baki dottin hringdi: Hvemig væri nú ef við reyndum að viðhalda þýskukunnáttu okkar. Við gætum hist svona einu sinni í viku á einhveijum veitingastaðn- um og rætt málin yfir kaffibolla - auðvitað á þýsku. Þeir sem hafa áhuga, eins og ég, eru beðnir að hringja í s. 22548 eftir klukkan 20 í kvöld. Tapaði myndavél Sigrún hringdi: Á dögunum tapaði ég vasa- myndavél í Reykjavík. Á henni var axlaband með púða. Vegna filmunnar, sem í vélinni var, er mér einkar annt um að fá hana aftur. Heitið er fundarlaunum. Vinsamlegast hringið í s. 15483 eða 15030. Ekki gætt þagnarskyldu Óánægð móðir hringdi: * Ég hef orðið fyrir því að tiltek- in manneskja á Vökudeild Land- spítalans hefur gerst æði málgefín um málefni sjúklings sem þar hefur legið. Ég vil biðja alla sem þama vinna að gæta þagnar- skyldu, eins og þeim er boðið að gera, því margt fer fram á þess- ari stofnun sem hlutaðeigandi vilja ekki að fari út fyrir veggi spítalans. Veskið týndist Kona hringdi: Á mánudaginn 10. þ.m. tapað- ist svart kvenveski í eða við sölutuminn í Hafnarstræti 20 (Lækjartorgi). í veskinu eru skilríki, ávísanahefti, bankabók og fl. sem kemur engum að notum en er bagalegt að týna. Finnandi vinsamlega hringi í s. 35648 eftir kl. 17 eða skili veskinu á lögreglu- stöðina. Berglind á Hressó, kærar þakkir Einn þakklátur hringdi: Á föstudaginn síðasta fór hópur úr kristilegu stúdentafélagi á Hressó. Viðtökumar og veiting- amar voru frábærar og allt viðmót sem mætti okkur hlýlegt. Þetta viljum við þakka fyrir og senda Berglindi, sem afgreiddi okkur, kærar þakkir. Hver er með „Kunstopp“? Móðir hringdi: Mig langar afskaplega til að vita hver er með „Kunstopp", en það er saumaðferð þar sem við- gerðin sést ekki. Vinsamlegast hafðu samband í s. 30727. Orð í tíma töluð Kona hringdi: Ég vil þakka Guðmundi Guð- mundarsyni fyrir grein hans „Dýrkun ræfilsdóms og hortitta", það voru sannarlega orð í tíma töluð. Þá vil ég þakka þeim Eddu Indriðadóttur og Ingva Hrafni fyrir frábæran fréttaflutning. Vil komast í sam- band við Mál- freyjufélagið Unnur vill endilega komast í samband við Málfreyjufélag ís- lands en getur ómögulega haft upp á því, hvorki heimilisfangi né síma. Vill nú ekki einhver væn Málfreyja hafa samband við Unni í síma 10121? Hvað segir þú um það Þorsteinn, eru afruglarar nauðsynlegri en gleraugu? Eru afruglarar nauðsynlegri en gleraugu? Það vakti furðu mína þegar ég las um það í blöðunum nýverið, að fjármálaráðherra hefði með einu pennastriki fellt niður aðflutnings- gjöld af afruglurum. Mun hér um að ræða toll, vörugjald og söluskatt. Væri ekki nær að fella niður aðflutningsgjöld af gleraugum, sem fjöldi fólks á í mestu vandræðum með að verða sér úti um vegna slæms efnahags, eins og t.d. ellilíf- eyrisþegar, öryrkjar og bammargar fjölskyldur? Að vísu steig Albert Guðmunds- son, þáverandi ljármálaráðherra, stórt skref í þá átt, þegar hann gekkst fyrir því að tollur af gleraug- um var felldur niður. Enn stendur þó eftir 24% vörugjald og 25% sölu- skattur. Ég beini því þeim tilmælum til fjármálaráðherra, að hann beiti sér fyrir að