Morgunblaðið - 17.12.1986, Page 27

Morgunblaðið - 17.12.1986, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1986 27 Hann hvatti okkur til þess að sækja tónleika og ég man að hann hljóp eitt sinn á eftir mér út úr kennslustund til þess að minna mig á að hlusta á æfingar á Messíasi eftir Hándel, sem þá var verið að æfa. Sú uppfærsla er mér ógleym- anleg. Hann benti okkur á fegurð mosans í myndum Kjarvals og hvemig slíkur iistamaður opnar augu okkar fyrir fegurð náttúrunn- ar. Við fundum að Áma var ekkert óviðkomandi, hann var virkur í lífí sínu og fann til með öllu því sem lífsanda dregur. Oft sagði hann framandi hluti sem maður skildi ekki fyrr en síðar á æfínni: „Ef þú heldur á litlum fugli í hendinni og fínnur hvemig hjarta hans berst — þá skynjar þú lífíð á nýjan og ein- stæðan hátt.“ Hinir mörgu nemendur Ama hafa við þessi tímamót sent honum kveðjur og ritað nöfn sín í fallega bók. Nafnamnan tekur yfír margar blaðsíður. Margir af þessu’m nem- endum Áma hafa farið út f heim og verið hjá frægum kennurum og kynnst fjölbreyttum tónlistarflutn- ingi, en þegar heim er komið, leita þeir aftur til hans til þess að njóta á ný kennslu hans og uppörvunar og ræða við hann. Ámi hefur ennþá langan vinnu- dag, hann segir ógjaman nei við þá sem. leita til hans og aldrei er hann tvíefldari í hjálp sinni við nem- endur en þegar þeir hafa orðið fyrir einhveijum áföllum og virðist jafn- vel líta á það sem skyldu sína að vera ávallt til taks. Þó að mikij al- vara ríkti í kennslustundum Áma vom þar oft glettnar og ganiansam- ar sögur sagðar. Páll ísólfsson fékk Áma oft með sér austur á Eyrarbakka. Ferðir þessar vom einkum famar til að horfa á brimið, en þegar austur var komið, var oftast ládauður sjór. Þeir félagar gengu þá í fjörunni, tíndu marglita steina og kuðunga og komu svo endumærðir heim í Arni Kristjánsson og Björn Ólafsson, en þeir áttu margar góðar stundir saman. Hraungerði til Pöllu frænku, en þar gistu þeir venjulega. Um kvöldið þegar hljótt var orðið og þeir félag- ar vora við það að festa blund þá sjá þeir að lítil mús kemur út úr orgelinu og fer að borða brauð- mola, sem fallið höfðu á gólfíð. Þegar þeir Ámi og Páll kvöddu daginn eftir, gættu þeir þess vel að tíunda ekkert af ævintýrinu um litlu músina, „með fallegu saklausu augun". Þeir, sem mikið er gefíð, krefjast oftast nær mikils af sjálfum sér, ekkert er fullkomið í þeirra augum. Líf Áma hefur því verið sífelld leit að hinum innsta kjama og hann reynir að skynja æ dýpra anda þeirra verka, er hann leikur. Hann leitar uppi þá staði er höfundar verkanna dvöldu á og fer jafnvel að legstað þeirra og dvelur þar í hljóðri þökk til þeirra er létu eftir sig töfrandi hljóma eins og tón- skáldið Chopin, sem jarðsettur er í París. Líf Áma spannar yfír svo mörg svið að því þyrfti að gera verðug skil. Þessar fáu línur eiga aðeins að tjá þakkir mínar til hans sem vinar og kennara. Frásagnir hans og lífsviðhorf fá alla til þess að hlusta. Nokkrar rit- gerðir Ama, er hann hefur samið í gegnum árin, hafa nú verið gefn- ar út í bók sem nefnist: Hvað ertu tónlist? Ritgerðir þessar eða erindi em mörg samin á þeim ámm þegar hann var tónlistarstjóri Ríkisút- varpsins eða skólastjóri Tónlistar- skólans í Reykjavík, en nokkur hafa verið saman og flutt af honum hin síðari ár. Þá þýddi Ámi m.a. Ævisögu J.S. Bachs eftir J.N. Forkel og kom þýðing bókarinnar út á 300 ára afmæli Bacte árið 1985. í því rit- aða máli er Ámi hefur látið frá sér fara, kemur fram frábært vald hans á íslenskri tungu, — að ekki sé minnst á einstakt næmi hans á er- lend tungumál. Minnisstæð em mér eftirmæli er hann ritaði um fyrsta kennara sinn, Sigurgeir Jónsson á Akureyri. Þar segir Ami frá því með fíngerðum blæbrigðum hvemig Sigurgeir hafí kennt sér að elska Bach, Mozart og Beethoven. Beethoven fínnst mér að hafí ætíð verið sérstakur