Morgunblaðið - 17.12.1986, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1986
Þjóðleikhúsið:
Fjármagn vant-
ar til viðgerða
„ASTAND hússins er, vægast
sagt, mjög slæmt, bæði að utan
og innan," sagði Gísli Alfreðsson,
Þjóðleikhússtjóri, aðspurður
hvaða verkefni væri brýnast í
viðhaldi og viðgerðum á Þjóð-
leikhúsinu.
„Það er búið að dæma klæðning-
una utan á öllu húsinu ónýta. Það
liggur fyrir áætlun hjá Husameist-
ara um að skipta um klæðningu í
áfongum á 5-8 árum,“ sagði Gísli
ennfremur. „Við skiptum um
klæðningu yfir inngangi árið 1984
og létum þá laga tröppur og stétt
um leið. Það þyrfti þó að skipta
fljótlega um klæðningu á öllu hús-
inu, því hún er stórhættuleg þeim
sem eru á ferð hér í kring. Mesta
hættan er að vestanverðu, því þar
gengur fólk alveg upp við húsið.
Sem betur fer hafa enn ekki orðið
slys á fólki þegar klæðningin brotn-
ar, en maður veit aldrei hvenær það
verður. Það þarf í rauninni ekki
mjög vont veður til að lausir bitar
hrynji hér út um allt.
Við höfum lengi þurft að glíma
við leka á þökum, en í sumar og
haust var ráðin bót á því vanda-
máli. Innanhúss eru ótal verkefni
sem bíða okkar. Stólar í sal eru
orðnir gatslitnir. Aklæðin eru alger-
lega ónýt. Það má kannski segja
sem svo að hægt sé að gera þá
upp, en ég held að ódýrara yrði að
skipta um stóla, ef maður hugsar
til lengri tíma. Teppin í húsinu eru
orðin hættuleg vegna slits. Það
hefur í rauninni ekkert verið gert
í viðhaldsmálum frá því Þjóðleik-
húsið hóf starfsemi sína fyrir um
50 árum. Það er meir að segja aug-
ljóst þegar maður kemur að húsinu.
Lóðin hér í kring er algerlega óunn-
in. Möl og drullupollar sem fólk
þarf að ösla þegar það kemur á
sýningar. Bílastæðismálin eru líka
óviðunandi.
Hjá Húsameistara ríkisins hefur
verið unnin 5-10 ára áætlun um
viðgerð á húsinu. Hún hljóðar upp
á 100 milljónir króna. Hinsvegar
lækkar upphæðin til Þjóðleikhúss-
ins á fjárlögum með hveiju ári,
þótt hún sé framreiknuð. A þessu
ári fengum við 6 milljónir af íjárlög-
um og á næsta ári gert er gert ráð
fyrir 7.5 milljónum króna.. Það er
því augljóst að íjárlög hafa verið
algerlega óraunhæf á síðustu árum,
að því er varðar Þjóðleikhúsið. Við
höfum sótt um aukafjárveitingar
en til þeirra hefur ekki komið.
Þær viðgerðir sem þegar hafa
verið ráðist í hafa kostat miklu
meira en við höfum fengið á fjárlög-
um. Við höfum því þurft að taka
peninga úr rekstri til viðhalds og
viðgerða. Það má nefna sem dæmi,
að þegar við létum skipta um
klæðningu yfir inngangi árið 1984,
kostaði það 10 milljónir. Fjárveit-
ingin frá Ríkinu dugði enganveginn
til að standa straum af þeim kostn-
aði.
Við gerum okkur þó vonir um
Rafn Gestsson húsvörður stingur fingrum inn í eina sprunguna á Ekki eru þetta traustvekjandi tröppur.
veggjum Þjóðleikhússns.
Teppin eru orðin hættuleg vegna slits og stólarnir gatslitnir segir þjóðleikhússjóri.
Lekaskemmdir inni í húsinu eru
“upp um alla veggi“.
að úr þessu verði bætt. Sverrir
Hermannsson, menntamálaráð-
herra hefur sýnt þessu máli mikinn
skilning. Við vonum að það hafi sín
áhrif á Alþingi og flárveitingavaldið
láti Þjóðleikhúsið hafa það fé til
rekstrar sem bráðnauðsynlegt er.
