Morgunblaðið - 17.12.1986, Síða 2

Morgunblaðið - 17.12.1986, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1986 Þjóðleikhúsið: „Ástæða til bjartsýni“ - segir Gísli Alfreðsson HÓPUR leikara safnaðist í gær saman á pöllum Alþingis, þegar málefni Þjóðleikhússins voru til umræðu. Menntamálaráðherra, Sverrir Hermannsson, svaraði fyrirspurn Guðrúnar Helgadóttur, varðandi rekstur leikhússins og flárframlög því til handa. Að sögn Gísla Alfreðs- sonar þjóðleikhússtjóra var jákvæð- ur tónn í umræðunni. Kvað hann menntamálaráðherra hafa góðan skilning á málinu og starfsfólk Þjóðleikhússins hafa fulla ástæðu til bjartsýni. Sjá viðtal við þjóðleikhús- stjóra bls. 30. Búnaðarþingskosningar í Austur- Húnavatnssýslu: Kæran var ekki tekin til greina Gísli á Hofi situr heima í mótmælaskyni STJÓRN Búnaðarfélags íslands tók ekki til greina kæru Gísla Pálssonar á Hofi í Vatnsdal vegna búnaðarþingskosninga í Austur-Húnavatnssýslu. Gísli kærði framboð Jóns Gíslasonar á Búrfelli á þeim forsendum að stuðningsmenn hans hefðu brotið kosningareglur með því að safna of mörgum meðmælendum við framboðið, og ekki lagt þær fram. Bæði framboðin eru því úrskurðuð gild en Gísli mun sitja heima á kosningadaginn í mót- mælaskyni. í úrskurði stjórnar Búnaðarfé- lags íslands frá því í gær segir að undirskriftimar kunni að hafa verið ósamrýmanlegar ákvæðum laga um leynilegar kosningar. Hins vegar hafi þær ekki fylgt framboðslistum og ekki sannað að þær hafi verið loforð um stuðning við frambjóð- andann. Undirskriftarlistamir geti því ekki talist brot í þeim mæli að valdið geti ógildi framboðslistans, eins og hér standi á. Búnaðarþingskosningamar fara fram á morgun, fimmtudag, og nú liggur fyrir að tveir listar verða í kjöri: Annars vegar Gísli Pálsson á Hofi, núverandi búnaðarþingsfull- trúi sýslunnar og Haukur Pálsson á Röðli til vara og hins vegar Jón Gíslason á Búrfelli og Bjöm Magn- ússon á Hólabaki til vara. Gísli Pálsson mun hins vegar ekki mæta á kjörstað í mótmælaskyni og hvet- ur stuðningsmenn sína til að gera hið sama. Gísli sagði í samtali við Morgun- blaðið að eftir þennan úrskurð Búnaðarfélagsins stæði að framboð Jóns væri ólöglegt, aðeins hefði vantað sannanir. Hann sagði að enginn vafi léki á því að á annað hundrað undirskriftum hefði verið safnað en hins vegar væri búið að brenna alla listana á báli og því gæti verið erfítt að sanna brotið. Borgarstjóri um Borgarspítalann: Hlýtur að koma botn í málið í dag eða á morgun „Þ AÐ hlýtur að koma botn í þetta mál á morgun eða hinn,“ sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri, er Morgunblaðið spurði hann í gær- kvöldi um stöðu Borgarspítala- málsins. Málið var ekki rætt á ríkissljómarfundi í gærmorgun og ekki á fundi borgarráðs í gær. Stjóm fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík ræddi málið á þriggja tíma fundi í fyrrakvöld og sagði Davíð, að þar hefði verið gerð ályktun í þá veru, að þær hugmyndir, sem kynntar hefðu ve- rið um framtíðarstjómun spítalans væru í samræmi við ályktun aðal- fundar fulltrúaráðsins. í ályktun stjómar fulltrúaráðsins er lögð áherzla á, að sjálfstæði Borgarspítalans verði sem bezt tryggt og að meðal annars verði kannaður möguleiki á því að hann verði sjálfseignarstofnun. Iðja samþykkti samningana Akureyri. NÝGERÐUR kjarasamningur hefur verið samþykktur í Iðju, félagi verksmiðjufólks á Akur- eyri. Hann var samþykktur samhljóða á félagsfundi þar sem mættir vom tæplega 100 manns. Flestir félagar í Iðju starfa í Sambands-verksmiðjunum. Tals- verður fy'öldi félagsmanna var með minna en 26.500 í laun á mánuði, nokkur hluti þeirra með tæp 20.000 fyrir hækkun, þannig að sá hópur fær nú 26.500 krónur. En stór hluti félagsmanna vinnur bónusvinnu, t.d. í Sambands-verksmiðjunum þar sem bónusinn er yfírleitt 60% af launum, þannig að þegar allt er talið eru laun mun hærri en fyrr- nefndar tölur. Fullgildir félagar í Iðju eru 800. Morgunblaflið/Tryggvi Jóhannson Guðrún með bandarískum vinkonum sinum, Nastössju