Morgunblaðið - 17.12.1986, Síða 48

Morgunblaðið - 17.12.1986, Síða 48
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1986 Heimsmeistarakeppnin í rallakstri: Sljörnustríð Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaidsson Finnarnir fyrstir að venju. Timo Salonen og Seppo Harjanne unnu RAC-rallið á Peugeot 205 Turbo, eftir baráttu við nokkra landa sína. Bíll Kankkunen var óhijálegur eftir veltu á einni keppnisleiðinni. Hann gafst þó ekki upp og varð þriðji, og Kanukken berst um titil ökumanna í heimsmeistarakeppninni. Tvær milljónir áhorfenda létu sig hafa það að standa tímunum saman á skógarveginum og í almennings- görðum til að fylgjast með uppá- halds ökumönnum sínum í RAC-rallinu í Englandi í lok nóv- ember. í fjögurra daga langri keppninni, sem gildir til heims- meistaratitils, voru líka saman- komnar allar helstu stjömumar í rallakstri. Keppnin var sú síðasta í Evrópu sem leyfði sérhannaða 4-500 hestafla keppnisbíla, sem verða bannaðir á næsta ári. Astæð- an er einfaldlega sú að ökumenn ráða ekki lengur skynsamlega við þessi ofurfarartæki sem valdið hafa slysum á árinu. RAC-rallið var því svanasöngur þessara bíla, allir vildu sjá þá og margir frægir ökumenna ætluðu sér sigurinn. Var þvi um sannkallað stjömustríð að ræða. Síðan var baráttan um heimsmeist- aratitil ökumanna í algleymingi. Finnamir Juha Kankkunen á Pe- ugeot og Marrku Alén á Lancia áttu allt sitt undir keppninni komið í slagnum um titil ökumanna. Pe- ugeot hafði hinsvegar þegar tryggt sér titil bílaframleiðenda. Smábærinn Bath í Suður-Eng- landi var þéttsetinn daginn sem 150 keppnisbflum var ekið af stað í keppnina. Auk allra áhorfenda, sem eltu keppnina um Bretland fylgdust 1.500 fréttamenn með framgangi mála. Það var því til mikils að vinna fyrir keppendur. Það kom líka á daginn aið keppnin var mjög grimm, eftir fyrsta daginn skildu aðeins 551 I sekúnda fyrstu tfu bflana að. Kankkunen hafði forystu, en Alén kom honum næstur, báðir voru staðráðnir í að tryggja titil öku- manna. Alén hafði samt tvívegis farið útaf og ók því djarft. En fyrsti dagurinn var bara upphitun, ekið var um leiðir í almenningsgörðum, en skógarleiðimar skiptu meira máli. Á öðrum degi fóru hlutimir að gerast, Kankkunen ók stíft og hélt forskotinu fyrri hluta dags með tíu bfla nánast í skottinu. Álagið varð of mikið, tvívegis snarsneri hann bflnum og sprengdi dekk í leiðinni og tapaði tíma. Alén tók við forystuhlutverkinu í skamma stund, áður en félagi hans frá Lancia, Finninn Mikael Ericsok, tók til sinna ráða. Daginn fyrir keppni var hann rekinn frá Lancia, en fékk þó að aka í keppninni. Hann ók því eins og griðungur til að sanna getu sína fyrir eldri ökumönnum og lið- stjómm Lancia, en Ericson er tæplega þrítugur og því ungur mið- að við stjömumíu-. Ericson hafði forystu í lok annars dag, en aðeins tvær sekúndur skildu hann að frá Finnanum Timo Salonen á Peugeot og Alén á Lancia, þremur sekúndum á eftir kom svo Kankkunen. Þessir kappar vom í sérflokki. I byijun þriðja dags vonuðu Bret- ar að heimamönnum gengi nú betur. Breski meistarinn Mark Lov- ell var hættur keppni eftir að vél í Ford RS 200 hans bilaði og kveikti um leið í bflnum, sem brann til kaldra kola. Fljótasti Bretinn, Tony Pond á