Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 40
I¥ 40 98gí aaaMasaa ok auoAauixna<i .aiaAjaviuoaowi MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 Klukkan tvöeftir mionætti * * Með Mujaheddin- sveitunum í Afganistan eftir Jean-Francois Deniau Um þessi jól eru rétt sjö ár frá því að sovéski herinn réðst inn í Afganistan. Þjóðin snerist til varnar sjálfstæði sínu. Er enn barist af mikilli hörku í landinu. Hér lýsir fyrrverandi utanríkisráðherra Frakka kynnum sínum af frelsissveitum Afgana á heimavelli þeirra. Imiðju herberginu, í holu í moldargólfinu, er opinn eldur til að hita teið. Einn úr hópn- um heldur eldinum við með barkarnæfrum. jaheddin-mennirnir sitja þröngt kringum eldinn, sumir á hækjum sínum, en aðrir liggja út af. Þeir eru allir svipaðir útlits, al- skeggjaðir, með Nuristan-húfurnar, „Patou“-teppin sín og leggbindin, sem þeir nota sem vörn gegn jarð- sprengjum. Þeir eru allir keimlíkir hvort heldur þeir hlæja, borða, klóra sér, heilsa hver öðrum, segja sögur eða biðjast fyrir. Aðeins augun virð- ast ólíkt allt frá kolsvörtum yfir í ljósblá. I rökkrinu eru aðeins augun og tennurnar sýnileg. Fyrir aftan hinar óskörpu myndir mannanna vafmna inn í teppin sín, eru skarpar skuggamyndir af vopn- um þeirra, sem ber í stein- og moldarveggjna: Kalashnikov-riffl- ar, RPG-7 eldflaugapallar og Dashaka-vélbyssur. Þau eru sovézkrar gerðar, tekin af óvinin- um, skilin eftir af liðhlaupum, hirt af föllnum, fengin frá Kína, keypt í Pakistan eða smíðuð á verkstæð- um í víglínunni. Á meðal þeirra eru líka — lengri og mjórri — gömlu brezku Lee-Enfield-rifflamir, sem alltaf eru í miklu áliti í Afganistan. Þeir eru markvissir á 800 m færi og Mujaheddin leggja sæmd sína að veði að missa ekki marks. Þrátt fyrir MIG-orrustuþotur, skriðdreka og brynvarðar þyrlur öflugasta hers veraldar vilja þeir enn beijast eins og feður þeirra gerðu, maður gegn manni, riffill gegn riffli og megi sá markvissasti sigra. Úti er dimmt, en ekki svart- nætti. Það er enginn reykháfur og dymar em látnar standa opnar til að hleypa reyknum út. Gegnum dyragættina get ég séð snævi þakta hliðina, sem húsið stendur í, hinn þétta massa eikartijánna ofar í hlíðinni og gnæfandi yfir þeim ísað- ar fjallseggjarnar. Fyrir neðan okkur og nær ánni eru formföst stallaengi. Allt lítur þetta út eins og kuldaleg þrykkimynd í svörtu og hvítu. I grenndinni em önnur hús úr steini og mold og þar em aðrir menn, sem drekka te við kuln- andi eld og þar em fleiri vopn, sem hallast að veggjum. Ekki langt í burtu em sovézkar setuliðsbúðir varðar þreföldum jarðsprengju- svæðum. Í fjarska em aðrir dalir og önnur fjöll. Hér nístir kuldinn inn að beini. Einn mannanna stappar á glóð- unum og lokar hurðinni. Fjarri þessu húsi, fjarri Kunar-héraði, ijarri Afganistan, gengur veröldin sinn vanagang. Kókó hefur fallið um sjö sent á markaðinum í Chicago; fjórða deild þriðja um- dæmis í Moskvu hefur ákveðið að láta Japan og Þýzkaland keppa um framboð R-223 tölva; ungir elsk- endur hafa fundið hvort annað í Teguchigalpa; hitinn hefur hækkað um fimm stig í skugganum í Perp- ignan; í Afríku er hungursneyð; ökumenn í Róm bölva umferðinni; hjónabönd liðast sundur; bruni á elliheimili; grátandi börn; kínversk- ur fjármálamaður kemst í feitt; stúlka, sem uppgötvar að hún er falleg; vægur jarðskjálfti í Kali- forníu; þrennt drepið af sprengju í kvikmyndahúsi; þanvindar yfir Az- oreyjum. Héma hjá okkur er bara kalt. ★ Uppgjafahermenn fyrri stríða tala um hlýju og félagsanda. Það var víglína; það var verkaskipting; Á leið til fjalla. Afganskir frelsishermenn halda til bækistöðva sinna ífjöllun- um. það voru skipanir. Bandamennirnir voru hérna, óvinurinn þarna. Mark- miðið var einfalt. Það vom stöðvar, sem varð að veija og það var eðli- leg samstaða. Að sjálfsögðu var líka ótti — og örmögnun og skítur og blóð. En sá ótti var ekki eins og þessi ótti. Hann kom og fór, hann kom skyndilega eins og sólstunga. Þessi ótti í þessu stríði er þinn fasti förunautur; á nóttunni, kalt og einn. Þú hittir einhvem á stígnum, konu að sækja vatn í brunninn, barn í fjöllunum með geitahjörð. Með hvorum em þau? Munu þau segja frá? Hvern munu þau vara við? Hver þeirra, sem ég sá í gær mun reynast svikari — og hvenær? Er kannski launsátur rétt framundan, í þessu skarði með sólina handan við fjjaltshlíðina? Eða verður það seinna, í skóginum milli hárra tijánna? — Það gæti líka orðið í kvöld þegar við losum beltin í húsi, sem við héldum vera ömggt. I þessu stríði laumast óttinn ekki að þér að óvömm; hann býr hið innra með þér eins og kuldinn — leynilega í merg beinanna. Þú skalt ekki vera að líta á klukkuna. Alls staðar og alltaf er hún tvö eftir miðnætti. Það er þannig, sem það er að vera skæmliði — að vera einn, jafnvel með félögum sínum, að fela sig, en verða að koma fram, að gera árás, en reyna að sleppa lif- andi. Það er kalt og einmanalegt, jafnvel um bjartan dag, jafnvel í hádeginu, jafnvel þegar við stönz- um og erum allir saman að drekka síðustu tekrúsina. Okkar eina von til að finna yl er að segja sögur, spyrjp. spurninga og ræða saman. ★ Nokkrir leiðtogar hinnar hemað- arlegu andspyrnu í Austur-Afgan- istans sátu við hlið okkar á gólfinu. Einn þeirra var hugsi: Frelsishermaður við loft- varnabyssu íAfganistan. „Þegar Bandaríkjamenn börðust í Víetnam heyrði ég í útvarpinu að það væm andbandarískar mót- mælagöngur í París, London, Þýzkalandi og jafnvel í Banda- ríkjunum sjálfum. Ríkisstjórnir urðu að setja vörzlu við opinberar byggingar og hundruð þúsunda voru þátttakendur. Þau brenndu bandaríska fánann. Frægir söngv- arar sungu mótmælasöngva. Leikarar skrifuðu undir yfirlýsing- I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.