Morgunblaðið - 17.12.1986, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR
STOFNAÐ 1913
285. tbl. 72. árg._______________________________MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1986______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Þetta var gjörningaveður
Morgunblaðið/Rax
Magnús Sigurjónsson, bóndi í Hvammi undir Vestur-Eyjafjöllum, og Ásgeir Kristjánsson, tengdasonur hans, við hluta af þakinu, sem fauk
af ijárhúsinu, sem sést til hægri á myndinni. Niðri á þjóðveginum til vinstri sést flutningabíllinn frá Egilssteðum, sem fauk út af veginum. Sjá bls.
4: Hundrað járnplötu þak fauk fimmtíu metra í loft upp.
Reagan, Bandaríkjaforseti:
Fer fram á friðhelgi
lykilvitna í Iranmálinu
- gegn því að þau segi allt af létta
Washington, AP, Reuter.
REAGAN, Bandaríkjaforseti,
hvatti i gær þingið til að veita
tveimur fyrrverandi starfsmönn-
um Hvíta hússins takmarkaða
friðheigi gegn því, að þeir leystu
frá skjóðunni um vopnasölumál-
ið. Donald Regan, starfsmanna-
stjóri Hvíta hússins, mætti í gær
fyrir leyniþjónustunefnd öld-
ungadeildarinnar og kvaðst hann
ekkert hafa vitað um hvernig
andvirði vopnanna hefði verið
varið. Oldungadeildin hefur
skipað nefnd 11 manna til að
rannsaka vopnasölumálið.
„Forsetinn hefur einlægan áhuga
á, að vopnasölumálið verði upplýst
til fulls og því hefur hann farið fram
á það við þingið, að það veiti John
Poindexter og Oliver North tak-
markaða friðhelgi til að greiða fyrir
vitnisburði þeirra," sagði Larry
Speakes, talsmaður Hvíta hússins.
Þeir Poindexter og North hafa enn
sem komið ekkert viljað segja um
vopnasölumálið og bera fyrir sig
fimmtu grein stjómarskrárinnar,
sem kveður á um, að mönnum sé
ekki skylt að svara spumingum ef
nota má svörin þeim til sakfellingar.
Regan, starfsmannastjóri Hvíta
hússins, kom í gær fyrir leyniþjón-
ustunefnd öldungadeildarinnar og
var hann inntur eftir því hver hefði
gefði fyrirskipanir um vopnasöluna
til írans, hvert hefði verið vald
Norths og hveijir hefðu fengið
skýrslur um söluna. Ekki er enn
vitað um svör hans við þessum
spurningum en að yflrheyrslunum
loknum kvaðst Regan hafa skýrt
nefndinni svo frá, að hann hefði
ekki vitað, að greiðslumar fyrir
vopnin hefðu runnið til skæmliða í
Nicaragua. Var það haft eftir einum
nefndarmanna, að sú yflrlýsing
væri með „mestu ólíkindum".
Öldungadeildin skipaði í gær
rannsóknamefnd 11 manna undir
forsæti Daniels Inouye, öldunga-
deildarþingmanns frá Hawaii-eyj-
um.
Sjá fréttir af vopnasölumál-
inu á bls. 33.
Norsku
_£»* * 1 •• •
fjarlogin
loksins
samþykkt
Ósló, Reuter.
ENDURSKOÐUÐ fjárlög fyrir
næsta ár voru í gær samþykkt á
norska Stórþingjnu. Náði minni-
hlutastjórn Verkamannaflokks-
ins samkomulagi um það við
Kristilega þjóðarflokkinn og
Miðflokkinn en samkvæmt því
•verða ýmsir skattar hækkaðir til
að vega upp á móti minni olíu-
tekjum.
„Við höfum fengið samþykkt
aðhaldssöm fjárlög, sem gera ráð
fyrir fjögurra milljarða nkr. tekjuaf-
gangi,“ sagði Torstein Moland,
aðstoðarmaður forsætisráðherra,
en hann bætti því við, að útkoman
væri þó komin undir olíunni. Stjórn-
in lagði fjárlögin fyrst fram í
október en þá voru þau ekki sam-
þykkt. Síðan hafa þau verið
endurskoðuð og tillit tekið til til-
lagna fimm flokka af sex á þingi.
