Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 53 Glatt á hjalla í ranni Svíakonungs Við hirðir hinna ýmsu konunga og drottninga heimsins er til siðs að taka ljósmyndir við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. Njóta lesendur þessara síðna þess enda ómælt. Skömmu fyrir jól hafði Karl Gústav Svíakonungur gert hirðljósmyndara sínum orð og bað hann endilega líta inn svo hægt væri að taka sérstaka jólaijósmynd handa konunghollum Svíum. Ljósmyndarinn brást fljótt og vel við og kom konungsfjölskyldan, Silvía drottning, Viktoría krónprinsessa, Madelaine prinsessa og Karl Gústav prins auk konungs, saman i viðhafnar- sal Drotningsholmhallar í Stokkhólmi til þess að láta taka af sér umrædda jólamynd. Fór allt vel fram þar til Fídó, hinn konunglegi fjölskylduhundur, glefsaði í tösku ljósmyndarans og dró hana fram á gang, með þeim afleiðingum •að filmur, linsur, sígarettur og annað dót valt um allt gólf. Sem sjá má velt- ist konungsfjölskyldan um í Þórðar- gleði, en ekki fer neinum sögum af kæti ljósmyndarans. Brosmild konungsfjölskylda. Páfi orðinn þræl- poppaður Jóhannes Páll páfi II. hefur löng- um þótt frjálslyndur í skoðunum og frjálsmannlegur í framkomu, þó svo að hann geti einnig verið hinn fornasti í skapi á öðrum sviðum. Hann hefur þó líklega aldrei verið jafnpoppaður og nú, því fyrir skömmu féllst hann á að fara í hljóðnámu og fara með friðarboð- skap við undirleik belgískrar poppsveitar, sem er í einhverjum tengslum við kirkjuna. Til þess að hafa það sem sannara reynist er þó rétt að taka fram að páfi mun ekki syngja textann með neinum tilþrifum, heldur les hann ávarp sitt upp á ítölsku, ensku, frönsku og spænsku. Hugmyndafræðingurinn sem að baki þessu stendur heitir Eddie Luyckx og er belgískur plötuútgef- andi. „Ég held að þetta styrki trúna og að páfi komi boðskap sínum til fleiri á þennan máta. Unga fólkið heyrir og finnur að páfi er að koma til móts við það og meðtekur." Aðspurður um hvort hann fengi ekki eitthvað fyrir sinn snúð sagði Luyckx að satt væri það, en á bæri að líta að Páfagarður fengi 23% heildarhagnaðar í sinn hlut, en auk þess rynni umtalsverð fúlga til góðgerðarmálefna. „Jafnvel Madonna þorir ekki að fara fram á 23% í flytjendalaun!" Reyndar samdi páfi ávarp sitt ekki sjálfur, heldur sá franski texta- höfundurinn Pierre le Lanoe um það, en páfí lagði honum víst línurn- ar um smíðina og verður hann hvatning til þjóða heims um að lifa saman í sátt, samlyndi og bróður- kærleika. Platan mun koma út von bráðar og er þá bara og bíða og sjá hvort tónlistarmyndband siglir í kjölfarið. Jóhannes Páll páfi II. ©PIB — Passaðu þig, aulinn þinn. Þú varst heppinn að skemma ekkert sem máli skiptir. Lausnir á skákþrautum W ¦ .-. i m. fÆi mm »• mmm,r/9k • *WB ¦ ¦§ ¦ ^^, 1111 wm7 W>. m :wm 'wm. 'mmi. wmft\ & .....JB^M,Q 'Wmv/ 1 ___lL STOÐUMYND I....................... 1. Milenkovic—Stankovic, Júgó- slavíu 1970, svartur leikur og vinnur. 1. - Hc6!!, 2. bxc6 - g5!, 3. a7 — f5, 4. c7 (Hvítur er kominn í pattstöðu, en það dugir honum ekki til jafnteflis) f4!, 5. h4 - g4, 6. h5 — h6! og hvítur gefst upp. STÓÐUMYNDIV....................... 4. Höf. F. Fleck 1984. Hvítur mátar í öðrum leik. Hér hefur hvítur ógrynni liðs, en það er samt ekki hlaupið að því að nota aðeins tvo leiki til að máta. Lausnin er 1. Rh6! «1/ ál^lll éw. Æ ww, ^t'wW WB 1 * Éll Éll 111 ff'mmém^'m^ IfíjBr wmr Wm B wm Wm i~m mm. m...... STOÐUMYNDII........................ 2. Höf. Dawson 1924. Hvítur leikur og heldur jafntefli. Það virðist við fyrstu sýn ómögu- legt fyrir hvíta kónginn að stöðva framrás svörtu peðanna á kóngs- væng, en: 1. Kb5! — Kxa7 (1. —¦ h4?, 2. Ka6 - h3, 3. b5 tapar á svart) 2. Kc6! - Kb8, 3. Kd5 - h4, 4. Ke4 og hvíti kóngurinn nær að stöðva svarta peðið í tæka tíð. STÖÐUMYNDV......................... 5. Höf. L. Prokosh 1949. Hvítur leikur og vinnur. Hvítur vinnur á býsna laglegan hátt: 1. Bg6! — Hg4, 2. Bf5! - Hg5, 3. h4! - Hxf5, 4. fxg7 - b4+, 5. Ka4 og nær að vekja upp drottningu. wm m. n ¦ A.«r Æ, STOÐUMYNDIII....................... 3. Höf. H. Ahues 1985. Hvítur mátar í öðrum leik. Þetta tvíleiksdæmi er fremur óvenjulegt að því leyti að sá sem mátar er liði undir. Fyrsti leikur- inn er 1. Bxe3! og svartur er óverjandi mát í næsta leik. STÖÐUMYNDVI. 6. Höf. Bondarenko og Kuzn- etsov 1967. Hvítur leikur og vinnur. Lausnin byggist á því að láta svörtu mennina flækjast hvorn fyrir öðrum. 1. Re6! — Rc6, 2. a7 - Bf3+, 3. Kgl - Rd8! (Eina vörnin. Þeir sem hafa hætt eftir 2. a7 hafa í raun og veru ekki leyst dæmið). 4. Rxd8 — h4, 5. a8=D - Bxa8, 6. Rb7! - h3, 7. d8=R! Hér var að sjálfsögðu nauðsynlegt að vekja upp riddara, en eftir það er eftirleikurinn auð- veldur. Töluvert af húsum eru í byggingu á Djúpavogi og hefur fólk kapp- kostað að gera húsin íbúðarhæf fyrir jól. Djúpivogur: Mikil atvinna en ró um jólin Qjúpavogi. ATVINNA hefur verið mikil hér í haust og allar vinnandi hendur að störfum. Síld var söltuð í um 10 þúsund tunnur og fryst nálægt 300 tonnum. Sunnutindur landaði 55 tonnum af ýsu og þorski 17. desember og hélt samstundis út á veiðar aftur. Um jólahátíðina er þó ró yfir öllu hér sem annars staðar. Um 20 íbúðarhús eru hér í bygg- ingu og hefur margt ungt fólk verið að keppast við að koma húsnæði sínu í íbúðarhæft ástand og flytja inn fyrir jólin. Kennarar og skólabörn voru með litlu jólin 17. desember og lýkur þar • með fyrri önn þessa vetrar. Skóla- stjóri Grunnskólans er Eysteinn Guðjónsson. Milt og gott veður hefur verið nú að undanförnu og vegir vel fær- ir í allar áttir, eftir nokkuð rysjótta tíð fyrri hluta mánaðarins. Ingimar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.