Morgunblaðið - 17.12.1986, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 17.12.1986, Qupperneq 69
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1986 69 • Jóhann ingi þjálfar Essen f vetur og virðist œtla að gera góða hluti með liðið. Páll Olafsson gerir nokkrar leuflóttar teygjuæfingar á æfingu hjá Dusseldorf. Bogdan gefur liði sfnu skipanir f landleik á HM og Sigurður Sveinsson hjá Lemgo fylgist meiddur með. Metnaðargirni og aðlögunarhæfni „Þeir eru ótrúiega metnaðar- gjarnir og boltaíþróttir eru sérlega vinsælar," segir Jóhann Ingi, þegar hann er spurður hvað í fari landa hans valdi snilli þeirra í handbolta. En sumir íslendingar bæta unrv<— betur og eru einnig töframenn með fótunum. Þannig hefur Páll Ólafs- son leikið landsleiki í knattspyrnu ásamt með fjölmörgum handknatt- leikslandsleikjum. Á þessum vettvangi er annars skemmst að minnast frábærs árangurs eyja- skeggjanna gegn Frökkum og Rússum í Evrópukeppninni í knatt- spyrnu, undir stjórn hins þýska þjálfara Siggi Helds. Æ fleiri þýsk handknattleikslið hafa nú samband við Jóhann Inga og leita íslenskra markaskorara. Ástæðuna fyrir vinsældum landa sinna í Þýskalandi segir Jóhann ekki síst vera þá að þeir virðast eiga mjög létt með að aðlagast landi og þjóð sem verður t.d. seint sagt um fólk af slavnesku bergi brotið. Vanirmenn — Vönduð vinna Að lokum er rétt og skylt að minna á það að íslendingar eru afkomenílur víkinga í beinan karl- legg. Þorgils Óttar, fyrirliði, telur þetta skipta nokkru máli þegar leit- að er skýringa á glæsilegum árangri þeirra í handknattleik: „Baráttan er snar þáttur af hand- boltanum. Sé hún ekki til staðar en fyrir þremur árum tók hann að sér þjálfun landsliösins. „Eg náði mjög góðum árangri í Póllandi. Varð fjórum sinnum meistari og bikarmeistari með liði mínu. Þá eygði ég enga möguleika á frekari frama á pólskri grund." Pólska sambandið gaf Kowalczyk lausan og nú er hann samnings- bundinn íslendingum fram yfir Ólympíuleika 1988. Afskipti pólska sambandsins er mál sem Bogdan vill ekki brjóta til mergjar, en það er þó Ijóst að í seinni tíð hafa Pólverjar, sem vilja sinn mann heim, beitt auknum þrýstingi. „Á árunum 1982—84 tók ísland stökk fram á við," rifjar Kowalczyk upp. „í þá tíð æfði landsliðið sam- an 1—2 sinnum í viku. Þetta var jú ekkert vandamál þegar allir leik- menn liðsins bjuggu í Reykjavík eða næsta nágrenni." Nú, þegar 5 lykilmenn leika f „Bundesligunni", er málið ekki lengur svona einfalt. Landsleikirnir tveir, sem ísland lék í Vestur-Þýskalandi í september, voru þeir fyrstu sem HM-hópurinn lék saman síðan hanri náði 6. sætinu í Sviss 6 mánuðum áður. „En á íslandi hef ég yfir mörgum ungum og hæfileikaríkum leik- mönnum að ráða sem ég mun nú smám saman herða í keppni með landsliðinu." Héðinn Gilsson er mest áberandi af leikmönnum hinnar nýju kynslóðar. Nýlega 17 ára gamall, 2 metrar á hæð, á gelgjuskeiði frá toppi til táar og stundum örlítið klaufalegur í fram- göngu, en gerði sér þó lítið fyrir, þegar hann var settur inn á undir leikslok gegn V-Þjóðverjum, og skoraði tvö glæsimörk meö köldu blóöi. Handbolti frá hjartanu „Handbolti frá hjartanu", er sú þumalputtaregla sem stendur ár- angri íslensks handknattleiks