sálufélagi Áma, — á vissum stund- um. Annars er erfitt að tengja Áma við sérstakan höfund. Er það Chop- in? Er það Brahms? Því hann gefur sig allan að því verki sem hann leik- ur hveiju sinni og einkennist leikur hans af þrótti, krafti og söng. Þeir mörgu snillingar sem heim- sótt hafa land okkar og Ámi hefur leikið með, hafa undrast innsæi hans og snilld. Vegna skarpskyggni sinnar á flutning og nýjar tónsmíðar er Ámi oft kallaður til þegar um vandasam- ar útnefningar og verðlaun er að ræða. Slík störf eiga samt ekki alls kostar við hann, enda byggir nútím- inn við slíkar útnefningar að stómm hluta á alls konar tækniundmm, en gefur ekki nægan gaum að þeim söng er í tónlistinni býr, sem Ámi hefur öllum öðmm fremur svo mjög á valdi sínu. Það höfum við heyrt er hann leikur Sónötur Beethovens, Preludíur og Sónötur Chopins eða djúpa þmngna tónlist Brahms. Ámi dvelur nú á Spáni ásamt tryggum og styrkum lffsfömnauti sínum, Önnu Steingrímsdóttur, sem verið hefur honum sannur ljósberi gegn- um árin. Megi blessun jólanna breiðast yfír þau, böm þeirra og ástvinina alla. Haukur Guðlaugsson Richard Wagner. Litografia eftir Auguste Renoir. sinn f heild, og sagan varð að vem- leika. Draumar Wagners rættust! Eða fór ekki svo?-----. Thomas Mann, hinn mikli stríðsmaður Wagners, svarar þeirri spumingu á þessa leið: „Draumar? Hugarórar? — Jú, þeir áttu eftir að rætast — eða ef ekki alveg að rætast þá að minnsta kosti að verða að vem- leika. „Bayreuth" átti eftir að koma til sögunnar, með tuttugu ríkis- marka aðgangseyri, með kóngum og keisumm, alþjóða peningamúgi og andstyggilegum Wagnerskrif- fínnum á áhorfendabekkjum, með bröskumm og húsnasðisokmmm um allan bæ og íburðarmiklum veizlum og garðsamkvæmum, þar sem skotið var flugeldum í hinni hreint ekki „Wahn-“, þ.e. villu- eða vímu, né vammi-fírrtu „Villa Wahn- fried". Það var fjarstæðan í reynd og raun: die arrivierte Utopie, — sem Nietcsche flýði!“ Já, Nietzsche, hinn mikli fylgis- og forvígismaður Wagners, sem daginn fyrir fram- sýninguna sagði að hér, þ.e. í Bayreuth, „myndum við á morgun meðtaka sakramentið fyrir orr- ustuna" — flýði af hólmi, og lézt hneykslaður á „hinum ídealistísku lygum og slævingu samvizkunnar", sem hann nefndi svo — og sneri baki við Wagner. Verra átti eftir að koma síðar. Á dögum „þriðja ríkisins" lá við sjálft að Hitler kæmi óorði á Wagner og Bayreuth með því að stfga í vænginn við frú Wini- fred, drottna yfír leikhúsinu og eigna sér ýmsar af skoðunum og rómantískum firmrn Wagners, sem hann taldi sér og flokki sínum henti- legar, ekki sízt hetju- og náttúm- dýrkun hans og andspymu við „siðakúgun sívilísasjónarinnar", sem Wagner kallaði svo. „Meistara- söngvamir" var eftirlætissöngleik- ur Hitlers, og mun óbeit Wagners á „völsku hjómi og völskum hé- górna" og sá þjóðrembingur, sem í þessu snjalla verki leynist, hafa verið mjög að skapi „foringjans". Hinsvegar er vandséð, hvað kær- leiksboðskapur „Hringsins" gat átt skylt við veraldargimd og valda- streitu nazista. En það er gömul saga að enginn er óhultur fyrir annars falsi, allra sízt umbótamenn og siðapostular. Veldi Hitlers fórst í eldi eins og hinn spillti heimur í verki Wagners, — en Bayreuth blífur! Ég átti þess kost sumarið 1968 að koma til Bayreuth og sjá „Nifl- ungahring" Wagners f fyrsta sinni á ævinni, allt verkið í heild og á sínum rétta stað. Þessi ferð mín var engri annarri lík, sem ég hefi farið um dagana, því að þetta var engin venjuleg reisa, heldur mín fyrsta „suðurganga", ef svo má segja. Ég fór þangað til þess að drekka „hinn hreina mjöð Baugregins“, þ.e. Wagners, og fann angan hans þeg- ar fyrir vitum mér, því að allt gott, sem við eigum í vændum, gerir boð á undan sér. Hugur minn var sem f álögum, og er ég sveif á „Gull- faxa“ ofar skýjum undir síglaðri sól með Völsungasögu á knjánum, fannst mér ég vera á leið