Morgunblaðið - 17.12.1986, Síða 34

Morgunblaðið - 17.12.1986, Síða 34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1986 34 Skotland: Þúsundstörf eru í hættu St. Andrews, frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni fréttaritara Morgnnblaðsins. EF Evrópubandalagið ákveður að minnka fiskkvóta um 20 prósent getur farið svo að um þúsund manns missi vinnuna í fiskiðnaði í Norðaustur-Skotlandi. Þar bætast við erfiðleikar vegna verðlækkun- ar á olíu. Vísindamenn í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu krefjast mikils niðurskurðar á kvótanum og telja að ýsa sé ofveidd og verði ekkert gert nú geti hún horfið alveg úr Norðursjó. Á morgun mun John MacKay, landbúnaðar- og sjávarútvegsráð- herra Skotlands, sitja fund fisk- veiðinefndar Evrópubandalagsins. Hann telur að of mikið hafi verið veitt á þessu ári, en vill taka tillit til þarfa iðnaðarins um leið og reynt verði að varðveita stofnana. Hann styður 20 prósent skerð- ingu kvótans og telur, að fiskiðnað- urinn geti aflað sér hráefnis annars staðar eða unnið úr öðrum tegund- um. Ef 20 prósent skerðing verður samþykkt verða veiðamar þó tutt- ugu þúsund tonnum meiri en vísindamennimir hafa lagt til. Tals- menn fiskiðnaðarins telja skerðing- una samt of mikla. Robert Milne, einn þeirra, segir: „í einu vetfangi segja þeir við iðnaðinn: þið eruð sviptir tuttugu prósentum af hrá- efninu. Þetta er algerlega óviðun- andi. Við erum með um sex þúsund manns í vinnu og tuttugu prósent skerðing á kvótanum sviptir að minnsta kosti þúsund manns at- vinnu.“ Hann hafnar því alveg, að iðnað- Nauðgarar hengdir í Iran Teheran, Reuter. ÞRÍR ungir menn voru hengdir snemma á mánudag í Teheran, höfuðborg írans, að viðstöddum miklum mann- fjölda. Höfðu þeir verið sekir fundnir um mannrán og nauðganir. Dagblaðið Kayhan, sagði, að mennimir hefðu þóttst vera leigu- bifreiðastjórar, tekið upp í bfla sína ungar konur, rænt þær og nauðgað þeim. Fyrir henginguna voru þeir hýddir, fengu 74 högg hver og einn þeirra var sektaður um eina milljón riala, (rúml. 520.000 ísl.kr.). Fjórir menn er dæmdir voru samsekir þeim er hengdir voru, hlutu ýmist fangels- isdóm eða hýðingu. urinn geti snúið sér að öðrum tegundum eða fengið hráefni ann- ars staðar og segir að ekki sé mögulegt að laga sig að svo mikilli skerðingu. Ráðherrann segist skilja vanda iðnaðarins en bætir við: „En mynduð þið þakka mér eftir tvö ár fýrir að hafa samþykkt of háa kvóta, þegar stofnamir hafa alger- ieg horfið úr sjónum?" AP/Símamynd Rembrandtá uppboði Starfsmaður Sotheby’s í Lundúnum býr sig hér undir að bera á braut málverk Rembrandts, „Mynd af stúlku í gullbryddri kápu“, sem seldist á uppboði í síðustu viku fyrir 7,26 milljónir sterlingspunda (rúmar 400 milljónir króna). Þetta er hæsta verð, sem fengist hefur fyrir verk eftir hollenska málarann. Kaup- andi málverksins kaus að láta nafns síns ekki getið. Dagblað í Sovétríkjunum: Spilling og fjárkúgun í Bolshoi-ballettinum Moskvu, Reuter. BOLSHOI-ballettinn í Moskvu hefur að undanförnu verið gagn- rýndur nokkuð fyrir að standa ekki undir því listræna nafni, sem af honum fer, en nú hafa nýjar ávirðingar