Morgunblaðið - 16.11.1986, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 16.11.1986, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1986 57 Umsjón/Vilmar Pétursson: ÍÞRÓTTIR UNGLINGA Ég æfi fimm sinnum íviku — segir Einar Örn Þorlákshafnarbúar eru einhverjir ötulustu sund- menn iandsins og að sjálfsögðu áttu þeir myndarlegan hóp kepp- enda á unglingasundmóti Ármanns. Einn þeirra var Einar Örn Davíðsson sem keppti í 100 m bringu- sundi sem er ásamt skriðsundi hans aðal- sund. Einar var spurður út í sundáhuga Þorlákshafn- arbúa. „Það eru mjög margir krakkar sem æfa sund enda er lítið annað hægt að gera því t.d. er ekkert íþróttahús heima. Einnig höfum við frábæra sundþjálfara sem ýta und- ir áhugann," sagði hann. Ekki bjóst Einar við að vinna til verðlauna á mót- inu en markmið hans væri að bæta tímann sinn. Var hann bjartsýnn á að það tækist því honum hefði gengið vel á æfingum fyrir mótið. „Ef það tekst ekki núna fæ ég aftur tækifæri um næstu helgi en þá keppi ég á öðru móti. Það er mjög gott að hafa nóg af mótum þegar maður er að berjast við að bæta sig,“ sagði kappinn. Einar sagðist æfa 5 sinnum í viku og byrjuðu æfingarnar á því að krakk- arnir hlaupa 5 km. Að því loknu demba þau sér í laugina og synda 3 km. Ekki fannst Einari þetta neitt sérstaklega erfitt; „maður venst þessu. Við reynum að halda jöfnum hraða þegar við hlaupum og stoppa aldrei og þá verður þetta tiltöiulega létt,“ sagði hann að lok- um. Verður að hafa lukku- dýr til að knúsa Morgunblaöið/VIP • Lukkudýrin eru greinilega ánægð á þessari mynd enda margknúsuð af eigendum sínum, þeim Guðrúnu, Arnheiði og Bylgju, sem eru með þeim á myndinni. „ÆGIR er besta félagið," sögðu þær GuArún Gfsladóttir, Arn- heiður Magnúsdóttir og Bylgja Ragnarsdóttir, þegar þær voru teknar tali á unglingasundmóti Ármanns. Þær stöllurnar eru kannski ekki alveg hlutlausar í þessu mati sínu því allar æfa þær sund hjá Ægi eins og margir aðrir krakkar úr Breiðholti. Alls æfa stelpurnar 4 sinnum í viku 2 tíma í senn auk þess að keppa á mótum sem þær segja að sé alveg nóg af. Bylgja er búin að æfa sundið lengst eða í þrjú og hálft ár, Arnheiður hefur æft í rúmlega ár en Bylgja er nýbyrjuð. Á unglingasundmótinu kepptu þær allar í 100 m skrið- sundi sem er þeirra aðalgrein. „Það kemur yfirleitt fljótt í Ijós hvað er manns aðalsund og þá æfir maður það kanski að- eins meira en hin sundin sem er þó nauðsynlegt að æfa með,“ sögðu þær. Það vakti athygli blaða- manns að allar héldu stelpurn- ar á lukkudýrum. „Maður verður að hafa lukkudýr til að knúsa," sögðu þær. „Eg gleymdi einu sinni lukkudýrinu mínu en það kom nú samt ekkert að sök,“ bætti Bylgja við. Þrátt fyrir góð lukkudýr bjuggust stelpurnar ekki við að komast á verðlaunapall á þessu móti. • Krakkamir f SH slappa af áAur en keppnin á mótinu hefst. Erobik og lyftingar styrkia líkamann SUNDFÉLAG Hafnarfjarðar átti marga fulltrúa á unglingasund- móti Ármanns og hitti blaAa- maAur þau að máli rétt áður en keppni á mótinu hófst. Ekki sögðust Hafnfirðingarnir hafa æft neitt sérstaklega fyrir þetta mót. „Þaö er nú varla hægt að æfa mikið meira en við gerum því við æfum 6 daga vikunnar tvo og hálfan tíma í senn en á laugar- dögum geta æfingarnar teygst uppí fimm tíma. Það er ekki bara synt á æfingunum heldur förum við líka í lyftlngar og erobik sem byggja upp og styrkja líkamann," sögðu krakkarnir til að sá mis- skilningur kæmist ekki af stað að þau tækju ekki íþrótt sína al- varlega. Þrátt fyrir allar þessar æfingar voru félagarnir í SH ekkert of bjartsýn á árangur á mótinu „við gætum fengið einn eða tvo á pall,“ sögðu þau. Þetta reyndist óþarfa svartsýni því uppskeran varð þrír á verðlaunapall.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.