inn í hinn eldfoma heim goðsagnarinnar, mýtunnar, og sá allt í birtu henn- ar. Árnar, sem blikuðu gullroðnar undir okkur í sólskininu og greina mátti úr skýjarofum, vöktu drauma um hina gullfrægu Rín, en lestin, sem ég síðar ók í frá Niimberg til Bayreuth — þangað kemst enginn fljúgandi — tók á sig líki ormsins Fáfnis, er hún skreið í hlykkjum út í náttmyrkrið, fnæsandi og vein- andi. Þessi víma rann fyrst af mér, þegar ég stóð á tröppum jámbraut- arstöðvarinnar í Bayreuth og beið eftir bíl til að aka mér til gistihúss- ins „Haus Weihenstephan", þar sem ég taldi mér náttstað vísan. Þar varð ég samt að hírast í baðher- bergi hótelsins fyrstu nóttina, þar eð öll herbergi vom setin af ferða- löngum. En_ til Bayreuth var ég kominn! — Ég reyndi að hagræða mér á beði við hlið baðkersins og sofnaði um síðir, úrvinda, eftir hina löngu dagleið utan af íslandi. Dag- inn eftir skoðaði ég borgina. Bayreuth er myndarleg borg; hún á margar merkilegar minjar og er tignarlegri en ætla hefði mátt um ekki stærri borg. íbúar em þar færri en í Reykjavík. Hér sjást gamlar hallir, eins og svo víða á Þýskalandi, frá þeim tímum er landið skiptist f konung- eða fursta- dæmi, og gnæfír ein þeirra á hæð fyrir enda götunnar, sem ég bjó við, en skammt þar frá stendur ópemhús gamalt, er markgreifínn, sem þama sat, lét reisa í ítölskum barokkstíl, forkunnarfagurt að inn- an og eitt hið fegursta í álfunni frá þeim tíma. Þama, í þessu leikhúsi flutti Wagner 9. Sinfóníu Beethov- ens sem upphaf að fyrstu hátíðar- sýningunni í Bayreuth 1876. Þó að andi Wagners svífi hér yfír vötnunum, er einnig annarra að minnast. Hér fæddist Max Stim- er — öðm nafni Kaspar Schmidt, heimspekingur og anarkisti, sem afneitaði trú, siðalögmáli og ríkis- valdi, „hinum betra manni", er hann kallaði svo, og hér, í Bayreuth, átti skáldið Jean Paul Richter, andlegur lærifaðir Schumanns, heima um langt skeið, og er ein gatan við hann kennd. Og f gamla borgar- grafreitnum hvílir Franz Liszt undir Lágu leiði, steinhellu, umkringdri blómum og dvergsýpressum. Á hell- unni lágu tvö lauf, annað visið og klesst niður í steininn, hitt grænt og lifandi. „Wahnfried", hús Wagners, var lokað öllum óviðkomandi, en minja- safnið, sem er í námunda við það, stendur hverjum gesti opið. í leið- inni þangað skoða menn gröf þeirra Richards og Cosimu, þar sem þau hvfla saman. Hávaxin lauftré fella saman krónur sínar yfír þessu leiði eins og yfír Tristan og Isold forð- um. Fugl kvakaði á grein, meðan ég stóð þar við. Það er meira en dagsverk að skoða Gedenkstatte eða Minjasafn Richards Wagners. Þar em ógrynni mynda, handrita, bréfa. Myndir af Wagner og fjölskyldu hans og öllu því fólki, sem kom við sögu hans, myndir frá þeim stöðum, þar sem hann dvaldi, ljósmyndir leiksviðs- myndir, uppdrættir, teikningar, málverk, höggmyndir; handrit að tónverkum hans, leiktextum og öðr- um ritum; bréf hans sjálfs og annarra; skjöl, auglýsingar, efnis- skrár, — öllu raðað í tímaröð, svo að auðvelt er að lesa lífsferil tón- skáldsins úr þessum gögnum. Þama em og margir aðrir munir, svo sem hijóðfæri, taktsprotar, ritfong, og tóbaksdósir, húsgögn og margt annað. Þama má t.d. sjá flygil meistarans, sem hann kompóneraði við, og sófann, sem hann sat á í Feneyjum, er dauðinn vitjaði hans. Allt, sem við sjáum, skýrir mynd þesa geníala anda og persónu hans, hins lágvaxna, granna, skarpleita manns með kúpta ennið yfír bognu nefi og útstandandi höku — hins kinnbeinabera, fagureygða, munað- argjama meinlætamanns og ástríðufulla vonardýrlings: lohengr- ins, Tannháusers, Tristans, Sieg- frieds, Parsifals — Richards Wagners. Það er í senn hrífandi og átakan- legt að lesa úr þessum myndum líf hins rómantíska listamanns og píslargöngu hans um lífsins stigu alltaf á flótta frá einum stað til Sjá bls 29. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.