Morgunblaðið - 17.12.1986, Síða 25

Morgunblaðið - 17.12.1986, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1986 25 Bandaríkjunum að snúa vöm í sókn svo að í ár er spáð að 125 milljóna punda (725 milljóna ísl. kr.) rekstr- arhagnaði. Að vísu er það.minni hagnaður en varð í fyrra, en til málsbóta er gjaman bent á, að þó þessi hagnaður við jafnóhagstæðar markaðsaðstæður megi bara teljast allgóður árangur, og sýni glöggt hve mikið arðsemi British Airways geti verið ef allt er með felldu. I auglýsinga- og kynningarher- ferðinni verður því slegið rækilega upp hve hið alþjóðlega leiðakerfi British Airways sé einstætt en ekk- ert annað flugfélag kemst með tæmar þar sem British Airways hefur hælana á þeim vettvangi. Leiðakerfí félagsins spannar 520.900 km og nær tii 148 borga í 78 löndum, hvorki meira né minna. Leiðakerfið er tvímælalaust talin öfundsverðasta eign British Air- ways en næst kemur aðstaðan á Heathrow-flugvellinum við London þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins em og er flugvöllurinn ein helsta safnstöð alþjóðlegra flugfarþega í heiminum. Eftir því sem blaða- manni Morgunblaðsins telst til, em um 138 flugvélar í flota British Airways og aðrar 17 í flota dóttur- fyrirtækisins British Airtours. Fýrir utan þetta á fyrirtækið 35 nýjar Boeing-þotur í pöntun, þar af 28 Boeing 747-400 risaþotur. Því má svo heldur ekki gleyma að í jafnsér- hæfðum rekstri og flugrekstrinum liggur gífurleg fjárfesting í starfs- fólkinu, sem hjá British Airways er á bilinu 38—39 þúsund talsins. En látum þetta nægja um helstu eignimar. Hvað skyldi stærsta al- þjóðaflugfélag heims svo kosta allt gull sem glóir og því er ekki úr vegi, að lokum, að skoða aðeins hina óskemmtilegri hlið á British Airways. Þegar fyrirtækið kemst í eigu einkaaðila munu hvíla á því lán upp á 379 milljónir punda (2,2 millj- arða ísl. kr.) frá því það var í eigu hins opinbera. Að vísu ero lánin með ríkisábyrgð og verða það áfram á meðan verið verður að greiða þau niður. Þá verður fjármögnun vegna nauðsynlegrar endumýjunar flug- flotans sennilega þungur baggi á fyrirtækinu. Nýlega var ákveðið að festa kaup á 28 nýjum risaþotum af gerðinni Boeing 747-400 og er frágengið að þær verði keyptar á kaupleigukjömm sem þykja tiltölu- lega dýr. Einnig stendur fyrir dyrom að endumýja TriStar-flug- flotann og þarf að kaupa a.m.k. 18 vélar þess vegna. í því sambandi kemur til greina að kaupa tveggja hreyfla breiðþotur, Airbus A300-600R, Airbus A310-200 eða Boeing 767, og segjast sérfræð- ingar fyrirtækisins í flugvélakaup- um aldrei áður hafa staðið frammi fyrir eins flóknu dæmi í sambandi við að vega og meta hagkvæmr.i og öryggi. Ennþá er því allt á huldu með hvemig hinn mikli fjármagns- kostnaður vegna kaupleigu B-747 þotanna og endumýjunin á Tri- Star-flotanum verður kynnt fyrir væntanlegum hluthöfum. Það er einfaldlega ekki hlaupið að því að selja eitt stykki risaflugfélag á borð við British Airways á einu bretti. Þær raddir hafa heyrst í Bret- landi að ríkisstjómin verði í lengstu lögu að halda almenningi frá þegar British Airways verður selt og gert að einkafyrirtæki. Að undanfömu, ins og Breta um allan heim. Fyrirtækið á 7 slíkar vélar. Concord- deildin velti 5,8 milljörðum ísl. kr. á siðasta fjárhagsári og skilaði tekjuafgangi. Að sjálfsögðu fylgja flaggskipin sjö með i kaupunum þegar British Airways verður loksins selt einkaaðilum í byijun næsta árs og að auki 131 flugvél og pantanir á 35 nýjum Boeing-þotum. fyrst það er nú loksins til sölu? Á þessu stigi málsins er erfitt að slá nokkro föstu í þeim efnum því breska ríkisstjómin hefur ennþá ekki ákveðið söluverð hlutabréf- anna eins og þegar hefur komið fram hér framar í greininni. Hins- vegar gefur það kannski einhveija hugmjmd, að sérfræðingar í bresku fjármálalífi hafa áætlað að heildar- verðmæti British Airways sé í kringum 1 milljarður punda (58 milljarðar ísl. kr.). Það hlýtur að koma að því bráðlega að ríkisstjóm- in ákveði hvað hún hyggst vilja fá fyrir flugfélagið sitt því fyrirhugað er að hefja sölu hlutabréfa strax að loknum jólaleyfum og stefnt að því að salan gangi hratt og vel fyr- ir sig. Óskemmtilegri hliðin á sölunni Einhvers staðar segir að ekki sé þegar bresk ríkisfyrirtæki hafa ver- ið seld, hefur almenningur — maðurinn á götunni — ekki látið sitt eftir liggja í hlutabréfakaupun- um. Hvemig á annars að útskýra fyrir fólki óvönu fésýslu að reynslan í Bandaríkjunum hefur ótvírætt leitt í ljós að verðmæti hlutabréfa í flug- félögum geta sveiflast til og frá eins og þota sem lendir í mikilli ókyrrð? Ef almenningur, þ.e. kjós- endur, kaupir hlutabréf í British Airways bara vegna þess að hann er sannfærður um að þannig sé unnt að komast auðveldlega yfir skjótfenginn auð gæti svo farið að þetta „uppáhaldsflugfélag heims", eins og British Airways auglýsir sig, verði enginn uppáhaldshlutur ríkisstjómar íhaldsflokksins. Á þetta síðasta atriði hafa einmitt margir bent sem vel þekkja til flug- reksturs og vita að skammt getur verið milli skins og skúra. T,nSSon, AUt JO^SS~. BfSústólP1 ^búskauarháminff^^wöð^mfröoleiw GUÐMUNOURJONSSON BÓNDI ER BÚSTÓLPl SAGT FRÁ NOKKRUM GÚÐBÆNDUM LGrænumýrartungu] K^NuW Gúdmundssoij IKfaftflfil Pall Þorsteiasson i lungu Pétur Jónsson í Reynihlíð Sérhver ný bók í þessum flokki er fagnaðarefni fyrir bændur og aðra áhugamenn um landbúnað, auk þess að vera ómetanleg heimild fyrir hvem þann sem lætur sig menningu og at- vinnusögu íslands _ skipta. V®1® ' írf 1 S95r = ®ÍtQíB5)aSM3i þpennai Eyafifjjoj jn^mmffltæljMöku^ iíntni a fætur þessu einstæða smasagnasafm. Magnþrungin bók sem heldur fyrir manni vöku. w=n BÓKHLAÐAN TlMABÆR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.