Metro 6R4, hafði átt í vand- ræðum vegna spmnginna dekkja og Jimmy McRae á Metro var því rétt á undan honum í sjöunda sæti. En Finnamir §órir í forystu höfðu engar áhyggjur af þessum köppum. Sérleiðir í Skotlandi vom eknar greitt og álagið jókst á ökumönnum. Það hlaut eitthvað að klikka. Eric- son fór fyrst útaf, lenti á föllnum tijábol og skekkti framfjöðrunina en hélt ótrauður áfram en fór aftur útaf og tapaði mínútu. Kakkunen var ekki eins lánsamur, fyrst rétt slapp hann við að velta í krappri beygju, en fór stuttu síðar útaf á dágóðri ferð og endaði á hvolfí. Áhorfendur þustu af stað og réttu bflinn við. Kankkunen komst af stað, en bíliinn var í döpm ásig- komulagi og rúmar þijár mínútur höfðu farið í súginn. Salonen og Alén börðust á meðan um forystuna og þegar kom að kvöldi hafði sá fyrmefndi níu sekúndna forskot. Ericson var þriðji, mínútu á eftir, en Kankkunen fjórði þrátt fyrir veltuna. Finninn Mikael Sundström á Peugeot hélt fímmta sæti á undan Tony Pond á Metro, sem var fyrst- ur heimamanna. Síðasti dagurinn rann upp og ekið var um Wales. Allt gat enn gerst, smámistök í akstri, spmngið dekk eða bilun gat breytt stöðunni á svipstundu. Alén ætlaði sér sigur- inn, ók gífurlega hratt og kom á sundurtættum dekkjum út af hverri sérleið á fætur annarri, en Salonen Heimsmeistarar í rallakstri tvö ár í röð. Þetta geta starfsmenn Peugeot-keppnisdeiidarinnar státað sig af, eftir .að hafa tryggt sér heimsmeistaratitil bílaframleiðenda í ár. Á hveiju ári eyðir deildin tveim milljörðum króna í rekstrarkostnað undir stjóm keppnisstjórans Jean Todt, enda mikið í húfí. Velgengni í rallakstri þýðir aukna bflasölu á almennum markaði og árangur Peugeot 205 Turbo 16 bjargaði verksmiðjunum frá vemlegum skakkaföllum í fyrra, þegar fyrsti titillinn leit dagsins ljós. Blaðamað- ur Morgunblaðsins leit inn hjá Peugeot-keppnisdeildinni skömmu fyrir RAC-rallið. Það er ótrúlega mikið mál að ná árangri í heimsmeistarakeppninni og kostar mikið fé. Fyrir nokkrum ámm hönnuðu helstu bílaverksmiðj- umar allar sérstaka fjórhjóladrifs- bíla, sem eingöngu hafa verið notaðir í rallakstri. Bflar búnir 250—500 hestafla vélum, byggðir úr áli, stáli og plasti, svo þeir væm sem léttastir. Hröðun bflanna er frá 2—3 sekúndum frá kyrrstöðu í hundrað kflómetra hraða og sumir þeirra hafa slegið Formula I-kapp- akstursbílum við á malbikskeppnis- brautum. Peugeot 205 Turbo 16 er einn þessara bfla og hefur unnið hélt fengnum hlut. Bilið minnkaði aðeins niður í sex sekúndur, þrátt fyrir lætin í Alén. Þegar dró að lokum keppninnar gerði Alén af- drifarík mistök, hann valdi vitlaus dekk undir bflinn og þó bflinn væri fjórhjóladrifinn réð Alén ekki nægi- lega vel við hann. Alén tapaði um mínútu á Salonen, sem gat siglt af öryggi í endamark eftir að hafa haldið haus alla keppnina, með Seppo Haijanne sér við hlið. Vann Salonen þar með sinn annan sigur á árinu, en Alén sætti sig við annað sætið og dýrmæt stig. Sundström hafði komið Peugeot sínum í þriðja sæti, en hleypti á lokaleiðinni Kankkunen framúr, svo hann fengi fleiri stig til heimsmeistaratitils. margar keppnir undanfarin tvö ár og tryggt bæði titil bflaframleið- enda og ökumanna. Salonen varð heimsmeistari í fyrra og vann síðan RAC-rallið fyrir