bæst við. Trud, dagblað sovésku verkalýðsfélag- anna, skýrði frá því á mánudag, að einn helsti ráðamaður bal- lettsins hefði gerst sekur um að þagga niður ólöglegt athæfi og notið við það aðstoðar embættis- manna í menntamálaráðuneyt- inu. Þessi gagnrýni á Bolshoi-ballett- inn kemur í kjölfar þeirrar áskor- unar Mikhail Gorbachevs, Sovét- leiðtoga, á leikhúsfólk og listamenn, að þeir taki þátt í „byltingarkennd- um breytingum" í Sovétríkjunum, ekki síst með því að bijótast undan ofurvaldi skriffinnanna. Fréttin í Trud var á þá leið, að Georgy Ivanov, aðstoðarmennta- málaráðherra, hefði hjálpað Georgy Panyushkin, hljómsveitarstjóra ballettsins, við að reka hljómlistar- mann, sem hafði kvartað undan því að vera beittur fjárkúgun. Var þar um að ræða mann að nafni Alex- ander Leonov, bassaleikara, sem kom til ballettsins árið 1956 en var rekinn fyrir þremur árum þegar hann neitaði að undirrita yfirlýs- ingu um, að hann hefði á hljóm- leikaferð erlendis fengið meiri gjaldeyri en hann fékk í raun. Sagði blaðið, að með þessum hætti hefði Panyushkin kúgað fé af öllum tón- listarmönnunum. Leonov höfðaði mál á hendur Panyushkin en það hafði sömu áhrif og að skvetta vatni á gæs. Ivanov, aðstoðarráðherra, mætti fýrir rétt- inum og varði Panyushkin mjög ákaflega og stéttarfélag tónlistar- manna þorði heldur ekki annað en að leggja blessun sína yfir brott- rekstur Leonovs. í mars sl. fékk Leonov þó starfið aftur en var svo rekinn aftur fýrir nokkru að undir- lagi embættismanna í menntamála- ráðuneytinu og þar á meðal Ivanovs. Sagði í Trud, að mál Leonovs væri bara eitt af mörgum. Stjórnin ánægfð með söluna á British Gas St. Andrews, frá fréttaritara Morgun- blaðsins, Guðmundi Heiðari Frímanns- 8yni. NYLEGA voru seld hlutabréf í breska gasfyrirtækinu Brit- ish Gas, sem er eins konar gasveita Breta. Mikil söluher- ferð var farin og góður árangur náðist. Peter Walk- er, orkumálaráðherra Bret- lands, segist mjög ánægður með undirtektirnar. Tvær milljónir manna eignuð- ust í fyrsta skipti hlutabréf við söluna á þessu ríkisfýrirtæki. Hlutabréfaeigendur í Bretlandi eru nú_ um tíu milljónir. Þegar stjóm íhaldsflokksins settist að völdum 1979, voru hlutabréfaeig- endur um tvær milljónir. Peter Walker var viðstaddur, þegar hlutabréf fyrir ríflega 330 millj- arða íslenskra króna voru send til eigenda sinna síðastliðna helgi. Við það tækifæri sagði hann: „Það hefur gengið ótrúlega vel að flytja British Gas frá stjómmálamönn- um til fólksins. Það em nú fleiri hlutabréfaeigendur að því fyrir- tæki en nokkm öðm í veröldinni." Hafin var sala hlutabréfa í fyrir- tækinu á verðbréfamarkaðinum í London í síðastliðinni viku, og á föstudag seldust þau á sextíu og þijú og hálft pens, en upphaflegt verð þeirra var fímmtíu pens. Sorphaugar hlað- ast upp í Aþenu Aþenu, Reuter. ■*“ DAGBLAÐ í Aþenu sagði í gær að sorphaugar á götum borgarinnar ógnuðu heislu almennings en undanfama tíu daga hafa sorphreinsun- armenn þar verið í verkfalli. Rætt hefur verið um að láta hermenn sinna störfum þeirra. Ráðamenn innan stéttarfélags grískra sorphreinsunarmanna sögðu í gær að verkalýðsstéttin myndi rísa til