að baki, telur Jóhann Ingi Gunnars- son. Einingin, sem hlýtur að búa í eðli allra „Davíða", er aðalsmerki íslenska landsliðsins. Leikmenn snúa bökum saman innan vallar sem utan, vita enda eins og er að slíkt er íslenskum karlmönnum jafnan heilladrýgst. „Hjá þeim er hópeflið til fyrirmyndar", eins og einn spekingurinn komst að orði. En þó þetta sé allt saman gott og blessað, þá nægir það ekki eitt sér Fisksala og tombólur Það kostar íslendinga skilding- inn að taka þátt í alþjóðlegum stórmótum. Það er því engin tilvilj-' un að landsliðið auglýsir einmitt fyrir Flugleiöir á búningi sínum. „Handknattleikur er aðeins lítillega ríkisstyrktur á íslandi," telur Kjart- an Steinbach (en forfeður hans fluttu búferlum frá Þýskalandi til íslands á 15. öld). Stórs hluta tekna HSÍ er aflað með happ- drætti og lukkumiðum. „Fjármögnun handknattleiks á íslandi er eitt ævintýr," segir sá sem veit, en hætti sjálfur þátttöku í ævintýrinu og hélt til Þýskalands. „Leikmenn fá ekkert fyrir sinn snúð á íslandi. En þar sem félögin ráða stundum erlenda þjálfara, sem vilja sín laun og engar refjar, grípa leikmenn jafnvel til þess örþrifa- og bestu leikmennirnir geta hrós- að happi ef einhver gaukar að þeim handboltaskóm endrum og sinnum. er engin von til þess að árangur náist. Við íslendingar höfum marga hildi háð í gegnum tíðina og erum orðnir vanir menn." Gunnar Aðalsteinsson þýddi greln þessa úr hinu útbreidda tfmarfti Hand- ball Magazin. ef árangur á að nást þegar á hólm- inn er komiö. íslendingar eru einnig hugmyndaríkir í leik sínum og „taktískt" á háu plani. „Við höfum lært að spila agaðri handknattleik," segir Jóhann Ingi, sem heldur að vísu kurteislega aftur af gagnrýni sinni á þýskan handknattleik og lofar styrk hans, en er samt ekki par hrifinn af ríkjandi hugmyndafræði leiksins hérlendis: „Eg held að vandamálið í Þýskalandi megi rekja til blaða- manna sem þar skrifa um hand- bolta. Þeir sjá einungis þann sem skýtur, en taka ekki eftir blokker- ingunni, sendingunni eða vörninni. Afleiðing þessa er sú að margir leikmenn vilja komast í sviðsljósið með ævintýralegum markskot- um." Að hyggju Bogdan Kowlczyks mun styrkleikaröðun liða, sem riðl- aðist verulega eftir HM, aftur nálgast fyrra horf á næstu árum. „Hin slæma staða Rússa og Rúm- ena var slys." En hvaða vonir gerir Pólverjinn sér fyrir Seoul? Er draumurinn um verðlaunasæti ef til vill innan seilingar? „Við viljum staðfesta stöðu okkar og vinna okkur þannig sæti í næstu A- keppni." Eigin hagsmuna vegna er það einnig von hans að V-Þjóðverjar vinni sér sæti á Ólympíuleikunum í B-keppninni á Ítalíu í febrúar. Fari svo þá er „Bundesligan" snemma búin og ég fæ strákana mína þaðan tíman- lega með í undirbúninginn." ráðs að efna til happdrætta og tombóla, og þeir selja fisk til að geta greitt þjálfurum sínum laun." Stuðningsmenn er erfitt að finna S^bSslr.heimsfrægaTóg^igursæl^fötboltalið^mjali og; myndúmfrnoðiýiðtöluinlviðrAlbértlóglBiarnalRel! Þetta er 4. bókin í bokaflokki um bresk úrvalslið. Áður eru komnar út bækurnar um Manchester United, Liverpool og West > Ham. - Bækur sem enginn fótbolta- unnandilætur fram hjá sér fara. TlMABÆR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.