Við erum sjálf með ýmsar áætl-
anir á pijónunum til að gera
reksturinn hagkvæmari. Má þar
nefna töluvert átak í markaðsmál-
um, t.d. með því að tölvuvæða
miðasölu. Auk þess þarf að breyta
rekstrarfyrirkomulaginu, m.a. með
því að setja stórar dyr á gafl húss-
ins og fá geymsluaðstöðu fyrir
leikmyndir úti í bæ. Þannig getum
við geymt leikmyndir árum saman.
Það er mjög óþægilegt að þurfa að
hætta sýningum á ákveðnu stykki
afþví að frumsýning á því næsta
hefur verið ákveðin. Við höfum
ekki pláss á sviðinu til að geyma
leikmyndir.
Leikhús lýtur sömu lögmálum og
safn, það eignast leikmuni og bún-
inga. Þetta þarf að geyma. Núna
eru leikmunir og búningar geymdir
á 6-7 mismunandi stöðum í húsinu
og þremur úti í bæ. Plássleysið er
varið að há okkur mikið. Stundum
má meir að segja að ódýrara sé að
sauma nýjan búning en reyna að
finna þann gamla. Það getur verið
svo mikið verk.
Þetta ástand hefur haft mikil
áhrif á starfsemina hér og ég held
mér sé óhætt að fullyrða að hver
einasti starfsmaður Þjóðleikhússins
bíður spenntur eftir þeirri ákvörðun
sem tekin verður á Alþingi," sagði
Gísli Alfreðsson, Þjóðleikhússtjóri.
Sigmund inn fyrir Kremlarmúra
SOVÉSKA sendiráðið á íslandi hef-
ur nú kannað innihald nýju
Sigmund-bókarinnar frá Prenthús-
inu og komist að þeirri niðurstöðu
að hún ógni hvorki öryggi Sov-
étríkjanna né stefni i hættu árangri
byltingarinnar 1918. Því sé óhætt
fyrir sendiráðið að taka við og
koma bókinni áfram til Mikails
Gorbachevs segir í fréttatilkynn-
ingu frá Prenthúsinu.
I fréttatilkynningu segir ennfremun
„Eins og kunnugt er af fréttum ák-
váðu útgefendur að færa leiðtogum
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna að
gjöf sérbundin árituð eintök bókarinn-
ar „Sigmund í Stjömustríði", og
afhenda þau í sendiráðum ríkjanna.
Eintaki Ronalds Reagan var veitt
móttaka sl. miðvikudag í bandaríska
sendiráðinu með þökkum, en vomur
komu á sovéska sendiráðið sem hafði
ætlað að taka á móti bókinni þann
sama dag. Kváðust starfsmenn sendi-
ráðsins ekki treysta sér til að veita
bókinni formlega viðtöku fyrr en þeir
hefðu „kannað innihald hennar nán-
ar“. Hér væri um skopteikningar að
ræða, og þar sem málið varðaði æðsta
valdamann Sovétríkjanna væri það
mjög „viðkvæmt" og hinn nýi sendi-
herra Sovétríkjanna á íslandi yrði að
ákveða framhald málsins. Afhending
bókarinnar gat þvi ekki farið fram
eins og ráð var fyrir gert, en bókin
var’-þó' skilin eftir I sendiráðinu til
„nánari athugunar" ásamt bréfí og
rússneskri þýðingu þeirra myndatexta
bókarinnar sem ijalla um alþjóðamál
og kváðust starfsmenn mundu láta
útgefendur vita fljótlega, hvort og þá
hvenær sendiráðið gæti veitt bókinni
formlega viðtöku. Daginn eftir höfðu
Sovétmenn komist að þeirri niðurstöðu
að óhætt væri að þiggja eintak af
henni handa leiðtoga sínum.
Bók Sigmund, „Sigmund í stjörnu-
stríði", flytur aðdáendum teiknarans
úrval 126 mynda frá þessu ári. Hún
er m.a. prýdd fjölda mynda frá „leið-
togafundi Ronalds Reagan ogMikhails
Gorbachev í Höfða fyrr á þessu hausti.