Kristilegi þjóðarflokkurinn og Mið-
flokkurinn féllust á að styðja þau
að þessu sinni þegar ákveðið hafði
verið að hækka ýmsa skatta til að
bæta upp tekjutap ríkisins vegna
lægra olíuverðs.
Á norska Stórþinginu er enginn
starfhæfur meirihluti og ólíkt því,
sem er í flestum þingræðislöndum,
má ekki boða til kosninga nema á
fjögurra ára fresti. Þær verða ekki
fyrr en síðla árs 1989. Þetta ástand
og óvissan í kringum fjárlagagerð-
ina er farið að valda mikilli óánægju
meðal almennings, sem finnst þing-
mennirnir láta flokkspólitíkina
ganga fyrir þjóðarhagsmunum.
Lögregl-
unni att á
Tchaikovsky
Swansea, Wales, Reuter.
FJOLDI manna hringdi í gær
til lögreglunnar í Swansea í
Wales og tilkynnti, að líklega
væru hryðjuverkamenn búnir
að leggja undir sig ráðhúsið
í borginni. Lögreglumennim-
ir þustu á vettvang en þá kom
í ljós, að verið var að æfa
1812-forleikinn eftir Tchai-
kovsky með fallbyssudrunum
og öllu tilheyrandi.
Griff Harris, framkvæmda-
stjóri Fílharmóníusveitarinnar í
Wales, sendi starfsmenn sína í
nærliggjandi hús til að fullvissa
íbúana um að stríð væri ekki
skollið á þrátt fyrir fallbyssu-
gnýinn og að eldglæringarnar
stöfuðu aðeins af púðurkerling-
um.
„Við sáum bygginguna lýsast
upp og héldum, að verið væri
að sprengja enda hefur því verið
hótað áður,“ sagði ein húsmóðir-
in. „Eg er líka viss um, að
Tehaikovsky hefur aldrei ætlast
til þessa dómadagshávaða."
„Þetta átti að vísu að vera
áhrifamikið en þó ekki alveg
svona,“ sagði Harris um for-
leiksæfinguna en kveikjan að
verkinu var innrás Napóleons í
Rússland.
Afganistan:
Gífurlegt flugvéla-
tjón Sovétmanna
Islamabad, AP.
SKÆRULIÐAR í Afganistan
hafa skotið niður margar flug-
vélar að undanförnu, sovéskar
flutningaflugvélar og þyrlur,
og eru fréttir um, að þeir
grandi að jafnaði einni á dag.
Sjö ár eru liðin frá innrás
Rauða hersins í Afganistan.
Tvær sovéskar herflutninga-
flugvélar af gerðinni AN-12 voru
skotnar niður fyrir nokkrum dög-
um, önnur rétt við Kabúl en hin
í Paktia-héraði, og er talið, að
enginn hafl komist lífs af. Þá
hafa margar þyrlur og orrustuvél-
ar verið skotnar niður víðs vegar
um landið. Erlendir sendimenn
segja, að Sovétmenn hafi orðið
fyrir miklu mannfalli síðasta hálfa
mánuðinn og stjómarherinn e.inn-
ig, sem missti 200 menn í bardög-
um um borgina Kandahar í fyrstu
viku desember.
Áætlunarvél frá afganska ríkis-
flugfélaginu var skotin niður í lok
nóvember og síðan hafa flugmenn
í þjónustu þess neitað að fljúga
til ýmissa staða í landinu. Robert
Peck, háttsettur embættismaður
í bandaríska utanríkisráðuneyt-
inu, sagði í gær, að flugvélatjón
Sovétmanna að undanfömu væri
gífurlegt og augljóst, að eldflaug-
arnar, sem skæruliðar ráða nú
yfir, hefðu valdið straumhvörfum
í stríðinu.