Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDÁGuR 30. ÐESEMBER 1986 Sakharov í sjónvarpsviðtali: Hefur litla trú á geimvamaáætluninni New^York, Reuter, AP. SOVÉZKI andófsmaðurinn Andrei Sakharov sagði í sjón- varpsviðtali í fyrradag, að áætlun Bandaríkjanna um varnarskjöld gegn aðvífandi kjarnorkueldflaugum gæti ekki tekizt og að það ætti ekki að tengja hana öðrum samn- ingum milli Bandarikjanna og Sovétríkjanna. „Ég tel ekki, að geimvama- áætlunin verði nokkru sinni nægilega virk til þess að stöðva voldugan andstæðing," sagði sovézki eðlisfræðingurinn og nóbelsverðlaunahafinn. „Ég tel, að í fjarlægri framtíð þá verði geimvamaáætlunin raunhæfur möguleiki, en hún verður alltaf óframkvæmanleg í herfræðilegu tilliti." Sakharov, sem er 65 ára að Andrei Sakharov aldri, sagði ennfremur, að engin skilyrði hefðu verið tengd því, TVÆR ÖRUGGAR ___IFIÐIR _ TIL LÆKKUNAR SKATTA úsnæðisreikningur er verð- J tryggður sparnaðarreikningur með bestu ávöxtunarkjörum bankans, ætlaður verðandi húsnæðiseigendum. Samið er um ársfjórðungslegan sparnað, 4-40 þúsund til eins árs í senn. Spamaðar- tíminn er 3—10 ár og lántökuréttur að honum loknum nemur allt að fjórföldum sparnaðinum. Fjórðungur árlegs spamaðar á húsnæðisreikningi er frá- dráttarbær frá tekjuskatti. tofnfjárreikningur er ætlaður þeim einstaklingum sem hyggjast stofna til atvinnurekstrar. Hann er verðtryggður samkvæmt lánskjara- vísitölu og bundinn í 6 mánuði. Stofnun atvinnurekstrar má fara fram hvenær sem er innan 6 ára frá lokum innborgunarárs. Innstæður á stofnfjárreikningum eru frádráttarbærar frá skatti allt að 45.900.- hjá einstaklingi eða 91.800,- hjá hjónum. fl þess að þessar skattfrádráttar- leiðirnýtistátekjuárinu 1986 þarf að stofna reikningana fyrir áramót. Allar nánari upplýsingar fást í sparisjóðs- deildum bankans. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna að hann fékk að fara frá Gorkí, en þaðan fékk hann að fara í síðustu viku, eftir að hafa dvalizt þar sex ár í útlegð. Hann neitaði fréttum, sem komizt hafa á kreik í Evrópu þess efni, að Sovétleið- toginn Mikhail Gorbachev hefði leyft honum að fara úr útlegð- inni gegn því, að hann léti í ljós andstöðu við geimvamaáætlun- ina. Sakharov kvaðst vera „nei- kvæður í reynd“ gagnvart geimvarnaáætluninni vegna þess að „hvaða öflugur andstæðingur, sem ræður yfir nægilega mikilli tækniþekkingu, getur alltaf farið fram úr tækniafrekum hins og þarf jafnvel ekki að leggja jafn mikið af mörkum til þess og sá sem framkvæmir geimvarna- áætlunina". En Sakharov bætti jafnframt við: „Ég álít einnig, að það sé rangt að tengja samninga á öðr- um sviðum samningi um geim- varnaáætlunina eins og Sovétríkin gera nú. Það er of þröngsýn afstaða og ekki rétt.“ Viðtal þetta var tekið upp í sovézkri sjónvarpsstöð á laugar- dag og sjónvarpað til Banda- ríkjanna í fyrradag af bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC. Kirkjubruni Mikill kirkjubruni varð i Buffalo í Bandarikjunum í vikunni. Mynd þessi sýnir, er turn kirkjunnar fellur logandi til jarðar úr 45 metra hæð. Talið er, að logandi kerti hafi valdið brunanum. Tillögurnar frá Reykja- vík eru fagnaðarefni — segir í nýársyfirlýsingu sex þjóðarleiðtoga í gær var gefin út í höfuðborgum Indlánds, Grikklands, Svíþjóðar, Mexíkó, Argentínu og Tanzaníu nýársyfirlýsing þjóðarleiðtoganna sex þar sem fjallað er um árangur- inn af fundi Reagans og Gorbachevs í Reykjavík og hvatt til þess að á nýju ári verði afvopnunarviðræðum haldið áfram á þeim grundvelli sem lagður var í Reykjavík. í yfirlýsingu þjóðarleiðtoganna segir m.a.: „Leiðtogafundurinn í Reykjavík sýndi að hægt er að ná árangri ef stjómmálalegur vilji