og Sindy, sem gengust einnig undir lifrarskipti. Líður miklu betur og má borða allt - sagði Guðrún Tryggvadóttir, tólf ára gömul telpa frá Húsavík sem gekkst undir lifrarskipti í Bandaríkjunum Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg Guðrún Tryggvadóttir (situr til vinstri) með móður sinni Guð- laugu Sigmarsdóttur og systkinum Sigmari og Ágústu. TÓLF ára gömul stúlka frá Húsavik, Guðrún Tryggvadótt- ir, er komin frá Pittsburgh i Bandaríkjunum þar sem hún gekkst undir lifrarskipti. Að- gerðin tókst vonum betur og var Guðrún útskrifuð af sjúkra- húsinu einum og hálfum mánuði eftir aðgerðina. Sjúkra- húsið i Pittsburgh er talið það besta i heiminum sem fram- kvæmir slikar aðgerðir á börnum. Guðrún dvaldist í hópi barna frá nálægt 20 þjóðlönd- um sem öll þurftu á nýjum líffærum að halda. Guðrún fæddist með lifrarsjúk- dóm, sem uppgötvaðist þegar hún var tveggja ára gömul. Að sögn Guðlaugar Sigmarsdóttur, móður hennar, töldu sérfræðingar hér- lendis og í Bretlandi sem rannsök- uðu Guðrúnu lengi vel að sjúkdómurinn myndi eldast af henni. Það var síðan í ágúst í sumar að hún hlaut slæmt höfuð- högg og leiddi það til heilablæð- ingar. Guðrún þurfti að gangast undir skurðaðgerð á Borgarspítal- anum og var bundin öndunarvél í tvær vikur. Skurðaðgerðin og lyfjagjöf í kjölfar hennar höfðu mjög slæm áhrif á lifur Guð- rúnar. Læknar töldu það því nauðsynlegt að senda hana utan til lifrarskipta. Flaug hún ásamt Tryggva Jóhannssyni föður sínum vestur um haf 15. september síðastliðinn, í einkaþotu Þotu- flugs. Biðin eftir nýrri lifur var óvenju stutt, og tíu dögum eftir komuna til Pittsburgh fékkst lifur frá sjúkrahúsi í South-Carolina sem grædd var í Guðrúnu. „Fyrstu vikumar eftir aðgerðina sögðu læknamir ekkert um hvort hún myndi hafna lifrinni," sagði Guð- laug. „Við tókum aðeins einn dag í senn. Eins og við var að búast hafnaði líkami Guðrúnar lifrinni að vissu marki en á eins vægan hátt og hugsast getur. Gegn þeim áhrifum tekur hún lyfíð Cyclo- sporin og verður að taka það inn ásamt hormónalyfí það sem eftir er ævinnar." Guðrún sagðist finna til mikill- ar breytingar eftir aðgerðina og sér liði miklu betur. „Núna má ég borða allt, en áður var mér meðal annars bannað að borða salt, og mat sem innihélt það eins og til dæmis franskar kartöflur," sagði hún. Hún sagðist vera fegin því að vera komin heim til ís- lands, þvl í Bandaríkjunum hefði ekki verið gaman. „En á sjúkra- húsinu átti ég tvær góðar vinkon- ur, Sindy og Nastössju og við vorum alltaf að leika okkur saman þar og eftir að ég útskrifaðist af spítalanum." Hún sagðist einnig hafa kynnst yngsta lifrarþeganum á sjúkrahúsinu sem hét Michael og var aðeins þriggja vikna gam- all, og hefði oft passað hann. Guðlaug sagði að læknar sem önnuðust Guðrúnu í Bandaríkjun- um hefðu lokið lofsorði á frammi- stöðu starfsbræðra sinna hér á landi. Hún vildi koma á framfæri þakklæti til lækna og hjúkrunar- fólks á Landakoti sem annast hefur Guðrúnu, en meðferðinni hefur Sævar Halldórsson stjómað. Einnig vildi hún þakka starfsfólki á gjörgæsludeild Borgarspítalans þar sem Guðrún gekkst undir höfuðaðgerðina í lok sumars. Læknir hennar þar var Aron Bjömsson. Breskur læknir, Sheela Sherlock, hefúr einnig annast Guðrúnu fyrir milligöngu Bjama Þjóðleifssonar læknis á Landsspít- alanum. Aðgerðina á sjúkrahús- inu í Pittsburgh framkvæmdi Wallis Marsh. „Saga þeirra er það, sem máli skiptir, ekki þáttur okkar lækn- anna, sem var í raun einfaldur og sjálfsagður," sagði Sævar Halldórsson, læknir, í samtali við Morgunblaðið. „Það er fyrir mestu, að Guðrún lenti á góðum stað og var vel tekið þar, en Sig- urður Pétursson, læknir í Pitts- burgh var okkur mjög hjálplegur. Þetta fór allt betur en við þorðum að vona, en við verðum áfram að vera í stöðugu sambandi við sjúkrahúsið í Pittsburgh. Guðrún er indæl stúlka og foreldrar henn- ar prýðis fólk, sem gott hefur verið að vinna með," sagði Sævar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.