Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 7 RÚV Sjónvarp: I brúðuheimi ■■ Á dagskrá Sjónvarps- 30 ins í kvöld er fyrsti ■” þátturinn af sex um brúðuleik víða um veröld. Um allan heim eru starfrækt brúðuleikhús, en vegna tjáningar- formsins er áhorfendahópurinn sjaldnast stór. Af einhveijum ástæðum hafa brúðuleikhús ekki heldur átt greiðan aðgang að sjón- varpi, þrátt fyrir að ætla mætti að sá miðill væri kjörinn fyrir það. Einn brúðumeistari hefur þó ætíð starfrækt list sína í sjón- varpi, en það er Bandaríkjamaður- inn Jim Henson, sem þekktur er fyrir að vera upphafsmaður Prúðuleikaranna, þekktustu brúðuleikþátta í heimi. Þar sem að Henson er kunnur fyrir að framleiða aðeins úrvals- sjónvarpsþætti og á ekki í vand- ræðum með að fá aðgang að sjónvarpsstöðvum, ákvað hann að gera þætti þar sem hann gæti kynnt hæfileikafólk á sviði brúðu- leiks frá ýmsum löndum. Það gerði hann í þeim þáttum, sem hefjast í kvöld. Alls verða sex brúðumeistarar kynntir frá jafnmörgum löndum, en þau eru: Bandaríkin, Ástralía, Vestur-Þýskaland, Holland, Sov- étríkin og Frakkland. Morgunblaðið/Þorkell Þrír efstu menn S Útvegsbankaskákmótinu: Karl Þorsteins, Helgi Ólafsson og Hannes Hlífar Stefánsson. Helgi Olafsson vann Utvegs- bankaskákmótið HELGI Ólafsson stórmeistari vann jólahraðskákmót Útvegs- bankans sem haldið var í af- greiðslusal bankans við Austurstræti á sunnudaginn. Keppendur voru alls 18, og fékk Helgi 15,5 vinninga, en Karl Þor- steins, sem kom næstur, var með 14 vinninga. Adolf Björnsson setti mótið, sem hófst klukkan 14 og lauk klukkan 19 en þá höfðu allir keppendurnir teflt hver við annan. Röð efstu manna varð þessi: 1. Helgi Ólafs- son, 15,5 vinningar; 2. Karl Þor- steins, 14 v.; 3. Hannes Hlífar Stefánsson, 13,5 v.; 4. Jóhann Hjartarson 13 v.; 5-6. Bjöm Þor- steinsson, Friðrik Ólafsson, 10,5 v.; 7-8. Benedikt Jónasson, Guðmund- ur Siguijónsson, 10 v.; 9. Ásgeir Þór Ámason, 8,5 _v.; 10-11. Dan Hansson, Þröstur Árnason, 7 vinn- ingar. Ólafur Helgason bankastjóri af- henti sex efstu keppendum mótsins verðlaun í lokin en 1. verðlaun voru 23 þúsund krónur, 2. verðlaun vora 19 þúsund krónur, 3. verðlaun 14 þúsund krónur, 4. verðlaun 9 þús- und krónur og 5. verðlaun 5 þúsund krónur. Ennfremur afhenti banka- stjórinn forseta Skáksambands íslands 75 þúsund krónur frá bank- anum til eflingar íslenskri skák- íþrótt. Skákstjóri á mótinu var Ólafur Ásgrímsson. Stórmeistararnir Helgi Ólafsson og Friðrik Ólafsson tefla saman á Utvegsbankaskákmótinu. 1 ARAMOTADANSLEIKUR SJÓNVARPSINS í BEINNI ÚTSENDINGU FRÁ nAIHMV ,,, 1 1R • FRAMREIDDUR LÉTTUR NAUTASMÁRÉTTUR HUSIÐ OPNAÐ Itt! VJJR» HATTA OG KNÖLL HIN HEIMSÞEKKTA 18 MANNA HLJÓMSVEIT Glenn Millers ASAMT SONGVURUNUM The Moonlight Serenaders LEIKA FYRIR DANSI Auk þess koma fram fjöldi íslenskra skemmtikrafta s.s.: • Hljómsveitin • Bubbi Súld • Björgvin Halldórsson « • Diddu ofl. ofl. ofl Kynnar: Arnþrúður Karlsdóttir Valgeir Guðjónsson. Verð aðgöngumiða kr. 1.200.- Nú er tækifærið til að skemmta se með nánast öllum landsmönnum í beinni sjónvarpsútsendingu úr Rrnadwav. _ \r ~ T * ■ gumið kl. 111 orgun i| .11-17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.