vamar ef hermenn tækju að sér störf sorphreinsunar- manna. Sögðu þeir einnig að félagsmenn myndu ekki mæta til starfa fyrir jól ef yfirvöld þráuðust við að ganga að kröfum þeirra um hærri laun, eftirlaunagreiðslur og endurráðningu starfsmanna. Á síðasta ári „frysti" stjómin laun í landinu í því skyni að draga úr verðbólgu og minnka erlendar skuldir. í ár hafa hin ýmsu stéttar- félög boðað til verkfalla tii að mótmæla þessari ákvörðun stjóm- arinnar og hefur eins dags alls- heijarverkfall verið boðað 15. janúar næstkomandi. Danmörk: Atvinnulausiun fjölgar um 56.000 á einu ári Dökkt útlit í efnahagsmálunum ATVINNULEYSINGJUM í Danmörku mun aftur fjölga í 265.000 á rúmlega einu ári, að því er fram kom, er fjárhags- skýrsla Palle Simonsen fjár- málaráðherra var kunngerð um síðustu helgi. Þessi fjölgun atvinnulausra er mun meiri en áður var ráð fyrir gert og kemur sér á allan hátt bagalega fyrir ríkisstjómina. Margir þeirra, sem átt hafa við langvarandi atvinnuleysi að stríða, standa auk þess frammi fyrir þeirri vá að lækka í dag- peningum niður í 70% eða jafnvel 55%. Ríkisstjómin hefur hingað til haft uppi þau rök, að vandinn væri ekki svo alvariegur, þar sem fyrirséð væri, að atvinnutækifær- um mundi fjölga. Síðustu opinberu tölumar um atvinnuleysi á árinu 1986 hljóð- uðu upp á 209.300 manns. Palle Simonsen telur í skýrslu sinni, að fyöldi atvinnulausra aukist í 235.000 á árinu 1987 og 265.000 1988 - og þangað til er ekki nema rúmt ár. Síðastnefnda talan er nákvæmlega hin sama og var upp á teningnum 1982, þegar núver- andi ríkisstjóm tók við - eða 55.700 hærri en núverandi at- vinnuleysisstölur. Dökkt útlit Að því er varðar hagvöxt og greiðslujöfnuð er útlitið einnig Á atvinnuleysisskrifstofu i Kaupmannahöfn: Nú fer at- vinnulausum Dönum fjölgandi á nýjan leik, og verða þeir 265.000 talsins eftir rúmt ár. dökkt, ef marka má skýrslu fjár- málaráðherrans. Greiðsluhallinn við útlönd stefnir í nýtt met á þessu ári, eða 33 milljarða danskra króna, en það er fimm milljörðum króna meiri halli en gert var ráð fyrir, er Palle Simonsen lagði fram fjár- lagafrumvarpið. Áætlað er, að hallinn verði 19 milljarðar á næsta ári, og jöfnuði verður ekki náð fyrr en árið 1991. Mörgum er þó í fersku minni, að ríkisstjómin sagði fyrir tveimur árum, að greiðslujöfnuði yrði náð á árinu 1987. Palle Simonsen segir enn frem- ur í greinargerð sinni, að hagvöxt- ur í Danmörku verði umtalsvert minni en nemur meðaltalinu í ríkjum Efnahags— og framfara- stofnunar Evrópu, OECD, en þar hefur Danmörk hingað til verið í fararbroddi. Það er þó ljós punktur í myrkri greinargerð fjármálaráðherrans, að innlendar skuldir ríkisins eru hættar að aukast. Á árinu 1986 nema þær 437,5 milljörðum danskra króna, og þær verða 437,7 milljarðar árið 1987. Á hinn bóginn halda skuldimar við útlönd áfram að vaxa. Þær hækka um rúma 22 milljarða króna milli áranna 1986 og 87 og verða alls 143,7 milljarðar króna. Að mati ríkisstjómarinnar verður mjög lítið svigrúm til hækkunar rauntekna á næsta ári. (Byggt á danska blaðinu Aktuelt) íblíðu ogstríðu £!liöaárnar ÍSAFOLD

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.