skömmu á slíkum bfl. Nær allir hlutir í Peugeot-keppn- isbflinn eru smíðaðir og samsettir hjá keppnisdeildinni, sem skipar áttatíu manna starfslið. I keppni eru um þijú hundruð starfsmenn á ferli vegna keppnisbflanna, sem oft- ast eru tveir eða þrír talsins. Hönnun bflsins er slík að skipta má um fjöðrunarkerfi, yfirbygg- ingu, drif og gírkassa og aðra hluti á 10—20 mínútum. Allir starfsmenn keppnisdeildar eru sérþjálfaðir við- gerðarmenn og hönnuðir. Þegar ráða á nýjan mann, er hann fyrst prófaður í mánuð. Ef hann stendur sig ekki, er annar ráðinn úr hópi manna, sem eru á biðlista eftir að vinna hjá keppnisdeildinni. Ástæð- an er sú að ferðalög eru tíð, farið er um alla heimshluta í hinum ýmsu keppnum. Þar þarf gífurlegt skipu- lag. I venjulegri keppni notar Peugeot um tuttugu viðgerðarbfla, hlaðna varahlutum og meðferðis eru 1.000 dekk. Síðan er fjöldi að- stoðarbfla, sem skjótast í smáverk- efni eða veita blaðamönnum upplýsingar meðan á keppni stend- Ein milljón - Ræsing keppninnar og endamark var í Bath. Hér bíða Juha Kankkun- en og Juha Piironen eftir því að leggja af stað. Þarna var bíllinn enn I góðu lagi... Eftir keppnina munar aðeins einu stigi á milli Alén og Kankkunen, Alén í vil, og ein keppni er eftir. Tíu fyrstu bflamir voru allir íjór- hjóladrifnir og sérhannaðir rallbflar nema Mazda 323 4x4 Ingvars Carlssonar, sem varð tíundi. Hann ók lítt breyttum fjórhjóladrifsbfl og sigraði í sínum flokki. Skoda vann fjörtánda árið í röð í minnsta vélar- flokknum með aðstoð Ladislav Krecek á Skoda 130 LR, en ísland- svinurinn John Haugland varð annar á sams konar bfl. David Maseln vann í flokki óbreyttra bfla á Mazda 323 4x4. Það voru því stjömur í mörgum flokkum í RAC- rallinu, af öllum stærðum og gerðum. Lokastaðan í RAC-rallinu 1. Timo Salnonen/Seppo Haijanne 2. Marrku AJén/Ilkka Kivimaki 3. Juha Kankkunen/Juha Piironen 4. Mikael Sundström/Voitto Silander 5. Kalle Grundel/Benny Melander 6. Tony Pond/Rob Arthur 7. Per Eklund/Dave Whitock 8. Jimmy McRae/Ian Grindrod 9. David Llewellin/Phil Short 10. Ingvar Carlsson/Jan O. Bohlin Peugeot 205 Turbo Lancia Delta S4 Peugeot 205 Turbo Peugeot 205 Turbo Ford RS 200 Metro 6R4 Metro 6R4 Metro 6R4 Metro 6R4 Mazda 323 4x4 Turbo Refsi klst. 5.21.11 5.22.33 5.27.16 5.27.42 5.29.32 5.30.14 5.33.12 5.35.08 5.40.38 6.00.33 Af 150 sem hófu keppni, komust 83 í endamark. Texti og myndir: Gunnlaugxir Rögnvaldsson dropi í hafið ur. Á fímmta tug bfla tengdust Peugeot-keppnisliðinu í RAC-rall- inu. Þessum íjölda þarf að stjóma, auk flugvélar og þyrlu, sem sveimar í grennd við keppnimar. Það er því augljóst að ein milljón dygði skammt í svona útgerð, hún yrði dropi í hafíð. Milljón nægði kannski í vasapening fyrir ökumenn liðsins í nokkrar vikur, varla lengur. Hér bíða tveir bílar tilbúnir i slaginn, búnir vélum sem skila frá 430—500 hestöfl- um, allt eftir óskum ökumannsins. Fremst á myndinni eru dekk sem not- uð eru í malbikskeppnum. Á innfelldu myndinni sést að greinilega er mikið spáð og spekúlerað. Dekk mælt við til að sjá hvort smíði bílsins sé rétt og tveir kappar vinna í tilvonandi vélarrýminu. Vélin er staðsett í miðjum bílnum til að bæta þyngdar- hlutföllin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.