og víðsýni em fyrir hendi. I Reykjavík var sannað að gamlar kenningar þurfa ekki að binda hendur manna og ferskar hugmyndir um stjómun vígbúnaðar og afvopnun geta opnað nýjar leiðir. Það er fagnaðarefni að tillögumar frá Reykjavík eru enn á viðræðuborðinu og hafa ekki verið dregnar til baka. Á árinu 1987 gætu leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna nýtt tækifærin sem sköpuð vom í Reykjavík til að gera samninga um vemlega fækkun kjamorkuvopna. Við hvetjum því leiðtoga Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna tl að byggja á þeim gmnni sem lagður var í Reykjavík. Þjóðarleiðtogamir sex, þeir Rajiv Gandhi, Ingvar Carlsson, Andreas Papandreou, Miguel de la Madrid, Raul Alfonsin og Júlíus Nyerere, harma þá ákvörðun Sovétríkjanna að hefja á ný tilraunir með kjarn- orkuvopn um leið og Baridaríkin sprengja sína fyrstu kjarnorku- sprengju á árinu 1987. Þeir hvetja stórveldin til að koma á gagn- kvæmu hléi á tilraunasprengingum og ítreka tilboð sitt frá leiðtoga- fundinum í Mexíkó um að annast eftirlit með því að slíku banni verði framfylgt. Segjast þeir vera reiðu- búnir til að koma eftirlitskerfinu upp þegar í stað. Þeir hvetja einnig til þess að SALT II-samningurinn verði hald- inn og vara við því að vígbúnaðar- kapphlaupið verði fært út í geiminn. Þessi yfirlýsing þjóðarleiðtog- anna var undirbúin á fundi skipu- lagsnefndar leiðtogafmmkvæðisins sem haldinn var í New York um miðjan desember. Þann fund sótti Ólafur Ragnar Grímsson sem sæti á í skipulagsnefndinni. Á fundinum var einnig rætt um undirbúning að nýjum leiðtogafundi þjóðarleiðtog- anna sex sem halda á í Stokkhólmi á næsta ári. Einnig var fjallað um nýjar hugmyndir frá sérfræðinga- hópi sem starfar á vegum þjóðar- leiðtoganna. Næsti fundur skipulagsnefndarinnar til að und- irbúa leiðtogafundinn í Stokkhólmi og aðrar aðgerðir þjóðarleiðtoganna sex á nýju ári verður haldinn í Arg- entínu í febrúar. I lok yfirlýsingarinnar segir: „Við hörmum að ríkisstjórn Sovétríkj- anna hefur nú ákveðið að hefja á ný tilraunir með kjamorkuvopn um J LYKILLINN AÐ VANDAÐRI LITPRENTUN MYNDAMOT HF. leið og Bandaríkin sprengja sína fyrstu kjarnorkusprengju á árinu 1987. Við vonum að þessi ákvörðun sé ekki óumbreytanleg og bendum á að enn gætu stórveldin komið á gagnkvæmu hléi á tilraunaspreng- ingum. Það getur ekkert land fært sannfærandi rök fyrir því að halda áfram tilraunum með kjarnorku- vopn. Við beinum þeim tilmælum til Bandaríkjanna að þau endur- skoði áætlanir sínar um tilrauna- sprengingar svo að möguleikar skapist á gagnkvæmu hléi. Við ítrekum tillögur okkar frá fundinum í Mexíkó um að annast eftirlit með því að slík gagnkvæm stöðvun á kjamorkusprengingum sé virt í reynd og erum reiðubúnir til að koma því eftirlitskerfi upp þegar í stað. Við höfum iagt ríka áherslu á að þróun geimvopna gæti haft í för méð sér nýtt vígbúnaðarkapphlaup sem yrði ógnvænlegra en nokkru sinni fyrr. Það er nauðsynlegt að samningaviðræður séu frekar mið- aðar við að útrýma kjamorkuvopn- um heldur en forsendur sem fela i sér að kjamorkuvopn eigi um alla framtíð að ógna tilvem mannkyns- ins. Þegar árið 1986 er að renna sitt skeið á enda viljum við hvetja leið- toga Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna til að hefja sem fyrst á nýju ári víðtækar viðræður. Þær viðræð- ur ættu að taka mið af sameiginleg- um yfirlýsingum þeirra um að koma í veg fyrir vígbúnaðarkapphlaup í geimnum, stuðla að endalokum vígbúnaðarkapphlaups á jörðunni og útrýma að lokum öllum kjam- orkuvopnum sem til em. Gjörvöll heimsbyggðin væntir að þessum stefnumiðum verði komið í fram- kvæmd."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.