umrædd aðflutningsgjöld verði felld niður af gleraugum, sem að mínu mati kæmi sér betur fyrir almenning en afsláttur af afruglur- um. Margrét Thoroddsen Víkverji skrifar Skýrsla nefndar þeirrar, sem Jón Þorsteinsson, lögfræðingur og fyrrum alþingismaður veitti for- stöðu um málefni Hafskips og Útvegsbankans er líklega athyglis- verðasta greinargerð, sem til þessa dags hefur komjð fram um þetta mikla gjaldþrot. I skýrslunni er tek- ið fast á málum, fastar en við eigum að venjast hér á okkar landi. Al- þingi sjálft er harðlega gagnrýnt, svo og trúnaðarmenn Alþingis í bankaráði og bankastjórar svo og vinnubrögð Utvegsbankans í heild sinni. Frá því að þessi nefnd var sett á fót hefur lítið farið fyrir störfum hennar, raunar svo lítið að margir voru fullir efasemda um, að hún mundi skila markverðu starfí. En skýrslan sýnir að hávaði í fjölmiðl- um er ekki mælikvarði á það, hvernig menn vinna störf sín. Störf þessarar nefndar eiga eftir að leiða til mikilla umræðna næstu mánuði um innviði þjóðfélags okkar. XXX Skemmdarverkin á hvalveiði- skipunum og hvalstöðinni hafa vakið gífurlega athygli erlendis. Áður fyrr var íslenzkra mála ekki getið í fjölmiðlum erlendis nema um væri að ræða stórfellt eldgos á borð við Vestmannaeyjagosið, þorska- stríð eða hótanir um lokun vamar- stöðvarinnar í Keflavík. Þeir, sem lesa erlend dagblöð og tímarit reglulega hafa hins vegar veitt því athygli undanfarnar vikur, að nú eru aðrar fréttir frá íslandi orðnar fréttaefni í erlendum fjölmiðlum. Þannig var töluvert skrifað t.d. um stríð okkar við Sovétmenn um sölu á saltsíld þangað. Engin spuming er um það, að leiðtogafundurinn hér fyrir nokkrum vikum hefur leitt til þess að fréttir frá íslandi em nú metnar á annan veg en áður. Enda er það svo, að orðið Reykjavík blasir við á nánast hverri síðu, sem flett er í útlendum dagblöðum um þessar mundir. Áhrif leiðtogafundarins eru einn- ig önnur. Óhætt er að fullyrða að íslenzkir ráðamenn fá nú aðrar móttökur erlendis en þeir ella mundu fá. Það hefur t.d. verið for- vitnilegt fyrir ráðamenn í Kína að hitta Steingrím Hermannsson að máli svo skömmu eftir leiðtoga- fundinn hér, þótt hann hafi ekki búið yfír sérstökum upplýsingum um það sem fram fór í Höfða. Hann var einn af örfáum stjómmálafor- ingjum, sem skömmu áður hafði hitt báða æðstu menn Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna. XXX IMorgunblaðinu í gær birtist grein eftir húsmóður á Selfossi um hundahald. Hún segir m.a.: „Maður fer varla svo út úr húsi að rekast ekki á einn eða fleiri lausa hunda. Ástandið er sérlega slæmt á morgnana, þá ganga þeir oft í hópum um götumar, jafnvel gelt- andi...Víða er það svo að böm þora ekki út að leika sér vegna hund- anna, sem ganga lausir. Hvers eiga þau að gjalda?" Það er full ástæða til að veita þessum orðum eftirtekt. Það er víðar en á Selfossi sem hundar ganga lausir. Ef yfirvöld taka ekki strax í taumana og koma í veg fyr- ir, að hundahaldið fari út í ógöngur á það eftir að leiða til slysa og harðvítugra deilna. -I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.